Ásækið orð, landráð

Á minn huga sækir orðið landráð þegar maður les fréttir og fylgist með atburðarás úr fjarska, það virðist vera að þrælslundin sé sterk á þingi og margur vilji frekar vera mettur og barin rakki við fótskör Evrópusambandsins en standa af sér tímabundin óþægindi vegna svika ráðamanna við að setja reglur fyrir græðgivætt samfélag sýndarveruleikans, þess sama og þingið skapaði.
mbl.is Icesave ógnar ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í DN segir líka að Íslendingar þurfi á framgangi efnahagsáætlunarinnar og gjaldeyrislánum vinaþjóða að halda til að geta endurreist landið. Á sama tíma sé ekkert svigrúm til frekari málamiðlana við Breta og Hollendinga. Samt erum við að láta á það reyna með fyrirvörum og sumir virðast hér trúa því að svigrúmið sé afar mikið og við þurfum ekkert á samstarfi um endurreisn að halda.

Dagens Næringsliv endurtekur svo þá fullyrðingu að Bretar og Hollendingar hóti að stöðva inngöngu Íslands í ESB vegna Icesave. En fyrsta og besta tækifæri þeirra til þess var á fundi utanríkisráðherra ESB þar sem afstaða var tekin til þess hvort vísa ætti umsókn Íslands strax í feril hjá framkvæmdastjórninni. Hollendingar reyndu en fengu nákvæmlega engan hljómgrunn enda ekki vilji til þess að blanda þessum málum saman. Nú líður langur tími þar til að næsta svona punkti kemur. Enda eru aðrar og alvarlegri ógnir en afdrif ESB umsóknar yfirvofandi og ráða framgangi málsins. Við erum að fást við að skapa rekstrargrundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf.

Hér er svo greinin í heild:
http://www.dn.se/nyheter/varlden/bankkris-islandskt-eu-hinder-1.930544

Arnar (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband