Réttmæt krafa

Tek undir með Borgarahreyfingu í þessu máli, það er allt gert til að þagga ný framboð í hel eins og RÚV hafi ákveðið að koma í veg fyrir umfjöllun.

Fólk ætti líka að mæla þann tíma sem verið er að deila á milli frambjóðenda við beinar útsendingar, fulltrúar gömlu flokkana eru látnir mala endalaust og svo er útsendingin búin er kemur að nýju framboðunum.

Skoðanakannanir sem eru skoðanamyndandi eru gerða í sumum tilfellum án þess að öll framboðin hafi verið á spurningalistum né þeirra verið getið á vef RÚV, og þetta er gert fyrir útsendingar eins og til að tryggja yfirburði gömlu flokkana, hvar eru skoðanakannanir sem eru gerðar strax eftir útsendingar til samanburðar?

Þetta eru kannski ekki óeðlileg vinnubrögð þar á bæ ef haft er hugfast að gömlu flokkarnir hafa farið með stjórn RÚV frá upphafi og ótrúlegt að vera að berjast við stjórn RÚV á sama tíma og barist er við kjörstjórnir sem líka eru valdar af fjórflokkunum eins og stjórn RÚV.

Gott að hafa ÖSE fulltrúana á staðnum því það virðist hafa veruleg áhrif á hegðan hinna tryggu.


mbl.is Segja þaggað niður í nýjum framboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka á ríkisrekstri

Það hlýtur að vera mikilvægt að sína gott fordæmi og taka á opinberum rekstriÍ áraraðir hefur það verið látið viðgangast að ekki sé staðið við fjárlög og óraunhæfar eða jafnvel villandi fjárhags og kostnaðaráætlanir látnar eiga sig í stað þess að kalla gerendur til ábyrgðar.Sé verið að kynna og leita samþykktar á villandi áætlunum um kostnað, til dæmis byggingu en undanskilja raflögn eða annað slíkt á að taka því sem blekkingu og tilraun til fjársvika.

Séu forstöðumenn eða aðrir sem fá úthlutað opinberu fé ekki að standast áætlanir og fara yfir heimildir er rétt að kalla þá fyrir til að krefja skýringa og rökstuðnings, gerist þetta aftur hjá viðkomandi er rétt að senda viðkomand skriflega aðvörun um brottrekstur og ef þriðja brot liggur fyrir er rétt að viðkomandi láti af störfum sem fyrst.

Þess ber að geta að víða er afbragðsfólk að reka stofnanir við erfið skilyrði og því full ástæða til að taka skussana sem koma óorði á aðra að ósekju út úr myndinni en verðlauna hina á móti með viðurkenningu.

Þegar engin viðurlög né raunveruleg ábyrgð hvílir á yfirmönnum verður allur rekstur óábyrgur og við skattborgarar landsins erum látin borga bruðlið og óráðsíuna.Þá er það með ólíkindum að ekki séu sameinaðar fleiri opinber fyrirtæki og stofnanir.Að stofnanir séu nánast hlið við hlið og í sitt hvorri byggingunni er óráðsía.Að stofnanir séu ekki að samnýta starfsmenn og aðföng til dæmis bifreiðar er óráðsía.Að verið sé að ráða starfsmenn til að vinna samskonar störf og fyrirtæki út um allt land eru að vinna eða geta annast er með ólíkindum, á sama tíma og fyrirtækin verða að segja upp sérmenntuðu fólki á viðkomandi sviði vegna verkefnaskorts.Að enn sé verið að prenta út þúsundir skjala á pappír en jafnframt að vista viðkomandi skjöl á tölvutæki formi.Að enn sé ekki verið að nota rafrænt form í meira mæli til að spara fólki sporin og kostnað við pappír og prentun með viðeigandi geymslukostnaði seinna meir.Aukin ábyrgð í opinberum rekstri er lykilatriði til að koma böndum á yfirkeyrslu umfram fjárlög og finna hæfasta fólkið til að reka opinber fyrirtæki sem og stofnanir okkar á þessum aðhalds tímum, og þó fastar sé tekið á rekstrinum er jafnframt hægt á sama tíma að gangast fyrir samkomulagi innan vinnustaða hins opinbera þannig að fólk deili á milli sín hlutastörfum til að sem flestir geti haldið atvinnu sinni og reisn.Við getum sigrast á öllu, ef við vinnum saman.

Að snúa andstreymi yfir í tækifæri

Á víð og dreif um allt Ísland standa sögulegar menjar og byggingar sem eru jafnvel að grotna niður sökum skorts á viðhaldi og fjármagni til endurbyggingar, þetta er hægt að taka sem verkefni til að snúa neikvæðri atvinnuþróun yfir í uppbyggjandi tækifæri.

Með því að ráðast í endurbyggingu og lagfæringar þessara menja í nánu samstarfi við menntastofnanir er hægt að gera þessa upp byggingu að námi sem nýtist þátttakendum, ég er að tala um að þeir sem á atvinnuleisis bótum séu verði fengnir til liðs við verkefnið og geti þannig til dæmis atvinnulausir smiðir tekið endurbyggingu gamalla húsa sem viðbótarnám og skrifstofufólk tekið viðbótarnám í flokkun og varðveislu gamalla skjala sem liggja víst óflökkuð og illa skráð í haugum Þjóðskjalasafns og á víð og dreif.

Við eigum að snúa þessum hamförum yfir í tækifæri til að ganga til óunnina verka og styrkja okkur á sviði menntunar sem nýtist til framtíðar þannig að við komum sterkari unda þessum áföllum.

Endurbygging þessara verðmæta rennir styrkari stoðum undir ferðaþjónustuna og okkur sem þjóð.


mbl.is Atvinnuleysi mest meðal ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraði er skaði

Þó ég sé á móti forræðishyggju er að mínu áliti réttlætanlegt að setja hraðahamlandi búnað í ný ökutæki sem miðast við að ekki sé hægt að aka hraðar en hæsti löglegi hraði er.

Þetta á að sjálfsögðu ekki við um ökutæki sem notuð eru í neyðarakstur eða keppnisbifreiðar.

Mér finnst líf og lífsgæði einstaklinga vera verðmætara en tímabundin öflug drenalín tilfinning, hvet fólk til að fara bara í teygjustökk ef það þarf svoleiðis.

Þá er öflug fræðsla það sem mestu máli skiptir í umferðaröryggi og þarf að efla hana en koma jafnframt upp akstursbrautum fyrir æfingaakstur ungra ökumanna við misjafnar aðstæður.

Þó mikill árangur hafi náðst er þörf á að auka hann enn með tiltækum ráðum.


mbl.is Alvarlegum slysum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti dagur í framboði

Fyrsti dagur í framboði

Vaknaði um kl 05:00 austur á Eiðum Fljótsdalshéraði og tók saman það sem flytja skal með suður í þessari ferð, var samt ekki lagður af stað fyrr en um 08:00 frá Egilsstöðum því það er alltaf eitthvað sem þarf að athuga eins og loftjöfnun í hjólbörðum, fylla af eldsneyti og allur sá pakki.

Fór Breiðdalsheiðina suður og ók fram hjá einum 7 litlum hreindýrahjörðum eða hópum á leiðinni milli Breiðdals og Jökulsárlóns, auk þúsunda gæsa, svana og annarra fuglategunda sem streyma til landsins núna eins og á hverju vori, veðrið var gott og náttúran kallaði vor sem er greinilega komið vel af stað.

Á svona stundum er oft erfitt að stoppa ekki bílinn út í vegkant og fara í góða göngu um fjöruna eða til fjalla.

Ók í spreng að Kirkjubæjarklaustri til að fylla á eldsneytistank bílsins og bæta á vömbina smá óhollustu, ók svo sem leið liggur til Reykjavíkur og kom mér fyrir á Þrastargötu sem hefur verið mitt annað heimili í vetur vegna náms sem drukknaði í vinnu.

Það var liðið á sjötta tíman er ég var búin að koma mér fyrir og settist við tölvuna til að svara póst og senda upplýsingar út um þennan óþekkta einstakling sem er talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar í suðurkjördæmi XP.IS

Ræddi við Guðrúnu Maríu um að koma við upp á skrifstofu en tíminn leið og ég dreif mig austur á Hótel Selfoss til að kynna okkur á bændafundi sem var vegna dags landbúnaðar, um 100 manns mættir og greinilega þungt yfir bændum sem öðrum í þessu samfélagi okkar.

Við vorum mætt sjö frá jafn mörgum framboðum og kynntum okkur og málefnin á sex mínútna opnun að lokinni framsögu Bændasamtaka, það kom mér á óvart hvað Árni Johnsen elti mig í málflutningi sínum en hann var næstur á eftir mér og gleðilegt að heyra hvað líkar skoðanir við höfðum á ýmsum sviðum þó það megi nú oftast segja um alla aðra flokka líka, svo hófust fyrirspurnir úr sal.

Það var greinilegt að ég er ryðgaður í þessu enda langt síðan ég var á svona fundi síðast og vottaði fyrir streitu hjá mér sem þýðir hærri rödd og hraðara tal, en það kom mér sjálfum þó nokkuð á óvart.

Þetta var svona áfalla meðferð fyrir fundargesti því boðskapur minn var að galopna markaði með vörur bænda og hvetja þá til að framleiða eftir mætti til að keppa á opnum markaði án hindrana á framleiðslugetu að öðru leiti en geta sannað fóðrunargetu búfjár og beitarþol lands, ég benti á að það væri ímyndunaraflið eitt sem hefti það hvað hægt væri að hefja framleiðslu á og benti á hina ýmsu heimaframleiðslu og tækifæri sem opnast ef bændur fá frið til að sýna getu góðs bónda sem starfar án hafta og forsjárhyggju hins opinbera eða undir klafa ESB regluverksins sem drepur allt framtak.

Þá kynnti ég hugmyndina um að stofna B-sjóð samhliða íbúðarlánasjóð til að gefa þeim sem þurfa endurskoðun fjármögnunar á íbúðarhúsnæði og viljann til að útfæra þetta líka yfir á atvinnulífið.

Það kom ekki rétt út úr mér því ég gleymdi líklega endinum um að fólkið fengi eigur sínar aftur, eftir á að hyggja hefur þetta líklega hljómað eins og ég segði fólki að fara bara í gjaldþrot, vont að fara þreyttur á svona fund.

Hugmyndin gengur út á að B-sjóður hjálpi í gegn um sársaukafullt ferli fyrir alla, íbúðareigandinn hefði samband við sjóðinn sem hefði vald til að beita greiðslustöðvun og vald sem skiptastjóri í búi, sjóðurinn tæki yfir eign á metnu verðgildi óháðs matsaðila og innkallaði allar kröfur á fasteignina, sjóðurinn héldi uppboð á meðal kröfuhafa til að finna hvaða upphæð væri eðlilegt að hvíldi á eign og svo yrðu þeir kröfuhafar sem ekki væru hæstbjóðendur að afskrifa sýnar kröfur, hæstbjóðandi í eign fengi 1 veðrétt í eigninni en íbúðareigandinn fengi forkaupsrétt og kaupleigusamning til 10 ára.

Þannig væri búið að endurfjármagna eignina og afskrifa fyrirsjáanlega tapaðar kröfur veðhafa, í stað þess að drekkja fólki með skuldum sem engin ræður við, að sjálfsögðu yrði að gera þetta í samvinnu við ráðgjafamiðstöð heimilanna til að tryggja að fólk réði við íbúðarkaupin.

Fundurinn var skemmtilegur þó hanna stæði frá 20:30 til 24:00 og þreyta farin að segja til sín, þegar ég ákvað að fara í framboð frekar en röfla inn í eldhúsi eins og siður hefur verið á meðal margra, lofaði ég sjálfum mér að vera hreinskilin og segja það sem ég vildi gera og hugsaði án tillits til vinsælda eða atkvæða, mér leiðist fólk sem talar til að þóknast og gerir svo annað er á reynir, þó mig langi á þing til að geta lagt fram breytingar á lögum er fórn sannleika of hátt gjald að mínu mati.


Þetta virkar

Það er einkennilegt að ganga þurfi fram með offorsi til að njóta sama réttar og aðrir gera, í morgun var engin tenging á XP.IS á kosningavef RÚV en núna er þetta komið en til dæmis eru allir framboðslistar sýndir í Suðurkjördæmi nema Lýðræðishreyfingin á vef RÚV.

Og svo er þetta fólk að gera skoðanamyndandi kannanir á fylgi flokkana en er bara nýlega farið að setja Lýðræðishreyfinguna inn í spurningarnar.

Greinilegt að RÚV er fjórflokksveldinu til sóma enda hefur verið valið í gegn um tíðina fólk þarna inn af útvarpsráði flokkana, ég hélt í barnaskap mínum að allt nýja fólkið sem er komið þarna inn myndi boða breytingar en maður efast stórlega eftir að hafa fylgst með atburðum síðustu daga.

Ég vona þjóðarinnar vegna að þetta sé klaufaskapur en ekki skipulagt athæfi, samt verður maður hugsi þegar MBL virðist starfa eins.

Merkileg tilviljun eða hvað?


mbl.is VG stærst í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki kosningasvik

Það er ótrúleg upplifun að fylgjast með því hvernig kosningavefir MBL og RÚV hafa hampað L-listanum sem er löngu hættur við framboð og öllum öðrum framboðum en Lýðræðishreyfingunni

Ekki er minnst á framboð Lýðræðishreyfingar með öðrum hætti en sem framboðs Ástþórs Magnússonar eins og hann sé sjálfur í öllum sætum allra kjördæma, er ekki rétt að kynna Sjálfstæðisflokkinn sem framboð Bjarna Benediktssonar til samræmis.

Ekki er settur tengill á heimasíðu XP.IS en það er gert við alla aðra flokka og líka þá sem eru hættir, ef þetta er ekki brot á kosningarlögum þá er löngu komin tími á að skoða þau.

Finnst þetta vera verðugt verkefni fyrir ÖSE nefndina sem var að koma og ég verð að segja að þetta minnir á grófustu dæmi um opinbert einelti sem sést hefur í mörg ár, og jaðrar við skipulögð kosningarsvik að hætti einræðisríkja.

Skoðana myndandi skoðanakannanir eru birtar án þess að minnst sé á tilvist Lýðræðishreyfingarinnar og skipulega er gengið fram í að sverta og vinna gegn hreyfingunni á allan mögulegan hátt.


Léttir

Ég verð að játa það að það er léttir að utanaðkomandi aðilar eru að sinna eftirliti með kosningunum, ekki veit ég hvort samhengi er á milli mildari afstöðu sumra kjörnefnda gagnvart nýjum framboðum og komu ÖSE en ég vona ekki.

Eftir hroðalegar fréttir af staðfestri spillingu verður trúnaður og traust fyrsta fórnarlambið og því full þörf á ÖSE til að efla tiltrú á lýðræðislegum og heiðarlegum kosningum.

Nú er það okkar frambjóðanda að vera málefnaleg í þeim samræðum sem fara fram en ekki að detta frekar inn í hefðbundið karp og skítkast, slíkt gagnast ekki kjósendum.

 


mbl.is Kosningaeftirlitsmenn ÖSE hafa tekið til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skinsamleg lausn fyrir alla

Þetta var að verða spennandi glíma en greinilega hefur yfirkjörstjórn ákveðið að leifa kjósendum að dæma sjálfum sem er skinsamlegast þegar mál eru farin að vera einstaklingsbundin túlkun
mbl.is Allir listar í Suðurkjördæmi gildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að breyta

Það þarf að breyta svona lögum til samræmis við heilbrigða skinsemi og ef túlkun lagana er rétt svona þar að endurskoða þau sem fyrst.

Bændur á austurlandi eiga að geta fengið leifi til að halda hreindýr sem um hvert annað húsdýr sé að ræða og það þarf að taka á veiðum dýrana þannig að tryggt sé að stofninn sé sterkur og heilbrigður.

 


mbl.is Hóta að aflífa hreindýrskálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband