Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Siðleysi og spilling
Fyrir mér er það siðleysi og spilling að ausa hundruðum miljóna úr ríkissjóði og líka úr sveitarsjóðum landsins, á sama tíma og stjórnmálamenn eru kostaðir eins og málaliðar af fyrirtækjum til frama í flokkunum og setu á alþingi.
Svo situr þetta fólk inn á alþingi sem virkar frekar sem hlægileg eftiröpun á breskum herramannsklúbb frá miðöldum en virkur og ábyrgur vinnustaður löggjafa.
Vilji alþingi öðlast virðingu á ný og alþingismenn njóta trausts á ný, verður að taka af öll tvímæli um fjármögnun og hagsmunatengsl.
Öll vinna á alþingi, öll eignar eða ættartengsl sem og öll fjármál þingmanna verða að vera sem opin bók á vefsvæði alþingis, einnig verður að setja dagbókafærslukvöð á alla þingmenn, svo kjósendur geti séð hvað þeir hafa fyrir stafni og hvort þeir eru að vinna vinnuna sína.
Ásýnd þingsins verður að gera nútímalega og breyta til betri vegar, en ekki ríghalda í gamla hlægilega hirðsiði.
Löggjafavaldið verður að aðskilja frá framkvæmdarvaldinu á skýran hátt og krefja framkvæmdavald um faglegan rökstuðning, er það kemur með óskir um lög, lagabreytingar og eða önnur erindi til þingsins.
Laga og regluvaldið á að vera þingsins en ekki framkvæmdavaldsins sem endalaust tekur upp ESB tilmæli og raðar inn í regluverkið án þess að til neinna umræðna hafi komið á alþingi.
Persónukjör þvert á allar flokkslínur í einu landskjördæmi er eina leiðin til að komast út úr spillingunni, og setja verður skýrar reglur og kvöð á RÚV um að allir frambjóðendur fái jafnan tíma, í stað þessarar mismununar sem verið hefur og undirlægjuháttar við flokkanna.
Virðing fyrir þingi er nánast engin orðinn og verður varla á meðan ekki er búið að skipta út þessu fólki sem þar hefur setið jafnvel áratugum saman og stendur orðið fyrir dyrum um endurreisn á trausti þingsins.
Það duga engar málamynda umbætur eða flugeldasýningar lengur til að lappa upp á ímyndina og það væri öllum greiði gerður ef þingheimur gengi út og til nýrra kosninga væri efnt.
![]() |
Bankastyrkir í stjórnmálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Dómarar í eigin málum
Talandi um leikhús fáránleikans.
![]() |
Umræða um skýrsluna hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Háttarlag hina huglausu fúskara
Slíkt gerðu samfól í aðdraganda síðustu kosninga og leiddu kjósendur á villigötur umræðunnar um ESB, til að þurfa ekki að útskýra eigin verk.
Hvar eru efndir kosningarloforðanna sem gefi voru, hvar er persónukjörið og hvar eru efndirnar á öllum hinum loforðunum.
Hversu oft hefur Jóhanna ekki krafið aðra um afsögn vegna misgjörða og talað um ábyrgð, hvar er hennar afsögn í ljósi sögunar.
Þetta fólk sem sífellt hefur ásakað aðra en aldrei axlar ábyrgð sjálft á að segja af sér og efna til kosninga, það á að gefa kjósendum kost á að kjósa sér nýja fulltrúa til að byggja upp opið og heiðarlegt stjórnkerfi, en ekki fela þeim sem hafa eyðilagt stjórnkerfið og spillt því með afskiptasemi flokkshagsmuna fúskarans, að reisa það við.
Það er komin tími á faglega stjórnsýslu sem fer eftir lögum og reglum frá alþingi, en er ekki undir stöðugu einelti pólitískra fúskara í ráðherraembættum.
![]() |
Enginn flokkur stóð jafn dyggilega við útrásina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. apríl 2010
Sér grefur gröf
Það er greinilega ekki vilji þjóðarinnar sem skiptir máli, það er vilji Jóhönnu sem er ofar öllu og greinilegt að hún telur sig hafin yfir þjóðina hvað visku varðar.
Það er stundum sagt að sá sem er komin ofan í holu eigi að hafa vit á því að hætta að grafa en sumum virðist það vit ekki gefið.
Það er löngu tímabært að stöðva umsóknarferlið að ESB og orðið áríðandi að fara að afturkalla sumar þær breytingar sem komið hafa frá ESB, og verið teknar hér upp án umræðna á alþingi eins og gera á.
![]() |
Ingibjörg Sólrún of svartsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. apríl 2010
HUGLAUS KENNIR ÖÐRUM UM
Embættismannakerfið réði ekki við hrunið og stóð nánast aðgerðalaust og lamað hjá, vegna þess að óhæfir skammtíma ráðherra í vinsældaöflun eru endalaust að ráðast á kerfið til að koma sínu flokks fólki að en flæma aðra frá, og sérstaklega þá sem þora að efast um og óska eftir rökstuðning fyrir ákvörðunum ráðherra til að tryggja fagmennsku og forða ríkinu frá óþarfa fjárútgjöldum og eða öðrum miska.
þetta endurtekna háttalag mishæfra ráðherra hefur skilað okkur ákvarðanfælnu embættismannakerfi sem er auðsveipt vilja flokkanna og hrynur er á reynir.
Það er embættismannakerfið sem annast daglegan rekstur samfélagsins og það er ólýðandi að vanhæfir ráðherrar séu endalaust að brjóta það niður með einelti og subbuskap
Samfylkingin hefur lengi stundað það að kenna öllum öðrum um að hætti hinna huglausu og forðast að taka ábyrgð sem heitan eld, það ber enginn virðingu fyrir þeim sem felur eigin sök með háværum sakbendingum.
Upp komast svik um síðir
![]() |
Hver og einn verður að gangast við ábyrgð sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. apríl 2010
Opinberun spillingar og vanhæfis
Hér sér fólk muninn á því að ráða fagmanneskjur til starfa eða sitja uppi með jarðfræðing sem fjármálaráðherra eða dýralæknir, lífeðlisfræðing sem er sérmenntaður í fiskeldi sem utanríkisráðherra og svo framvegis.
Við erum að kjósa á fjögra ára fresti um fólk til setu á alþingi þar sem setja á lög en endum með vanhæfa opinbera starfsmenn í staðinn þegar þetta fólk hefur raðað sér í hin ýmsu embætti, hvernig fór með Icesave samninga þegar pólitískir vanhæfir flokksmenn fóru að hafa vit fyrir faglegri stjórnsýslu og komu heim með óskapnað sem þjóðin þurfti að krefjast þess að fá að fella með aðstoð forsetans.
Það er löngu tímabært að krefjast fagfólks til að stýra ráðuneytunum en kjósa okkur þverskurð af öllum stéttum samfélagsins til að sitja á alþingi og setja samfélaginu lög og reglur en ekki að raða sér eða sínu flokksfólki í embætti hjá opinberum fyrirtækjum og stjórnum fyrirtækja.
Það verður að taka fast á þessari samfléttun löggjafavalds og framkvæmdavalds til að geta komist út úr þeim spillingarvef sem hagsmunaöfl hafa spunnið um nánast allt samfélagið, án þess er engra breytinga að vænta.
![]() |
Flestir ánægðir með störf Rögnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 3. apríl 2010
Guð blessi Ísland
Það er öllum hollt að setja sig í fótspor annarra og reyna að öðlast þannig skilning á þeirra aðstæðum og viðbrögðum á ögurstundu.
Bandaríkjamenn tala oft um að til að öðlast skilning á aðstæðum annarra sé gott að ganga mílu í þeirra skóm.
Ég var að hugsa um þær aðstæður sem Geir Haarde stóð frammi fyrir sem forsætisráðherra, er Mammons væntinga heimurinn hrundi og menn áttuðu sig á að þykjustu peningarnir sem búnir voru til með bókhaldsbrellum voru að gufa upp.
Hann horfðist í augu við að hrunadans færi í hönd og hann sjálfur sem var orðin alvarlega veikur gæti ekki veitt forustu né væri neinn afgerandi leiðtogi innan flokksins til að taka við án þess að flokkurinn sundraðist, og því myndi næsti leiðtogi ekki vera með bein í nefinu heldur brjósk, mjúkur en ekki leiðandi né afgerandi eins og þarf á ögurstundum til að tala fólk upp og sameina til að takast á við vandan.
Ég held að á þeim tímapunkti sem hann ávarpaði þjóðina og sagði þessi fleygu ódauðlegu orð "Guð blessi Ísland" þá hafi hann séð fyrir sér viðtakandi stjórnvöld undir forustuleysi vinstri flokkana sem allt drepa niður og stoppa.
Skoði fólk þær lagasetningar sem búið er að samþykkja að undanförnu kemur skýrlega í ljós að ákveðið hefur verið að fórna almenningi á altari fjarmagnseiganda og ESB ofstækistrúar Samfylkingarinnar sem heldur að þeirra eigið getuleysi til að veita sjálfstæðri þjóð forustu sé ríkjandi og því eina leiðin að skríða sem huglaus hundur í skjól aðalsmanna Evrópu og þiggja þá mola sem munu hrynja af svignandi veisluborðum er náttúruauðæfi Íslands verða á borð borin ásamt niðurbrotnum átthagabundnum kynslóðum skuldaþræla sem eftirrétt.
Eftir að hafa fylgst með "afrekum" ríkistjórnar Jóhönnu og Steingríms tel ég mig núna skilja örvæntinguna sem leiddi til þessara orða.
Guð blessi Ísland.
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Seint um rass gripið
Það er gott að skoða málið vel og gaumgæfilega, svona mánuðum eftir að þúsundir eru fluttar úr landi og hundruð eigna er búið að bjóða upp.
Þetta er svona svipað og taka upp þann sið að kryfja sjúklinga eingöngu en ekki hjálpa fólki fyrir andlátið.
Mikil er stjórnviskan og viðbrögðin á hraða eldingar, eða hvað.
![]() |
Rannsókn á skuldastöðu heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Ragnar Reykás einkennið
Þessi ríkisstjórn virðist ekki geta staðið í lappirnar í neinu.
Fyrst var lagst á bakið fyrir Bretum og Hollendingu, nú virðist eiga að endurtaka leikin gagnvart LÍÚ ofbeldi.
Það á einfaldlega að setja auðlindir landsins sem þjóðareign og binda í stjórnarskrá.
Leifið þjóðinni að kjósa um þetta.
Hver stjórnar hér landinu, ríkið eða LÍÚ.
![]() |
Ætla að hitta forustu SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Hafa skal gát í nærveru sála
Þetta er ein ástæða þess að ég hef gagnrýnt skrímsladeild frétta hamfara manna, fræðimenn og aðrir verða að hafa í huga fólk af erlendum uppruna og gamalmenni þegar þeir í barnslegri gleði sinni fara að fjalla um sitt ævistarf og áhugamál.
Það er ekki öllum gefið að hafa upplifað eldgos og sviptingar í náttúrunni, gætum því hófs í umfjöllun og svo get ég ekki orða bundist varðandi umfjöllun stöðvar tvö sem er þessari annars ágætu fréttastöð til skammar.
![]() |
Hvolsvöllur ekki Pompei norðursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |