Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Örvænting hins vonda málstaðar
![]() |
Stendur fyrir sínum skrifum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Til hamingju með það
![]() |
Útboð vegna Búðarhálsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Svínarí með Lífeyrissjóðina
Nú er verið að leggja af stað með Lífeyrissjóðina sem skotasilfur og kaupa rétt fyrirtæki af réttum eigendum á réttu verði til að afhenda réttum aðilum aftur seinna, það verða örugglega réttir aðilar með réttar skoðanir settir í stjórnir fyrirtækjanna og hæfi stjórnenda verður ekki fyrirstaða.
Annaðhvort verða launþegar að fara að mæta á fundi og gera breytingar eða stofna bara ný stéttarfélög og gefa þeim gömlu bara fingurinn.
![]() |
Hagar vafalítið skoðaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. febrúar 2010
Réttar eða geðþóttaríki
Það er sama hvort til landsins kemur engill eða andskoti við getum ekki leift okkur að mismuna þeim nema að hafa í höndunum skýra lagatúlkun og fyrirmæli frá löggjafanum en það vald er hjá alþingi en ekki hjá starfsmönnum lögregluembætta.
Manni bregður við þegar lesin er skýring lögregluyfirvalda á brottvísun vítisengils því engin tilvitnun í lög er til staðar bara tilfinningarök.
Það verður að setja skýrar heimildir í lög varðandi brottvísun ef þau vantar, það er hjákátlegt að krefja þess að Bretar og Holendingar fari að lögum í Icesave deilunni ef við erum sjálf með allt niður um okkur er kemur að virðingu fyrir lögum og látum tilfinningaleg dagsform ráða túlkun okkar.
Ég er mjög hlynntur því að öllum glæpalíð sé haldið frá landinu og sem flestum vísað úr landi samhliða ævilöngu komu banni, en það gengur ekki að yfirvöld geti ekki lagt fram skýrar lagaheimildir fyrir öllum aðgerðum og athöfnum.
Er það virkilega svo að alþingi sé að verða sér enn og aftur til skammar með sofandahætti eins og í undanfara hrunsins, er það framkvæmdavaldið sem stjórnar orðið og túlkar vegna ráða og getuleysis löggjafavaldsins.
![]() |
Tengist inngöngu MC Iceland í samtök Vítisengla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. febrúar 2010
Franski spítalinn í Fáskrúðsfirði verði endurbyggður, ofl
Við viljum að franski spítalinn í Fáskrúðsfirði verði endurbyggður!
Hópur sem ber þetta nafn hefur verið stofnaður á Facebook.
Arkitektinn M. Bald teiknaði húsið og viðurinn í það kom tilsniðinn frá Noregi 1903, endurbygging hússins og jafnvel flutningurinn á Fáskrúðsfjörð er dæmi um verkefni sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að fjármagna í samvinnu við til dæmis verkmenntaskólann á Norðfirði,Fjarðabyggð ofl.
Það er varla hægt að fá betra verkefni til að nota sem námsefni í til dæmis endurbyggingu gamalla húsa, minjavörslu, ofl.
Sveitarfélagið á staðnum getur aðstoðað við gerð umsókna um stuðning vinnumálastofnunar vegna launa, við útvegun kennara og eða annarra aðila sem geta útskrifað þátttakendur í námskeiðslok, styrki mætti sækja um hjá til dæmis samfélagssjóð Alcoa, BYKO,Húsasmiðjunni, Ferðamálaráði, Byggðastofnun, aðilum í Frakklandi og þannig mætti telja áfram upp möguleika.
Það gerist nánast ekkert að sjálfu sér svo drífa verður í að koma saman undirbúningsnefnd sem getur skipað eða ráðið verkefnisstjóra til að koma verkefninu af stað sem allra fyrst.
Það er verðugt verkefni að stofna samtök um uppbyggingu þeirra menningaverðmæta sem eru að grotna niður um allt land vegna hirðuleysis af ýmsum ástæðum, hið opinbera er í eðli sínu bæði dug og framtakslaust en eyðir óhemju tíma í að viðhalda sjálfu sér eins og rekstur fjölmargra opinberra stofnanna er dæmi um.
Opinberir starfsmenn vilja halda sínum störfum sem er ósköp eðlilegt en fá nánast aldrei fjárveitingar til að framkvæma neitt nema einhver þingmaðurinn sýni verkefnum skilning og ýti þeim inn í fjárlagagerðina til samþykkta.
Nú á tímum atvinnuleysis er grátlegt að horfa upp á blómstrandi dug og framtaksleysið sem einkennir handónýtt stjórnkerfið, þar sem búið er að safna oft á tíðum inn í yfirmannastöður ákvarðana fælnum einstaklingum sem óttast þá ábyrgð sem fylgir sjálfstæðum ákvörðunum og hafa mótað kerfi sem byggist á að vera, en ekkert að gera án beinna fyrirmæla, svona ESB dugleysis fyrirkomulag.
Það þekki ég af reynslu að fjölmargt er hægt að gera án þess að kosta miklu til í atvinnumálum, á atvinnuleysisskrá eru þúsundir fólks sem fær greiðslur mánaðarlega og það er því miljarða sóun að leifa þessu fólki ekki að leggja fram starfskrafta sína með vinnu við uppbyggjandi verkefni sem jafnframt geta verið sem menntunar auki fyrir þátttakendur og verið öllum verðmæta auki til framtíðar.
Að bíða eftir frumkvæði frá þeim sem kosnir voru á þing og liggja nú í skotgröfum hins pólitíska argaþras og sjálfshygli er tímasóun, ég hvet því alla til að taka þátt og eða það sem betra er að stíga fram og kalla til allra hinna svo góð verk fái brautargengi sem fyrst.
Gerum þetta bara sjálf.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 1. febrúar 2010
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Faðirinn fór fyrir samninganefndinni sem skreið og bugtaði sig fyrir Bretum og hollendingum, nú kemur dóttirin og heldur áfram tilraunum sýnum til að stöðva framkvæmdir í Helguvík og gagnaverið á Keflavíkurflugvelli.
Mikið afskaplega lenda þau feðgin í erfiðri stöðu síðustu árin, eflaust eru þau bæði samt að gera sitt besta en þetta verður samt túlkað eins og hér er skrifað í fyrstu málsgrein.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
![]() |
Synjar skipulagi við Þjórsá staðfestingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. janúar 2010
Klókur stjórnmálamaður
![]() |
Forsetinn á leið til Vínarborgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Telja sig yfir lög hafnir
Vesturlönd hreykja sér sem lýðræðis og réttarríki en haga sér svo sem glæpalýður gagnvart þeim sem bugta sig ekki fyrir vilja þeirra og eða eiga eitthvað sem vesturlöndum vantar að eignast.
Vilji fólk frið í heiminum verður að sjá til þess að enginn geti ráðist inn í annað fullvalda ríki án þess að þurfa að svara til saka ef samþykki sameinuðu þjóðanna liggur ekki fyrir, og þar eiga vesturveldin að vera fyrirmynd með því að draga leiðtoga hinna viljugu ríkja fyrir dóm.
![]() |
Innrásin í Írak ólögleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Sameinum Austfirði
Austurbær er ekkert slæmt bæjarheiti fyrir sameinuð sveitarfélög á austfjörðum, við værum þá austurbærinn á Íslandi með íbúafjölda upp á 10.457 sálir og gætum notið hagkvæmni stærðarinnar í rekstri og skipulagt okkur með hagsmuni heildarinnar í huga í stað þess að vera í sandkassaleik sérhagsmuna endalaust öllum til tjóns í raun.
Í dag eru rekin 8 sveitarfélög á svæðinu með tilheyrandi sóun á peningum í margföld nefndarlaun og kostnað við að margvinna sama hlutinn vegna óheyrilegs fjölda sveitarfélaga, sem þurfa öll að gera sömu hlutina vegna lagakvaða.
Þessi 8 sveitarfélög eru, raðað eftir íbúafjölda í dag:
Fjarðabyggð 4.691 sálir.
Fljótsdalshérað 3.501sálir.
Seyðisfjörður 706 sálir.
Vopnafjarðarhreppur 676 sálir.
Djúpavogshreppur 444 sálir.
Breiðdalshreppur 208 sálir.
Borgarfjarðarhreppur 133 sálir.
Fljótsdalshreppur 98 sálir.
Þetta er ekki fyrir mér mjög flókið mál þó auðvelt sé að flækja það, ef 8 íbúðarhús eru við sömu götuna er betra fyrir íbúana að sameinast um eitt vatnsból og leiðslur, frekar en að reka 8 vatnsból og 8 vatnsveitustjóra.
Það tapar enginn á sameiningu nema þeir sem hagnast á sundurlindi og hafa hag af margskiptum rekstri, þetta að reka sveitarfélag er bara eins og hver annar rekstur á fyrirtæki.
Vel rekið sveitarfélag er með nánast engan sýnilegan rekstur annan en leigða fundaraðstöðu því nánast alla starfsemi sveitarfélaga er hægt að fela fyrirtækjum sem eru í rekstri nú þegar með þjónustusamningum, það er skilda sveitarfélaga að nýta hverja krónu íbúunum til hagsældar og lágmarka rekstrarkostnað svo ekki þurfi endalaust að hækka álögur á íbúana sem fæstir hafa af digrum sjóðum að taka.
Það er fleira sem sameinar okkur en sundrar og því er það okkar íbúana að krefjast sameiningar, við eigum ekki að láta smákónga sem óttast um stöður sýnar hindra okkur til góðra verka og munum að ber er hver að baki nema bræður/systur eigi.
Nú eru frambjóðendur farnir að brosa, heilsa og hlusta aftur á væntanlega kjósendur þannig að nú er tilvalið fyrir alla þá sem vilja sameiningu að ýta við frambjóðendum og segið þeim endilega hvað þið viljið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. janúar 2010
Það eru ekki öll fyrirtæki trausts verð
Vinkona mín fór að kvarta við mig vegna sms skilaboða sem hún fær reglulega, þetta eru tilkynningar um 99 krónu úttekt af frelsis reikning hennar sjá símanum.
Ég hringdi í 800-7000 og bað starfsfólk símans um að skýra þetta fyrir mér því konan sagðist aldrei hafa beðið um þessa þjónustu, ég fékk mér til undrunar upplýsingar um að Síminn leifði streymi.is að taka út af reikningum fólks og var einnig sagt að ég gæti ekki fengið yfirlit yfir þessar úttektir frá Símanum og var vísað á þann sem væri að taka út af reikningnum, ábyrgðarleysið greinilega algert hjá Símanum og greinilega algert glapræði að treysta þeim fyrir fé.
Ég fékk þær upplýsingar hjá Netmiðlun sem rekur Streymi.is að þeir tækju þessa peninga út af reikningum samkvæmt beiðni Bloggar.is og sögðust hafa gert samning við þá um að allar svona úttektir færu ekki fram nema staðfesting rétthafa símans lægi fyrir.
Ég hætti að rekja þetta þar sem starfsmaðurinn hjá netmiðlun samþykkti að loka fyrir þessar sjálfvirku úttektir strax og ég veit orðið að svona mál enda venjulega í endalausum vísunum á einhvern annan en viðmælanda hverju sinni.
Þegar skoðuð voru þau sms sem enn voru til staðar í símanum kom í ljós að þessar úttektir eru til skráðar frá 2008 og hafa verið gerðar mánaðalega, konan sagðist hafa talað við síman nokkru sinnum og þeir vísuðu henni ávalt á símanúmer sem ekki hefði verið svarað í þannig að hún gafst fyrir rest upp á ruglinu og hundsaði þessar tilkynningar.
Ég vill biðja fólk um að gæta að sér því svör Símans eru furðulega ábyrgðarlaus, Síminn selur frelsis kort sem er fyrirfram greidd notkun, hugsum okkur að þetta sé svona svipað og að við leggjum fé inn á bankabók til að eiga fyrir væntanlegum útgjöldum, við kæmum svo í bankann til að taka út og væri þá sagt að það væri annar búin að taka út peningana sem þú treystir bankanum fyrir og bankinn gæti ekki sagt þér neitt um þessar úttektir því þú yrðir að spyrja þann sem tók út af reikningnum þínum, þar sem bankinn hefði enga skráningu yfir úttektir.