Laugardagur, 28. ágúst 2010
Félagslegt húsnæði málað
Ég bíð spenntur eftir fréttum og myndum af þessum þingmönnum mála hin ýmsu hús í framtíðinni og alveg óþarfi að ríkið sé að greiða flug fyrir þá til annara landa.
Það er hægt að fá meira fyrir peningana með því að ráða bara málara á viðkomandi stað í verkið og spara fargjöldin.
Mikið afskaplega liktar þetta mikið af sýndarmennsku þeirra sem eru að selja ímynd til kjósenda.
![]() |
Þingmenn máluðu húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. júlí 2010
Bulluskrúfa
Það er sagt að margir virðist viskumiklir á meðan þeir þegja en Össur ýmist bloggar eða segir upphátt hluti sem koma upp um alla viskuna sem hann lumar á.
Þetta er utanríkisráðherra Íslands og óska ég kjósendum hans til hamingju.
![]() |
Aukinn stuðningur við aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Hreinskilni
Ég virði þennan þingmann fyrir hreinskilnina og heiðarleikann en skammast mín fyrir mína eigin samlanda sem ljúga sig inn á þing.
![]() |
Ekki ganga í ESB! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Frjósi fyrr í helvíti
Fyrir mér er það landráð að standa í þessum viðræðum og svik við þjóðina sem aldrei hefur samþykkt þetta.
Það er verið að þvinga okkur inn í ESB með svikum og undirferli og fyrr frýs í helvíti en ég sætti mig við það þögula valdarán sem hér er verið að framkvæma.
![]() |
Aðildarviðræður sem fyrst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. maí 2010
Skilyrði fyrir innihaldsríku lífi
Níu skilyrði fyrir innihaldsríku lífi
Heilsan sé nægilega góð til að vinnan sé ánægjuleg.
Fjárráðin séu fullnægjandi til að sjá fyrir þörfum þínum.
Styrkur til að sigrast á erfiðleikunum.
Göfuglyndi til að játa yfirsjónir og vinna bug á þeim.
Þolinmæði til að vinna sleitulaust þar til árangri er náð.
Mannkærleikur sem fær þig til að sjá hið góða í öðru fólki.
Elska sem knýr þig til góðra verka öðrum til hagsbóta.
Trú sem gerir Guðs ætlunarverk að raunveruleika.
Von sem fjarlægir allar áhyggjur um framtíðina.
Svo mælti Johann Wolfgang von Goethe 1749-1832
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28. maí 2010
Gott mál en skítalykt flokkshagsmuna loðir við
Ég hélt að menn væru kannski að átta sig á viðhorfs breytingum í samfélaginu.
Hvað sem því líður þá er verkefnið sem súrefni fyrir kafnandi samfélag.
![]() |
30 hjúkrunarrými á Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. maí 2010
Ábyrgð þeirra sem kjósa
Hún kemur nú í ljós, ábyrgðin sem hvílir á kjósendum þeirra flokka sem eru í ríkisstjórn.
Það voru þeir sem veittu Samfylkingu og Vinstri Grænum það brautargengi sem þurfti til að ná völdum, söluræðurnar og hræðsluáróðurinn virkaði hjá þessum flokkum til að komast í stólana kæru sem hafa verið falir til styrkþega.
Meirihluti þjóðarinnar kaus þessa flokka af frjálsum og fúsum vilja og við eigum þetta því skilið, en ég finn til með þeim þúsundum sem þjást og mun svíða undan kosningasvikunum um skjaldborgina.
Nú göngum við til sveitarstjórnakjörs og þeir sem þar ná kjöri þar geta gert það sem margir hafa nú þegar gert hjá sveitarfélögum landsins, þeir geta skuldsett sveitarfélöginn svo mikið að fasteignir verða verðlitlar og ill seljanlegar til framtíðar vegna þess hvað álögur verða miklar, því það eru íbúar sveitarfélaganna sem borga reikningana fyrir rest.
Það er því mikil ábyrgð sem fylgir hverju atkvæði og því rétt að vanda valið eða skila auðu.
Betra er autt sæti en illa skipað.
![]() |
Heimili undir hamarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 28. maí 2010
Tekin með hagsmuni Samfylkingarinnar að leiðarljósi
Mikið sefur maður nú betur þegar það er skýrt tekið fram, að flokkshagsmunir eru ofar öllu innan Samfylkingarinnar eins og hjá öðrum flokkum landsins.
![]() |
Setur þrýsting á aðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. maí 2010
Til hamingju Steinunn með að sýna kjark
Hvar eru hinir hugumstóru karlmenn sem þessu þora, það fer lítið fyrir kjark þeirra karlmanna sem við miljónum tóku en konurnar þora.
Stattu að baki mér skræfa geta þær konurnar nú sagt við Guðlaug Þór og hina kappana sem eru að sanna sig sem kjarklausa hálfgildings karlmenn.
![]() |
Fékk 12,7 milljónir í styrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. maí 2010
Ekki aftur
Fyrst er gefin út handtökuskipun á Sigurð Einarsson fyrir Íslendinga af Interpol, handtökuskipun sem er svo ekki gild annarstaðar en á Íslandi og svo kemur þetta mál sem þarf að höfða erlendis af erlendum lögmönnum vegna lélegrar löggjafar á Íslandi, sem vekur spurningar um hæfi löggjafans í gegn um árin.
Hér verður víst ekki um aðfarahæft mál að ræða.
Á nú enn og aftur að endurtaka klúðrið sem einkenndi málaferlin gegn Baugs feðgum, hvað er að hjá ákæruvaldinu á Íslandi.
![]() |
Dómur sem fellur í Bandaríkjunum ekki aðfararhæfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |