Finnst fólki þetta í lagi

Er eðlilegt að þingmenn séu í stjórnum fyrirtækja, finnst fólki í lagi að Löggjafavaldið sé á launum hjá Fyrirtækjum landsins.
mbl.is Bjarni úr stjórnum N1 og BNT
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, ég var að spá í það sama. Hvernig getur svona verið löglegt?

linda (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 06:30

2 identicon

Nei, þetta getur ekki þótt eðlilegt. 

En svona er þetta búið að vera og er enn og kannski ekki furða þó Ísland sé í þeirri stöðu sem það er í dag.

Margrét (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 08:54

3 identicon

Það er ekkert athugavert við það.  Menn hafa kannski starfað fyrir fyrirtæki í áraraðir áður en þeir ákveða að fara á þing.  Afhverju eiga þeir ekki að mega gegna fyrri störfum samhliða ?

Ertu kannski að stinga uppá því að aðili sé ekki hæfur til að kjósa ef hann er í stjórn fyrirtækja ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:34

4 identicon

Ég veit ekki með ykkur en mér fynnast 530 þús á mánuði ekki vera mjög há laun.  Og ekki myndi ég fyrir mitt litla líf nenna að standa í því að stjórna fyrir vanþakklátt fólk og sæta gagngrýni fyrir það í gríð og erg.

Mér þykir það sjálfsagður hlutur að þeir fái að gegna fleiri störfum kjósi þeir að gera það, rétt eins og hver annar aðili hefur rétt á að vinna tvö eða fleiri störf í einu.

Það hinsvegar mætti alveg setja löggjöf sem kemur í veg fyrir og gera það refsivert að semja lög til persónulegra hagsmuna.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:05

5 identicon

Spámaður það er engu að síður þeirra starf.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:10

6 Smámynd: Aron Ingi Ólason

ég segi eins og einhver: "löglegt en siðlaust."

Aron Ingi Ólason, 12.12.2008 kl. 03:09

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Arnari Geir finnast 530 þúsund á mánuði ekki vera mjög há laun.

Það er ótrúlega margt fólk á Íslandi með 150-200 þúsund í laun á mánuði.  Því  fólki finnst 530 þúsund vera há laun.  Þessi hugsunarháttur Arnars endurspeglar þá sorglegu staðreynd að í þessu landi er stéttaskiptingin þvílík að þeir sem eru í efri þrepunum sjá ekki einu sinni þá sem eru í neðri þrepunum.... þá sem eiga ekki fyrir mat. 

Og svarið við pistlinum;  Nei, mér finnst það ekki í lagi frekar en mér finnst í lagi að afgreiðslumaðurinn í búðinni starfi einnig við leigubílaakstur í sínum vinnutíma.  Þingmenn og ráðherrar ættu heldur að nýta tíma sinn í vinnunni betur..... ekki veitir af.

Anna Einarsdóttir, 12.12.2008 kl. 07:59

8 identicon

Anna, það fólk sem er með þessi laun hefur þessi laun útaf því að fólkið sættir sig við þessi laun.  Fólkið er kannski ekki sátt en það þorir bara ekki að fara og heimta betri laun, eða getur ekki unnið nógu vel til að vinnuveitandinn vilji borga þeim betri laun.   Ég hef verið með yfir 200 þús í laun frá 14 ára aldri á sumrinn á meðan ég vann og hef yfirleitt náð mér í um 100 þúsund á mánuði með skóla.

Þannig það fólk sem hefur 150 þús það LÆTUR kúga sig.  Vinnuveitandinn kemur ekki til þeirra og segir heyrðu mig langar svo að hækka launin þín af góðmennsku einni.  Fólkið verður einfaldlega bara að fara og heimta hærri laun.  Vinna eins og skepnur og það skilar sér margfallt.  Neiti vinnuveitandinn að hækka laun hjá duglegu fólki þá gerir fólkið margfallt betur með að skipta um vinnu.

Það er fyrst og fremst fólkið sem að tekur við launum sem að þarf að hætta að sætta sig við lágu launin.  Neita að vinna fyrir minna.  Að lokum þá verða vinnuveitendur að borga hærri laun eða gegna öllum störfum í sínum fyrirtækjum sjálfir.

Það er alveg ljóst að launin lagast ekki að sjálfu sér.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:22

9 identicon

Ég bara spyr HVAÐA stöðugleika ???  Fólkið hefur látið hafa sig að fíflum og látið bjóða sér hvað sem er.

Það er hlutverk fólksins og fólksins eins að heimta hærri laun.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:32

10 identicon

Það var alveg örugglega besta lausnin, að halda kjafti og vinna bara eins og bældir hundar.  Eða hvað ???

Hefði ekki verið / væri ekki nær að fólk myndi standa á rétti sínum og einhvern tímann hætta að vera lafhrætt.  Fólk þorir ekki í almennilegt verkfall eða mótmæli því það er hrætt um að missa vinnuna sína.  Það spáir frekar í að vinna sér einn aura heldur en að hækka launin sín um krónur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 15:23

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Arnar Geir.  Mér finnst þú fullyrða dálítið.  Það geta verið ýmsar ástæður fyrir ýmsum hlutum.  Svo ég taki mig sem dæmi;  Ég var í góðri vinnu með góð laun.  Fyrirtækið sem ég vann hjá sameinaðist öðru fyrirtæki og ég átti ekki lengur samleið með því.  Þá hætti ég.  Bý úti á landi.  Ekki hægt að velja um störf núna í haust.  Tók það sem bauðst frekar en að hafa ekkert..... og lækkaði um helming í launum.  EN !  Mér finnst líka ekkert starf merkilegra en annað starf.  Þér finnst ég líklega skrítin að hugsa þannig og það er í góðu lagi. 

Anna Einarsdóttir, 12.12.2008 kl. 16:30

12 identicon

Vinna er auðvitað bara vinna, en það er staðreynd að þú færð borgað eftir því hvað þú metur þig hátt.  Ef þú ert 200 þús króna manneskja þá sættiru þig við 200 þús.

Ef þú metur sjálfa þig meira þá færðu meira.  Þetta er svona einfallt.  Þetta er líka soldið spurning um það hvort þú sért manneskja sem að ferð bara með straumnum eða manneskja sem að skapar þína eigin strauma.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband