Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Að horfa í spegil
Já Jóhanna, það hlýtur að vera sárt að vakna eftir rúmlega 32 ár á þingi og sjá árangurinn á eiginn sofandahátt.
En þú ert náttúrulega saklaus, það voru öll hin sem gerðu þetta.
![]() |
Skattsvikahagkerfi þreifst í skjóli leyndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið
Við höfum nokkur opnað síðu á Facebook og slóðin þangað er hér neðar á síðunni, einnig er hlekkur hér efst til hægri sem ber sama heiti og fyrirsögninn.
Þau ykkar sem hafið fengið nóg af endalausum töfum og siðferðislegum sóðaskap, eruð hvött til að ganga í lið með okkur sem krefjumst þess að málaliðarnir kostaðir af hagsmunasamtökunum segi af sér, enda hafa þeir nánast allir beytt kjósendur blekkingum til að fá þeirra atkvæði, svo hægt sé að þjóna hagsmunum húsbóndans, kallast þetta annars ekki umboðssvik.
Þjóðin verður að komast út úr þessum deilum svo hægt sé að byggja upp aftur.
Smelltu á hlekkin (Axlið ábyrgð og víkið til að skapa frið) efst til hægri eða fylgdu þessari slóð:
http://www.facebook.com/?ref=home#!/group.php?gid=109376305768730
Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Hvar eru göngin
Er ekki löngu komin tími á að gera göng undir Fjarðarheiði og koma Seyðfirðingum í almennilegt vegasamband,og það eru ekki bara þeir sem þurfa að fara heiðina heldur fara þúsundir ferðamanna þessa leið líka eftir siglingu með Norrænu.
Það er löngu tímabært að ljúka rannsóknum og hefjast handa við hönnun svo hægt sé að gera göngu undir Fjarðarheiði í beinu framhaldi af Norðfjarðargöngunum.
Sé þetta ekki á samgönguáætlun þá má einfaldlega breyta henni.
Hér er slóðin á framlagða samgönguáætlun fyrir 2009-2012, og er lesendum bent á að senda samgönguráðherra og þingmönnum beiðni um að koma Seyðisfjarðargöngum inn á áætlun.
http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/0973.pdf
![]() |
Samgönguáætlun lögð fram á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Hvar eru göngin
Er ekki löngu komin tími á að gera göng undir Fjarðarheiði og koma Seyðfirðingum í almennilegt vegasamband,og það eru ekki bara þeir sem þurfa að fara heiðina heldur fara þúsundir ferðamanna þessa leið líka eftir siglingu með Norrænu.
Það er löngu tímabært að ljúka rannsóknum og hefjast handa við hönnun svo hægt sé að gera göngu undir Fjarðarheiði í beinu framhaldi af Norðfjarðargöngunum.
Sé þetta ekki á samgönguáætlun þá má einfaldlega breyta henni.
Hér er slóðin á framlagða samgönguáætlun fyrir 2009-2012, og er lesendum bent á að senda samgönguráðherra og þingmönnum beiðni um að koma Seyðisfjarðargöngum inn á áætlun.
http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/0973.pdf
![]() |
Ferðaraunir á Fjarðarheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 19. apríl 2010
Lofsvert framtak hjá LHG
Þó ég sé persónulega andvígur skilyrtu hjálpastarfi trúboðsfélaga þá finnst mér sá kostur betri en enginn aðstoð og virðingarverður.
Mikið vildi ég óska að fólk færi að hjálpa öðrum af kærleik og án þess að vera í leiðinni að troða upp á þiggjendur sýnum eigin skoðunum eða trú.
![]() |
Fullur gámur af gjöfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. apríl 2010
Fyrirgreiðslu fé til stjórnmálamanna og flokka 2003-8.
Er ég sá eini sem treysti ekki þessum flokk sem hagar sér svona, það er endalaust reynt að komast undan ábyrgð með því að ásaka alla aðra eða draga fyrrverandi formenn upp á palla til að taka á sig sökina.
Það er sem sagt allt gert til að komast hjá því að axla ábyrgð á áratuga löngu dugleysi og þátttöku í þöggun allra gagnrýnisradda, bæði innan flokks sem og utan flokks, og svo ætlar siðblindur flokkurinn að fara yfir eigin sök.
Eitt helsta afrek sumra þingmanna Samfylkingar var að krefja Forsetan okkar um afsögn, er hann stöðvaði Icesave samningin sem sýnir hversu trúverðugt þetta fólk er til að fara með fjármuni okkar.
Haltir munu leiða blinda í myrkvuðu herbergi.
Fyrirgreiðslu fé til stjórnmálamannaog flokka 2003-8.
Ekki er hundruð miljóna af sjálftökuféúr ríkissjóð eða úr sveitasjóð hér meðtalið.
Greiðandi | Kennit | Styrkþegar 2003 til 2008 | Upphæð | |
Landsb |
| Ármann Kristinn Ólafsson | 750.000 | |
Landsb |
| Árni Páll Árnason | 300.000 | |
Landsb |
| Ásta Möller | 750.000 | |
Landsb |
| Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir | 300.000 | |
Landsb |
| Bjarni Harðarson | 200.000 | |
Landsb |
| Björgvin Guðni Sigurðsson | 1.000.000 | |
Landsb |
| Björk Guðjónsdóttir | 50.000 | |
Landsb |
| Björn Ingi Hrafnsson | 750.000 | |
Kaupþi |
| Björn Ingi Hrafnsson | 2.000.000 | |
Landsb |
| Dagur B. Eggertsson | 500.000 | |
Kaupþi |
| Félag stuðningsmanna KM [Kristján Möller] | 1.000.000 | |
Landsb |
| Félag stuðningsmanna KM [Kristján Möller] | 1.500.000 | |
Landsb |
| Guðbjartur Hannesson | 1.000.000 | |
Kaupþing |
| Guðfinna S. Bjarnadóttir | 2.000.000 | |
Landsb |
| Guðfinna S. Bjarnadóttir | 1.000.000 | |
Landsb |
| Guðlaugur [Þór Þórðarson] á Alþingi, félag | 1.500.000 | |
Kaupþing |
| Guðlaugur [Þ. Þórðarson] á Alþingi, félag | 1.000.000 | |
Landsb |
| HBK [Hanna Birna Kristjánsdóttir], félag | 500.000 | |
Kaupþing |
| Ingibjörg Sólrún Gísladóttir | 700.000 | |
Kaupþing |
| Sólrún 2005 [sama heimilisfang og ISG] | 450.000 | |
Landsb |
| Jóhanna Sigurðardóttir | 200.000 | |
Landsb |
| Júlíus Vífill Ingvarsson | 450.000 | |
Landsb |
| Katrín Júlíusdóttir | 200.000 | |
Landsb |
| Kristrún Heimisdóttir | 1.000.000 | |
Landsb |
| Marta Guðjónsdóttir | 150.000 | |
Landsb |
| Melasól, félag [Sigurður Kári Kristjánsson] | 750.000 | |
Landsb |
| Sigurrós Þorgrímsdóttir | 250.000 | |
Landsb |
| Stefán Jón Hafstein | 500.000 | |
Landsb |
| Steinunn Valdís Óskarsdóttir | 3.500.000 | |
Landsb |
| Stuðningsm.fél Helga Hjörvar | 400.000 | |
Landsb |
| Stuðningsm.félag Björns Bjarnasonar | 1.500.000 | |
Landsb |
| Stuðningsmannafélag Guðna Ágústssonar | 500.000 | |
Landsb |
| Stuðningsmannafélag REÁ [Ragnheiður Elín Árnadóttir] | 300.000 | |
Landsb |
| Stuðningsmenn Kjartans Magnússonar | 500.000 | |
Landsb |
| Valgerður Bjarnadóttir | 200.000 | |
Kaupþing |
| ÞGK [Þorgerður K Gunnarsdóttir] stuðningsfélag | 1.500.000 | |
Landsb |
| ÞKG [Þorgerður K Gunnarsdóttir], stuðningsfélag | 1.500.000 | |
Landsb |
| Össur Skarphéðinsson | 1.500.000 | |
32.150.000 | ||||
Landsb |
| Félag ungra framsóknarm. Seltjn. | 1.000.000 | |
Kaupþing |
| Framsóknarflokkurinn | 9.000.000 | |
Landsb |
| Framsóknarflokkurinn | 3.250.000 | |
Glitni | 560169-3619 | Framsókn í Reykjavík | 300.000 | |
Glitni | 560169-7449 | Framsóknarflokkurinn | 3.000.000 | |
Glitni | 560580-0379 | Framsóknarfélag Vestmannaeyja | 12.000 | |
Glitni | 590583-0149 | Framsóknarfélag Akraness | 40.000 | |
Glitni | 590979-0239 | Framsóknarfélag Hafnarfjarðar | 60.000 | |
Glitni | 630589-2319 | Framsóknarfélag Mosfellsbæjar | 34.000 | |
Landsb |
| Fulltrúaráð Framsóknarf. Rvk. | 600.000 | |
Kaupþing |
| Kjördæmisráð framsóknm N-Austkj | 498.000 | |
Glitni | 691101-2740 | Kjördæmisráð framsóknarmanna N-Austurkjördæmi | 64.900 | |
Glitni | 450190-1799 | Fulltrúaráð Framsóknarflokksins, Keflavík | 42.820 | |
17.901.720 | ||||
Kaupþing |
| Frjálslyndi flokkurinn | 500.000 | |
Landsb |
| Frjálslyndi flokkurinn | 800.000 | |
Glitni | 480998-2359 | Frjálslyndi flokkurinn | 1.012.000 | |
2.312.000 | ||||
Kaupþing |
| Íslandshreyfingin | 600.000 | |
Landsb |
| Íslandshreyfingin | 600.000 | |
1.200.000 | ||||
Kaupþing |
| Sameiginl framb/Samf/Frams/ | 500.000 | |
Kaupþing |
| Samfylkingin | 5.300.000 | |
Landsb |
| Samfylkingin | 5.300.000 | |
Glitni | 690199-2899 | Samfylkingin | 4.100.000 | |
Kaupþing |
| Samfylkingin á Akureyri | 2.000.000 | |
Glitni | 510102-2660 | Samfylkingin á Akureyri | 95.000 | |
Landsb |
| Samfylkingin á Akureyri | 590.000 | |
Glitni | 520298-2589 | Samfylkingarfélagið á Akranesi | 5.000 | |
Glitni | 600298-2089 | Félag Samfylkingarinnar í Garðabæ | 105.000 | |
Landsb |
| Samfylkingin í Hafnarfirði | 307.500 | |
Kaupþing |
| Samfylkingin í Hafnarfirði | 1.000.000 | |
Glitni | 430501-2590 | Samfylkingin í Hafnarfirði | 43.533 | |
Glitni | 660298-2159 | Samfylkingin í Kópavogi | 38.000 | |
Glitni | 431297-2649 | Samfylkingin í Reykjanesbæ | 135.000 | |
Glitni | 630399-2629 | Samfylkingin á Suðurlandi | 10.000 | |
Glitni | 531201-4850 | Samfylkingin í Norðausturkjördæmi | 100.000 | |
Glitni | 480501-2680 | Samfylkingin í Árborg og nágrenni | 10.000 | |
Landsb |
| Fulltrúaráð Samfylkingar í Rvk. | 4.300.000 | |
Kaupþing |
| Fulltrúaráð Samfylkingar í RVK | 8.800.000 | |
Glitni | 500502-2660 | Fulltrúaráð Samfylkingar í Reykjavík | 2.300.000 | |
Kaupþing |
| Kjördæmisráð Samfylkingarinnar N-Austurkj. | 4.000.000 | |
Landsb |
| Kjördæmisráð Samfylk. N-Austkj. | 1.000.000 | |
39.539.033 | ||||
Kaupþing |
| Reykjavíkurlistinn | 2.000.000 | |
Glitni | 630294-2079 | Reykjavíkurlistinn | 500.000 | |
2.500.000 | ||||
Kaupþing |
| Sjálfstæðisfélag Garðabæjar, Garðar útgáfufélag | 360.000 | |
Kaupþing |
| Sjálfstæðisflokkurinn | 600.000 | |
Landsb |
| Sjálfstæðisflokkurinn | 600.000 | |
Landsb |
| Heimir, sjálfstæðisfélag | 400.000 | |
Landsb |
| Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar | 160.000 | |
Landsb |
| Sjálfstæðisfélag Seltirninga | 250.000 | |
Glitni | 411184-1299 | Sjálfstæðisfélag Seltirninga | 200.000 | |
Glitni | 510398-2039 | Sjálfstæðisfélögin Siglufirði | 70.000 | |
Glitni | 420586-1169 | Sjálfstæðisfélag Mosfellinga | 5.000 | |
Glitni | 520169-0329 | Eyverjar, F-U- sjálfstæðismanna, Vestmannaeyjum | 277.800 | |
Glitni | 520696-3189 | Sjálfstæðiskvennafélag Ísafjarðar | 250.000 | |
Glitni | 550269-6279 | Samband ungra sjálfstæðismanna | 500.000 | |
Glitni | 561276-0219 | Huginn, félag ungra sjálfstæðismanna, Garðabæ | 40.000 | |
Glitni | 570269-0549 | Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar | 105.000 | |
Glitni | 570269-1439 | Sjálfstæðisflokkurinn | 5.400.000 | |
Glitni | 580190-2519 | Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna Akureyri | 75.000 | |
Glitni | 581185-0149 | Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna Akranesi | 305.245 | |
Kaupþing |
| Fulltrúaráð Sjálfstfél Akranesi | 400.000 | |
Glitni | 580991-2039 | Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna Ísafirði | 115.000 | |
Glitni | 650989-1049 | Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna Reykjanesbæ | 10.000 | |
Glitni | 670601-2850 | Sjálfstæðisfélag Hveragerðis | 56.993 | |
Glitni | 600788-2139 | Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja | 30.000 | |
Glitni | 611175-1089 | Sjálfstæðisfélag Garðabæjar | 900.300 | |
Glitni | 690169-5689 | Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks, Reykjavík | 150.000 | |
Landsb |
| Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks | 110.000 | |
Kaupþing |
| Landssamband sjálfstæðiskvenna | 200.000 | |
Kaupþing |
| Samband ungra sjálfstæðismanna (Stefnir) | 8.000.000 | |
Landsb |
| Samband ungra sjálfstæðismanna | 33.750.000 | |
Glitni | 690169-7119 | Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks, Akureyri | 20.000 | |
Glitni | 700490-1149 | Njarðvíkingur, sjálfstæðisfélag | 20.000 | |
53.360.338 | ||||
Glitni | 480102-3710 | Vinstrihreyfingin - grænt framboð, Akranesi | 20.000 | |
Kaupþing |
| Vinstrihreyfingin - grænt framboð | 1.700.000 | |
Kaupþing |
| Vinstrihreyfingin - grænt framboð, Reykjavík | 1.000.000 | |
Landsb |
| Vinstrihreyfingin - grænt fram. Rvk. | 1.000.000 | |
Landsb |
| Vinstrihreyfingin - grænt framboð | 550.000 | |
Glitni | 531201-5580 | Vinstrihreyfingin - grænt framboð Norðvesturkjördæmi | 20.000 | |
Glitni | 540302-3590 | Vinstrihreyfingin - grænt framboð á Suðurnesjum | 25.000 | |
Glitni | 560102-4290 | Vinstrihreyfingin - grænt framboð, Hafnarfirði | 10.000 | |
4.325.000 | ||||
Glitni | 500402-3420 | Álftaneshreyfingin | 45.000 | |
Glitni | 440398-2869 | Vestmannaeyjalistinn | 90.000 | |
Glitni | 640398-2809 | Bæjarmálafélag H-lista, Vogum | 35.000 | |
Kaupþing |
| Frjálshyggjufélagið | 150.000 | |
Glitni | 650406-0950 | Framboðsfélag E-listans, Vogum | 25.000 | |
Glitni | 670306-0970 | Bæjarlistinn, Garðabæ | 50.000 | |
Glitni | 670396-2319 | Kosningabandalagið Mánagötu 6, Ísafirði | 25.000 | |
Glitni | 680498-2029 | Mosfellingur, bæjarmálafélag | 20.000 | |
440.000 | ||||
Ekki var hægt að vinna úr gögnunum lista yfir einstaka stjórnmálamenn sem fengu styrki frá Glitni. | ||||
![]() |
Samfylkingin skipar umbótanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 17. apríl 2010
Styðjum ABC til góðra verka
Það er betra að koma þessum skipum í verkefni sem skapa tekjur en hafa þau endalaust bundin við bryggjur eða liggjandi inn á fjörðum til að spara olíu.
Það er þá kannski von til að við getum átta þennan búnað og haldið í lagi.
Styðjum ABC barnahjálp til góðra verka og sendum með skipinu það sem ABC er að óska eftir, frekari upplýsingar má fá á heimasíðu ABC.
Okkur finnst sumum ástandið hér heima vera slæmt en það er miklu verra víða annarstaðar og við eru vel aflögufær af veraldlegu dóti sem safnað hefur verið í geymslur og bílskúra, engum til gagns.
Að gefa hluti er gott og að gefa af sjálfum sér er betra, en gjöfin sem þú gefur án þess að vita að þú gafst gjöf, er besta gjöfin.
![]() |
Varðskip flytur dót fyrir skóla ABC |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. apríl 2010
Axlaðu ábyrgð kona
Segðu af þér og taktu með þér þína fyrirtækja kostuðu þingmenn svo þjóðin komist út úr þessu og geti haldið áfram veginn.
Sýnið að þið setjið þjóðarhag ofar eigin hag og flokkshag, við höfum öll heyrt ræðurnar og gömlu frasana sem þið hafið notað í þá áratugi sem þú hefur setið á þingi.
Þið sem hafið setið og viðhaldið siðlausu og spilltu fyrirkomulagi eruð ekki fólkið sem er hæfast til að koma inn með ný viðhorf og taka til.
Axlaðu ábyrgð kona og farðu úr stólnum.
![]() |
Létum þetta líðast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Ákall frá ABC barnahjálp
Hér er ákall frá ABC barnahjálp til okkar allra í þessu ríka landi.
Subject: ÁRÍÐANDI TILKYNNING ! Á einhver dót fyrir ABC skólann í Senegal?
Kæru stuðningaðilar ABC barnahjálpar
Næstkomandi þriðjudag 20. apríl leggur Landhelgisgæslan af stað með varðskip til Senegal. Þau hafa verið svo vinsamleg að bjóða ABC að senda dót fyrir skólann okkar í Dakar með skipinu.
Við höfum fengið lista yfir það sem skólinn þarfnast mest og þar sem við höfum mjög knappan tíma til að safna þessu langar okkur að vita hvort þið eigið eitthvað vel með farið í geymslum sem þið mynduð vilja gefa.
Það sem væri frábært að fá er eftirfarandi:
Skóladót eins og stílabækur, pappír, trélitir, pennar, blýantar.
Leikföng aðallega fyrir 3ja -7 ára börn en líka fyrir eldri börn.
Fótboltar, körfuboltar, blakboltar.
Ýmiskonar borðspil; skákborð, UNO ofl.
Fatnaður aðallega fyrir 15-17 ára drengi en líka fyrir yngri börn.
Íþróttaföt fyrir börn og unglinga.
Notað borðtennisborð og billjard borð fyrir götudrengina.
Bókahillur, skólaborð og stólar.
Stór prentari til að prenta skólagögn.
Eldhúsdót, frystir, ísskápur, bakaraofn, borð, stólar.
Reiðhjól fyrir börn og unglinga.
Vinsamlegast sendið þetta áfram á þá sem þið þekkið og sérstaklega ef þið þekkið heildsölur og verslanir sem gætu átt eitthvað sem þeir vilja gefa á lager.
Vinsamlegast hafið samband við Margréti í síma 4140992 eða með því að svara þessu maili. Við munum taka á móti dótinu næstkomandi föstudag 16. apríl frá kl 13:00-18:00
í Nytjamarkaðnum Skútuvogi 11.
Kærar þakkir fyrir
ABC Barnahjálp /ABC Children's Aid
Síðumúli 29
108 Reykjavik
sími/tel: 414 0990 - beint/direct: 414 0992
fax: 414 0999
margret@abc.is
Þriðjudagur, 13. apríl 2010
Ábyrgð sveitarstjórnarmanna og kvenna
Hvað segja lög um ábyrgð sveitarstjórnamanna og kvenna sem sett hafa heilu sveitarfélöginn á hausinn eins og Álftanes er nýlegt dæmi um.
Hver er lagaleg ábyrgðin og hver sækir þetta fólk til saka eða ákærir, hver er refsingin fyrir að sólunda næstu áratugum íbúana sem oftast enda sem fangar í ill seljanlegum fasteignum sýnum ef sveitarsjóður er keyrður á kaf í skuldir eða þrot.
Ber þetta fólk hina pólitísku ábyrgð eingöngu eða eru þyngri refsingar við afglöpum kjörinna fulltrúa, við vitum öll að þessi pólitíska ábyrgð er prump úr ræðustól á tyllidögum og ekki annað en sýndar bull.
Kjósendur ættu að hugsa sinn gang vel fyrir komandi kosningar og ekki að kjósa út frá kunningsskap, ættartengslum eða eftir hefð.
Spyrjið um skuldarstöðuna og skuldbindingarnar sem geta sett ykkur í fangelsi ykkar eigin óseljanlegu eigna og bindur líka framtíð ykkar sem útsvarsþræla.
Krefjið frambjóðendur um skýr svör og látið ekki ábyrgðalaust fólk ráðstafa framtíð ykkar og afkomenda, stundum sjálfu sér til hagsbóta en á sama tíma í hugsanaleysi að binda ykkur í átthagafjötra um ókominn ár.
Lærum af biturri reynslu annarra og veljum hæfasta fólkið til starfa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.4.2010 kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)