Að snúa andstreymi yfir í tækifæri

Á víð og dreif um allt Ísland standa sögulegar menjar og byggingar sem eru jafnvel að grotna niður sökum skorts á viðhaldi og fjármagni til endurbyggingar, þetta er hægt að taka sem verkefni til að snúa neikvæðri atvinnuþróun yfir í uppbyggjandi tækifæri.

Með því að ráðast í endurbyggingu og lagfæringar þessara menja í nánu samstarfi við menntastofnanir er hægt að gera þessa upp byggingu að námi sem nýtist þátttakendum, ég er að tala um að þeir sem á atvinnuleisis bótum séu verði fengnir til liðs við verkefnið og geti þannig til dæmis atvinnulausir smiðir tekið endurbyggingu gamalla húsa sem viðbótarnám og skrifstofufólk tekið viðbótarnám í flokkun og varðveislu gamalla skjala sem liggja víst óflökkuð og illa skráð í haugum Þjóðskjalasafns og á víð og dreif.

Við eigum að snúa þessum hamförum yfir í tækifæri til að ganga til óunnina verka og styrkja okkur á sviði menntunar sem nýtist til framtíðar þannig að við komum sterkari unda þessum áföllum.

Endurbygging þessara verðmæta rennir styrkari stoðum undir ferðaþjónustuna og okkur sem þjóð.


mbl.is Atvinnuleysi mest meðal ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband