Gott framtak og þarft

Það hafa farið í gegnum tíðina ýmsir lagalegir bastarðar hjá alþingi og stofnun lagaskrifstofu alþingis til að yfirfara og gæðameta frumvörp til laga er löngu tímabært.

Lög frá alþingi setja samfélaginu skorður og móta það til framtíðar, því er mikilvægt að virkt og raunverulegt gæðaeftirlit sé til staðar.

Við verðum að tryggja fagleg og vönduð vinnubrögð á alþingi, þar sem þverskurður af þjóðinni á að sitja og setja saman lagaramma sem tryggir sanngirni og sátt í samfélaginu, við eigum ekki að raða eingöngu á alþingi einstaka starfsstéttum heldur velja einstaklinga sem spegla samfélagið utan veggja þingsala og hafa flest allt litróf skoðana inn á þingi til að samfélagssátt sé tryggð.

Þá verður að taka á aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafavalds og hafa það alveg skýrt, að það er löggjafavaldið sem er æðst og framkvæmavaldsins er að fylgja reglum sem þaðan koma.

Fagmennsku verður að viðhafa hjá framkvæmdarvaldi og þann ósið að raða stjórnmálamönum í störf framkvæmdavalds verður að leggja af, enda eru þessir frambjóðendur kosnir á þing en ekki ráðnir sem starfsmenn í gatnagerð eða önnur slík störf.


mbl.is Vilja sigta gölluðu lögin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndar ráðherra eða ráðafrú

Það er greinilegur munur á því að ráða fagmanneskju til starfa sem ráðherra eða sitja uppi með flokksgæðinga sem eru settir sem ráðherrar vegna pólitískra hrossakaupa og eru jafnvel með nánast enga sérþekkingu á viðkomandi sviði.

Það á að aðskilja löggjafavald og framkvæmavald miklu betur og ég sé ekki hversvegna frambjóðendur til alþingis eigi að raðast í ráðherraembætti og önnur störf sem eiga að vera nánast alfarið hjá framkvæmdarvaldi.

Alþingi á að vera þverskurður þjóðarinnar og að sinna lagagerð en ráðherrar ættu að vera fagfólk sem situr fyrir svörum á alþingi ef þing boðar ráðherra þangað, annars á þetta fólk að sinna rekstri samfélagsins í samræmi við þær reglur sem alþingi þeim setur til að fara eftir.

Ragna Árnadóttir er greinilega með rökhugsunina í lagi og sinnir sýnu starfi en er ekki í endalausri hagsmunagæslu fyrir flokkinn.

Hún er að gera líklega meira á hverjum mánuði en Fyrri dómsmálaráðherra gerði á ári hverju og kann að forgangsraða verkefnum í stað þess að einbeita sér að hermannaleik.

Dómsmálaráðherra á hrós skilið þrátt fyrir að hafa lent í þessum félagsskap.


mbl.is Aðskilnaður lögreglu og sýslumanna fyrsta verk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattsvik eru þjófnaður úr okkar vasa

Það er alveg skýrt að skattsvik eru ekkert nema þjófnaður úr okkar vasa, svört atvinnustarfsemi og undanskot tekna er eitthvað sem við eigum ekki að líða, því að þeir sem þetta stunda eru að stela frá okkur sjálfum.

Sættum við okkur við að gráðugir þjófar komist undan því að greiða sinn hlut í rekstrarkostnaði samfélagsins og velti endalaust á okkur hin að greiða kostnað vegna menntunar barna þeirra eða vegna þjónustu heilbrigðiskerfis sem þjófarnir njóta á okkar kostnað auk annarrar aðstöðu og þjónustu í okkar boði.

Skattsvikarar eru ekkert nema sníkjudýr sem lifa á öðrum í samfélaginu eins og blóðsugur, það á að taka hart á undanskotum þjófa og hiklaust að kæra slíka starfssemi því þjófarnir grafa undan rekstri þeirra sem heiðarlega starfa.

Vilji fólk raunverulega siðbót í samfélaginu er ráð að byrja í eigin garði og reita upp arfann í samfélaginu.


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjur framtíðar

Það þarf að efla smáiðnað til muna og nýta allt það sem til er svo atvinna aukist og tekjur myndist, hér er slóð á eina tillögu til uppbyggingar: http://skuggathing.is/priorities/249-stofnun-smaidnadarvina
mbl.is Frumkvöðlar kynntu starfsemi sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í góðri trú

Sennilega eru flest öll mestu grimmdarverk mannkynssögunar gerð af fólki sem var að framkvæma í góðri trú og oftast samkvæmt ákvörðunum annarra.
Kaþólska kirkjan og hennar fylgjendur hafa farið með geðsjúkt fólk sem skepnur í aldanna rás og gert það í þeirri trú að andskotin og hans árar væru sestir í fólk, þar af leiðandi yrði að frelsa sáluna á kostnað líkamans með öllum ráðum.
Ef andskotin er til annarstaðar en í hugum fólks þá er hann líklega leiðtogi trúarhreyfingar sem veldur einföldum sálum ómælanlegar þjáningar.
Í góðri trú er hægt að fá jafnvel besta fólk til að fremja ógæfuverk.
Ég hætti við að telja upp hér ógæfuverk sem eru og hafa verið unnin í nafni trúar því listin yrði of langur og viðurstyggilegur.
Ég vill ekki grafa upp og horfast í augu við gjörðir þessa fólks en geri ráð fyrir að hver og einn hljóti örlög við hæfi, svo uppsker sem sáir.
mbl.is Segir djöfulinn hafa hreiðrað um sig í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þétta raðirnar

Steingrímur og Jóhanna hafa talað um að þétta raðirnar, er verið að tala um að ráðast á einstaklinga til að þagga niður í þeim og vinna svo bakvið luktar dyr.

Það hefur verið lengi siður á Íslandi að ráðast á einstaklinga í stað þess að taka á málefnum og þegar lömbin þagna hefur það verið verið talið merki um almenna ánægju í samfélaginu, þessi gamla óttastjórnun hefur virkað í áratugi en það eru breyttir tímar í stjórnun og lykillinn að árangri er samráðsstjórnun en ekki afturhvarf til stjórnunarstíls Stalíns.

Verkefni Jóhönnu og Steingríms er gríðarlega erfitt og krefjandi en þau buðu sig fram til starfans sjálfviljug og lofuðu um efni fram, þeim er því engin vorkunn.

Frambjóðendur til Alþingis bjóða sig fram til starfa sem þátttakendur í mótun laga og eiga að starfa á Alþingi við mótun lagaumhverfis þjóðarinnar, en þeir eru varla komnir inn á Alþingi þegar þeir hafa raðað sér í störf framkvæmdavaldsins og eru farnir að taka fram fyrir hendur eða sinna daglegum störfum embættismanna framkvæmdavaldsins, og farnir að þagga niður í samflokksfólki eða nota það sem peð til að samþykkja vilja framkvæmdavalds.

Fyrir mér eru 3 lykilatriði sem þarf að framkvæma sem fyrst:

Það verður að aðskilja löggjafann og framkvæmdavaldið betur.

Það verður að ráða ráðherra sem starfsmenn samkvæmt hæfnismati, en ekki setja bara einhvern sem ráðherra vegna pólitískrar rétthugsunar viðkomandi.

Það þarf að keyra í gegn persónukjör til að losna undan flokksvaldinu sem hefur nánast breyst í hagsmuna mafíur.


mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Parísarklúbburinn

Hér er nokkuð góð útskýring á þeim klúbb:

http://indiafarinn.blogspot.com/2009/07/parisarklubburinn.html


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlindir hafsins í þjóðareign

Samtökin þjóðareign hafa opnað heimasíðu þar sem fólk getur lesið um markmið samtakanna og skráð sig. Eitt af baráttumálum samtakanna er að safna undirskriftum þeirra sem eru fylgjandi því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám kvótakerfisins.

Slóðin er: http://thjodareign.is/


Ekki heil hugsun

Hvar stendur þessi þjóð ef allir fara að fordæmi ráðamanna og hætta að mæta á kjörstað.
Er þetta ekki umhugsunarefni.
mbl.is Hvað á Steingrímur við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættu að skammast sín bæði tvö

Þetta eru forustumenn flokka og forusta ríkisstjórnar Ísland, hvorugur aðilinn virðir lýðræðið og kosningaréttin meira en svo, að þau telji tíma sýnum til þátttöku vel varið.
Þau geta kosið á móti eða skilað auðu en að taka ekki þátt er þeim til skammar.
Það liggur þá endanlega fyrir hvað þeim finnst um skoðanir annarra og yfirlætið er eftirtektavert.
mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband