Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Forgangsverkefni
Það verður að vera forgangsverkefni að virkja þann mannauð sem á atvinnuleysisskrá er, fyrirtækin þarf að efla til sóknar og hvetja þarf þjóðina til dáða svo þessari þróun sé hægt að snúa við.
Við flytjum inn töluvert af vörum sem við getum framleitt sjálf og út annað sem við getum unnið frekar til að auka verðmæti og skapa störf.
Atvinnulausum á að veita kost á endurmenntun sem og starfsnámi, þar mætti nefna endurbyggingu gamalla menningarverðmæta, jafnt fasteigna sem véla og almennt alls þess sem til menningarverðmæta telst og ber að varðveita, þetta getur líka nýst í ferðaþjónustu til að sýna okkar sögu og rætur þjóðarinnar.
Að snúa neikvæðri þróun yfir í jákvæða uppbyggingu og nýta sem tækifæri, hlýtur að vera forgangsverkefni fyrir nýja frambjóðendur og væntanlega valdhafa.
![]() |
Atvinnuleysi mælist 8,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Dæmi hver fyrir sig
Úr lögum til kosninga á Alþingi:
82. gr. [Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann markar með ritblýi kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa.]1)
Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.
Ef kjósandi vill hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans.
Það á greinilega að velja rétta framboðslista og finna ágreiningsefni.
![]() |
Persónukjör ekki leyfilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Sporin hræða
Hvernig er hægt að gera ráð fyrir að fólk sem ekki getur rekið stjórnmálaflokk án þess að sökkva sér í skuldasúpu, geti rekið heilt land fyrir hönd kjósenda.
Að eyða áður en aflað er eða fjármögnun er trygg hefur aldrei þótt gæfulegt og miðað við fréttir af fjármálum flokkana er traust ekki það fyrsta sem manni dettur í hug.
![]() |
Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. apríl 2009
Er siðblinda smitandi?
Er kannski rétt að bæta við kosningasmölunum sem þingmenn fengu að ráða sér sem aðstoðarmenn í styrktarpakkana til að fólk sjái hvað miklu af skattpeningum okkar er komið í vasa flokkana.
Það er ótrúlegt hvað fjárausturinn hefur verið mikill frá Alþingi til flokkana svo ekki sé talað um eftirlaunafrumvarpið sem lagfært var 15 mínútum fyrir kosningar til að sefa gagnrýniraddir.
Ég hvet fólk til að kynna sér hverjir greiddu atkvæði gegn því frumvarpi í upphafi og hverjir voru á móti fjáraustri til flokkana, það eru ekki margir þingmenn sem mótmæltu.
![]() |
Fengu meiri styrki árið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Frétt sem vert er að rifja upp
Ráðherrar standa þessa dagana í átökum við að framfylgja ákvörðunum Alþingis um sparnað hér og þar í ríkisgeiranum. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokkanna sjálfra sluppu hins vegar alveg undan niðurskurðarhnífnum. Styrkirnir byggja á þriggja ára gömlum lögum en samkvæmt þeim þarf flokkur að hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið a.m.k. 2,5% atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum til að fá styrk. Fjárhæðinni úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Samkvæmt þessu ákvæði skipta flokkarnir á þessu ári 371 og hálfri milljón á milli sín.
Þessu til viðbótar fá þingflokkar 65 milljónir króna til ráðstöfunar beint frá Alþingi og 70 til 80 milljónir króna fara á árinu í launagreiðslur til aðstoðarmanna þingmanna og flokksformanna. Fjárstyrkir ríkissjóðs til stjórnmálaflokka hafa snarhækkað á undanförnum árum, úr 295 milljónum króna árið 2006 og upp í 510 milljónir króna. Hækkunin nemur 73 prósentum. Þetta eru ekki einu opinberu styrkirnir til flokkanna því sveitarfélögum hefur með lögum frá Alþingi verið gert skylt að styrkja stjórnmálasamtök.
Föstudagur, 10. apríl 2009
Léleg fréttamennska
Enn einu sinni frétt sem segir manni ekki neitt, gefnar eru upp tölur atvinnulausra í % en engar tölur fylgja, vita allir hvað verið er að segja, eru þetta prósentur af 1.000.000 eða 10.000.000.
Svona þýðingar á fréttatilkynningum eiga ekki að sjást, les enginn neitt yfir á Morgunblaðinu?
Svona frétt segir manni ekki neitt
![]() |
7,3 prósent atvinnuleysi OECD |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Hjákátleg vinsældaöflun
Á fyrst núna eftir áratuga setu á Alþingi að fara að skrifa siðareglur, ef þetta er ekki svokallaður popúlismi , hvað þá.
![]() |
Semja siðareglur fyrir ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Stutt við kenningu
Enn einu sinni er stutt við kenninguna um að engin manneskja sé heiðarlegri en hún komist upp með, sorgleg fullyrðing sem er samt sífellt að fá stuðning.
![]() |
Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Tökum á þessu
Ég tel það vera hreina hagsmunastærðfræði hvaða mynt við notum, það verður að setjast niður og finna hvaða mynt okkur hentar með tilliti til okkar hagsmuna og ganga svo til verka.
Tilkynna skiptigengi þeirrar myntar sem hagstæðust er metinn og taka hana upp, hvort heitið er Evra, Dollar eða Jen skiptir engu máli fyrir mér því þetta er stærðfræðilegt mat en ekki tilfinningamál.
![]() |
Ekki tímabært að draga úr höftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Ertu manneskja eða mús
Mér fannst afskaplega leitt að sjá L listann bakka út úr framboði og tel það mikinn missir fyrir lýðræðið þegar svona skeður, ég leyfi mér að halda því fram að mistök frambjóðenda liggi í þessari þráhyggju að stofna flokka og fara að samræma málflutning í stað þess að koma fram sem persónur með ólíkar skoðanir, og treysta kjósendum fyrir valinu á frambjóðanda án þess að reyna að setja skorður á val kjósandans með uppstillingu og samræmdum málflutning.
Ég hef fullan skilning á því að það að fara fram í hóp gefur fólki kjark til athafna og þor, en gegn því að gefa afslátt af skoðunum sýnum til að halda hópnum saman.
Það stelur enginn eða getur eignað sér hugsjónina um beint lýðræði sem er okkur öllum eldri, en þátttökuleysi mun kæfa vonina enn einu sinni og ef þú gerir ekkert , er ekki raunhæft að krefja aðra um að gera það sem þig skortir kjark til að gera.
Það þarf kjark til að fara gegn straumnum , en kaldhæðnislegt er að á sama tíma og talað um að fá nýtt fólk fram eru viðbrögðin við því ef einhver nýr gefur kost á sér yfirleitt þannig að viðkomandi fer að fá alskyns neikvæðar athugasemdir frá umhverfinu, og svo bíða blaðahundar flokksvaldsins eftir tækifæri til að klekkja á en ekki til að gefa kost á að kynna ný viðhorf og sjónarmið.
Fjölmiðlarnir eru orðnir svo vanir samhæfðum og æfðum málflutningi flokksræðis að þeim líkar illa að mismunandi sjónarmið séu innan eins og sama framboðs og tala um sundrungu, lýðræðið er snúið.
Ég skora því á þig að fara fram undir XP.is listanum sem er öllum opin óháð stjórnmálaskoðunum, þar rúmast allir einstaklingar sem þora að stíga fram í eigin nafni og láta ekki flokksmiðlana skelfa sig, hvort frambjóðandinn heitir Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson eða eitthvað annað skiptir engu máli því það er kjósandinn sem í kjörklefanum raðar á listann með því að númera frambjóðendur eftir mati sínu á hæfi þeirra eða strokar út af listanum.
Farðu á XP.IS, smelltu á flipann Umsókn um stöðu þingmanns, fylltu hann út og þú ert komin í framboð ef þú hefur kjark til að standa fyrir þínum eigin orðum sem manneskja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)