Mánudagur, 8. mars 2010
Auðlindir hafsins í þjóðareign
Samtökin þjóðareign hafa opnað heimasíðu þar sem fólk getur lesið um markmið samtakanna og skráð sig. Eitt af baráttumálum samtakanna er að safna undirskriftum þeirra sem eru fylgjandi því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám kvótakerfisins.
Slóðin er: http://thjodareign.is/
Föstudagur, 5. mars 2010
Ekki heil hugsun
Er þetta ekki umhugsunarefni.
![]() |
Hvað á Steingrímur við? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. mars 2010
Ættu að skammast sín bæði tvö
Þau geta kosið á móti eða skilað auðu en að taka ekki þátt er þeim til skammar.
Það liggur þá endanlega fyrir hvað þeim finnst um skoðanir annarra og yfirlætið er eftirtektavert.
![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. mars 2010
Virðir ekki lýðræði
Jóhönnu er velkomið að kjósa nei eða skila auðu en það er ótrúlegt að hún og margir hennar fylgismenn ætli ekki að mæta á kjörstað og segja með því að lýðræði sé tímasóun.
Er hún ekki að þakka kjósendum stuðninginn og sýna hug sinn til þeirra vilja.
![]() |
Jóhanna ætlar ekki á kjörstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 26. febrúar 2010
Þýfi eða hvað
Var þetta fé sem Pálmi átti og hafði heimild til að ráðstafa eða var þetta lánsfé og eða eigið fé fyrirtækis í eigu margra aðila.
Sé verið að gefa í skyn að Pálmi hafi verið að stela og Jón Ásgeir að taka við þýfi er mikilvægt að fréttir um slíkt séu rökstuddar með gögnum.
Hafi þessir menn verið að stela annarra manna fé og beita blekkingum, nýta sér glufur í lögum og reglum er mikilvægt að fara yfir regluverkið og bæta það.
Það virðist vera lögmál að engin manneskja er heiðarlegri en hann eða hún kemst upp með
![]() |
Fons afskrifaði milljarðslán tveimur árum fyrir gjalddaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
MBL fær hrós fyrir þessa vinnu
Fyrir það á MBL og blaðamaðurinn hrós skilið.
![]() |
Enn fjölgar gjaldþrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Pólitísk rétthugsun
Það er greinilegt að pólitísk rétthugsun verður lykillin og nú verður spariféð okkar notað af fólki sem ekkert eigið fé á í þessum sjóðum til að skipta um stjórnendur í yfirteknum fyrirtækjum.
Eflaust verður gætt að því að rétt kynfæri séu á þeim sem til stjórnunar verða skipaðir og að pólitísk rétthugsun ríki.
Fólk fordæmdi aðskilnaðarstefnu Suður Afríku vegna litarháttar en blessar Íslenska aðskilnaðarstefnu vegna kynfæra.
Það á að ráða hæfustu einstaklingana til starfa á grundvelli þekkingar og reynslu en ekki endurtaka mistök fyrri áratuga, þegar reynslulausir en hámenntaðir háskólastrákar tóku við bankakerfinu og keyrðu í þrot.
Ef þessi frétt er rétt, er mikil vá fyrir dyrum og yfirlýsingar stjórnarformansins sem fer með annarra manna fé um að flokka fólk eftir pólitískri rétthugsun en ekki lögum og viðskiptalegum rökum valda hroll.
![]() |
Framtakssjóður Íslands fjárfestir til að hafa áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Feigðarför
Þetta er upphafi á feigðarför Íslensks samfélags inn í hægfara niðurdrepandi regluverk hins deyjandi Evrópska samfélags, þar sem búið er að drepa mest allt frumkvæði og banna sjálfsbjargarviðleitni.
Sé það virkilega draumur svokallaðra forustumanna í samfélaginu að hér verði andlaust samfélag ófrjálsra færibandaþræla, er illa komið.
Þetta er sorgardagur.
![]() |
Mælir með aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Ömurlegur orðspor stjórnmálamanna
Það hlýtur að vera ömurlegasti orðstír sem hugsast getur fyrir fólk sem kennir sig við félagshyggju og gasprar um lýðræði á tyllidögum, að hafa gert og vera enn að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir lýðræði og tjáningarfrelsi kjósenda.
Flestir stjórnmálamenn hamast við að reisa byggingar og önnur mannvirki svona eins og minnismerki um þá sjálfa og þeirra tíð, aðrir reyna að komast á spjöld sögunar með tímamótamálum eins og Icesave málum og umsóknaraðild að ESB.
Því er sorglegt að sjá hvað Jóhanna og Steingrímur eru þröngsýn og lokuð inn í eigin heim fortíðarverka.
Kannski skiljanlegt ef fortíðin er skoðuð.

![]() |
Íslendingar hafa náð frumkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Nornaveiðar
Hvar eru sannanirnar gott fólk, ekki bara fullyrðingar og upphrópanir.
Komið með staðreyndir og kærið ef sannanir finnast um sekt, látið ekki nota ykkur eins og stjórnlausan lýð sem leitar að einhverjum til að hengja til að fá útrás á reiði sinni, hvort sem viðkomandi er sekur eða saklaus.
Það er til fólk sem notar aðra til illra verka, fallið ekki í þá gryfju.
http://valli57.blog.is/blog/valli57/#entry-1022168
![]() |
Segir viðmót viðskiptavina Haga annað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |