Þriðjudagur, 26. október 2010
Fyrirtækjum verði gert auðveldara að afla verkefna erlendis
Las meðfylgjandi frétt á Visir,is og finnst nauðsynlegt að greiða úr þessu sem fyrst.
Heimild er: Vísir, 26. okt. 2010 10:31
"SA: Fyrirtækjum gert auðveldara að afla verkefna erlendis
Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að fyrirtækjum í verktakagreininni og starfsmönnum þeirra verði gert auðveldara að afla sér verkefna erlendis. Þetta sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir verkefnaskort og atvinnuleysi meðal verktaka og að greinin leggist ekki af í bókstaflegri merkingu.
Síðastliðin tvö ár hefur nær algjört hrun orðið í verktakagreininni. Starfsmönnum hefur þannig fækkað um 50% til 60%.
Fjallað er um málið á vefsíðu SA. Þar segir að á erlendum vettvangi keppa fyrirtækin við starfsmenn fyrirtækja með heimilisfesti í ríkjum sem flest hver hafa sett lög sem við uppgjör tekjuskatts leyfa að innlendur skattur af erlendu tekjunum sé dregin frá heildarskattinum.
Með öðrum orðum þá greiðir starfsmaðurinn ekki tekjuskatt í heimalandinu af erlendu tekjunum en á móti eru launin oftast lægri erlendis þar sem um er að ræða lönd utan Evrópu og N-Ameríku. Fyrir vikið geta fyrirtækin tryggt að starfsmenn fái ekki lægri útborguð laun en áður sem eykur samkeppnishæfni þeirra.
Allir hagnast á þessu fyrirkomulagi; starfsmaðurinn eykur tekjur sínar, fyrirtækið verður samkeppnisfært með eigin starfsmenn og ríkið sparar bótagreiðslur.
Hér á landi er slíkur frádráttur ekki leyfður. Þetta veldur fyrirtækjunum erfiðleikum vegna þess að þau vildu auðvitað frekar eiga kost á að bjóða starfsfólki áframhaldandi starf. Til að komast inn í þetta kerfi eru starfsmennirnir því oft nauðbeygðir að bregða búi og flytja erlendis sem í mörgum tilvikum er ógerlegt þegar um fjölskyldumenn er að ræða.
Því er lagt til í lög um tekjuskatt verði tekin inn sambærileg ákvæði og gilda á Norðurlöndunum um skattaívilnun fyrir menn sem starfa að verkefnum erlendis í sex mánuði eða lengur. Ákvæðinu er ætlað að hvetja menn og fyrirtæki til að leita sér verkefna erlendis án þess að eiga tvísköttun á hættu.
Þetta myndi tvímælalaust auðvelda íslenskum fyrirtækjum sem taka að sér framkvæmdir erlendis að hafa með sér Íslendinga að heiman og stuðla að fækkun byggingamanna á atvinnuleysisskrá."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. október 2010
Verjum auðlindina
Lengi hefur manni fundist hálfgerð villimennska ríkjandi við hreindýraveiðar og græðgivæðing hafa ríkt í þessu kerfi.
Þegar upp er staðið eru veiðimenn að borga yfir 10.000kr fyrir kg af kjöti sem gerir hreindýraveiðarnar með tímanum að sporti fyrir yfirstéttina.
Mér að vitandi fer enginn skipulögð ræktun fram á dýrunum né er tryggt að ekki séu falegustu og sterkustu dýrin felld, sem hlýtur að vera sterk tilhneiging til hjá veiðieftirlitsmönnum sem keppast um hilli veiðimanna.
Vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér og einhver getur upplýst mig um faglegar rannsóknir sem tryggja það að hæfustu dýrin séu látin lifa, en ekki bara treyst á að nokkrir samviskusamir veiðieftirlitsmenn velji útlitsfallegustu dýrin til að lifa áfram.
Þá finnst mér það mjög óeðlilegt að umsjónaraðili veiðanna Umhverfisstofnun, hafi beinan fjárhagslegan ávinning af þessum veiðum sem og öðrum veiðum og tel það sterkan hvata til að auka veiðar.
Gott að alvöru rannsóknir eru í gangi, en bæta þarf um betur og tímabært að taka upp merkingar á hvaða dýr á eða á ekki að fella til að tryggja sterkan stofn.
![]() |
Þarna opnast alveg nýr heimur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 5. október 2010
Fer vel með almannafé eða hvað
![]() |
Svandís áfrýjar dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. október 2010
Alger óþarfi að gera svona
Svona grjótkastara á fólk að stöðva og framselja til lögreglu.
![]() |
Grýttu hnullungi í lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. október 2010
Tafaleikur
![]() |
Boðar stjórnarandstöðuna á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. október 2010
Þó fyrr hefði verið
Hvað lengi lætur liggjandi maður sparka í sig án þess að grípa til varna, er ekki tími til kominn að verjast endalausum árásum á verk í vinnslu og framtíð Suðurnesja.
Það gefur enginn ykkur eitt eða neitt án baráttu, sagan sannar það.
Að loka flugvellinum friðsamlega gefur sterk skilaboð, þó fyrr hefði verið.
![]() |
Hótar að loka leiðum til flugstöðvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. október 2010
Nýjar kosningar er krafa
Það er rofinn friðurinn á milli þjóðar og þings sem gefur ekki kost á öðru en nýjum kosningum til að friður skapist á ný.
Skildi framlag til flokkana úr ríkissjóð hafa verið skorið niður til samræmis við annað eða er enn mokað miljónatugum í vasa flokkana úr ríkis og sveitarsjóð.
![]() |
Ófriðarbál á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. október 2010
Að blekkja með því að rangtúlka mál
If you tell a big enough lie and tell it frequently enough, it will be believed.
Make the lie big, make it simple, keep saying it, and eventually they will believe it.
It is not truth that matters, but victory.
Adolf Hitler
![]() |
Óánægja vegna skuldavanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. október 2010
Óheilindi grafa gröf
Það er sorglegt að fylgjast með þessum óheilindum stjórnvalda, ýmist í formi sakbendinga Jóhönnu, þöggunar Steingríms eða barnalegu þvaðri Össurar um eitthvað sem hann hefur ekki hugmynd um en vonar bara að sé bráðum satt.
Ef þetta fólk aðeins sæi sóma sinn í að segja satt frá og vera hreinskilið og hreinskipt, þá myndi þessi þjóð vinna með stjórnvöldum og taka þátt í að leysa vandann, en það er þagað eða logið á víxl.
Þetta fólk á að sjá sóma sinn í að segja af sér og boða til kosninga en það hefur enga sómatilfinningu og því verður að hjálpa því út og boða til kosninga sem fyrst.
Manni er ekki skemmt yfir tilvitnunum í orð þessa manns en finnst stundum að ýmsir stjórnmálamenn séu honum sammála.
If you tell a big enough lie and tell it frequently enough, it will be believed.
It is not truth that matters, but victory.
Adolf Hitler
![]() |
Margir voru mjög reiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Bara orðið gott
Lifið heil