Ertu manneskja eða mús

Mér fannst afskaplega leitt að sjá L listann bakka út úr framboði og tel það mikinn missir fyrir lýðræðið þegar svona skeður, ég leyfi mér að halda því fram að mistök frambjóðenda liggi í þessari þráhyggju að stofna flokka og fara að samræma málflutning í stað þess að koma fram sem persónur með ólíkar skoðanir, og treysta kjósendum fyrir valinu á frambjóðanda án þess að reyna að setja skorður á val kjósandans með uppstillingu og samræmdum málflutning.

Ég hef fullan skilning á því að það að fara fram í hóp gefur fólki kjark til athafna og þor, en gegn því að gefa afslátt af skoðunum sýnum til að halda hópnum saman.

Það stelur enginn eða getur eignað sér hugsjónina um beint lýðræði sem er okkur öllum eldri, en þátttökuleysi mun kæfa vonina enn einu sinni og ef þú gerir ekkert , er ekki raunhæft að krefja aðra um að gera það sem þig skortir kjark til að gera.

Það þarf kjark til að fara gegn straumnum , en kaldhæðnislegt er að á sama tíma og talað um að fá nýtt fólk fram eru viðbrögðin við því ef einhver nýr gefur kost á sér yfirleitt þannig að viðkomandi fer að fá alskyns neikvæðar athugasemdir frá umhverfinu, og svo bíða blaðahundar flokksvaldsins eftir tækifæri til að klekkja á en ekki til að gefa kost á að kynna ný viðhorf og sjónarmið.

Fjölmiðlarnir eru orðnir svo vanir samhæfðum og æfðum málflutningi flokksræðis að þeim líkar illa að mismunandi sjónarmið séu innan eins og sama framboðs og tala um sundrungu, lýðræðið er snúið.

Ég skora því á þig að fara fram undir XP.is listanum sem er öllum opin óháð stjórnmálaskoðunum, þar rúmast allir einstaklingar sem þora að stíga fram í eigin nafni og láta ekki flokksmiðlana skelfa sig, hvort frambjóðandinn heitir Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson eða eitthvað annað skiptir engu máli því það er kjósandinn sem í kjörklefanum raðar á listann með því að númera frambjóðendur eftir mati sínu á hæfi þeirra eða strokar út af listanum.

Farðu á XP.IS, smelltu á flipann Umsókn um stöðu þingmanns, fylltu hann út og þú ert komin í framboð ef þú hefur kjark til að standa fyrir þínum eigin orðum sem manneskja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég ætti ekki annað eftir en að setja nafnið mitt við eitthvað sem hann Ástþór kemur nálægt.

Heiða B. Heiðars, 8.4.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þarna fellur þú í gildruna og persónugerir málefni sem sú persóna hefur enga stjórn á, það er enginn komin til með að segja að hann nái kjöri, ef Ástþór fer sjálfur í framboð.

Kjósendur raða sjálfir á listann í kjörklefanum og ef hann er talin óhæfur nær hann ekki kjöri, en það er líka rétt að mun að við lifum í samfélagi og það geta allir tjáð sig þó við séum þeim ekki sammála.

Það getur engin einstök persóna stolið hugsjóninni að beinu lýðræði, sem er eldri okkur öllum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.4.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband