Miðvikudagur, 5. mars 2008
Siðferðisleg skattsvik
Siðferðisleg skattsvik eru lögleg skattsvik, algengt meðal fólks sem flitur sig erlendis til að njóta lægri skatta, en skríður svo heim til Íslands þegar aldurinn færis yfir, til að nýta sér heilbrigðiskerfið og félagskerfið sem við höfum byggt upp.
Svo koma þessir einstaklingar og gera kröfur um hitt og þetta, láta eins og þeir séu áhrifa miklir valdsmenn og eigi heimtingu á athygli, og jafnvel stefnubreytingum frá Stjórnvöldum.
Athyglivert í ljósi þess hvaða fjölmiðlar birta þessa frétt, og hverjir þegja sem hlýðnir rakkar.
Er ekki tilefni til nafn og myndbirtinga við svona frétt.
Sjá grein Indriða : http://inhauth.blog.is/blog/inhauth/entry/436559/
![]() |
Segir útrásina hafa lítil áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Þvílík greiðslubirði
Þvílík greiðslubirði, ef fólk almennt skuldar svona svakalega, er enginn furða að bankarnir fitni sem púkinn á fjósbitanum.
![]() |
Skuldir heimilanna aukast enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Er þetta gott
Er þetta merki um góðæri, eða merki um að lausafjárskortur sé til staðar og neizlunni sé vellt inn á Kreditkortin með yfirdráttinn á 25% vöxtunum.
Vonandi bara svartsýnisraus, allavega er vorið ekki langt undan og það fleytir gleðinni kannski fram á næsta haust.
Mér er sama um Álver og stóriðju, við þurfum stórframkvæmdir áfram næstu árin, uns framleiðsla Álverana er farin að skila inn alvörutekjum til að borga veislureikninginn.
![]() |
Kreditkortavelta eykst um 26,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Til hamingju
Til hamingju Hafnfirðingar.
![]() |
Kristófer Máni 25 þúsundasti Hafnfirðingurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Græðgin er að kæfa Egilsstaði
Íbúðarverð á Egilsstöðum er í þvílíkum hæðum, að hægt er að segja að fasteignarsalar og húsbyggendur séu nánast búnir að verðleggja Egilsstaði út af markaðinum, um allt stendur óselt húsnæði og enn er verið að byggja nánast óseljanlegar byggingar í dag.
Verði ekki fljótlega mikil breyting í sölu fasteigna, er von á frekari skriðu uppboða og harmleikja í samfélaginu.
Meðal fermetra verð sérbýlis á Egilsstöðum, er nánast jafnhátt verðinu í Reykjanesbæ og Árborg, 22.000 hærra á fermeti en í Fjarðabyggð, sem er við hlið álvers og ekki tapast vinnuvaktir vegna ófærðar þar.
2005 bjuggu 3.368 á Fljótsdalshéraði en 4/3 2008 eru 4.075 íbúar.
2005 kostaði fermetri 121.848.- á Fljótsdalshéraði, en 2008, kostar fermetri 189.061.- .
2000 leigðist fermetri á 169.-. á Fljótsdalshéraði, en 2008, leigist fermetri á 1.171.-.
Í Reykjavík 2008, leigist fermetri á 1.300.-. til 1.900.-.
Í dag 4/3 2008 eru skráðar 286 eignir til sölu á Egilsstöðum, samkvæmt fasteignarvef mbl
2005 bjuggu 3.177 íbúar í Fjarðabyggð en 4/3 2008 eru 5.133 íbúar.
2005 kostaði fermetri 112.716.- í Fjarðabyggð, en 2008 kostar fermetri 167.647.- .
2008 leigðist fermetri á 847.- í Fjarðabyggð.
Í dag 4/3 2008 eru skráðar 376 eignir til sölu í Fjarðabyggð, samkvæmt fasteignarvef mbl
Þjónustufyrirtækin leita inn á stærri markaði og fjöldi íbúa togar þau til.
Græðgin kemur til með að kæfa allt samfélagið, verð á íbúðarhúsnæði fælir fólk frá búsetu og ofurverðlagning á leiguhúsnæði, er líka til þess fallin að fæla fólk frá búsetu, þetta þíðir minni tekjur sveitarfélagsins og skertrar veltu þjónustufyrirtækjanna.
Ef skoðað er hlutfall starfsmanna Alcoa álversins sem búa á Egilsstöðum, og hvert nýir starfsmenn flytja, er framtíðar þróunin sýnileg og ofurverðlagning á leigu og íbúðarhúsnæði mun flýta fyrir fækkun, og beinlínis keyra niður með sér þjónustufyrirtækin og atvinnuna í leiðinni.
Héraðsbúar verða að taka sig á og fara að horfa í kringum sig áður en illa fer, gera verður Egilsstaði að fýsilegri búsetukosti og efla ímyndina, gera verður átak í ferðaþjónustunni og fá flugbrautina lengda sem fyrst, til að geta aukið ferðaþjónustuna, og náð jafnvel inn vöruflutningum í lofti.
Bílasala á Egilsstaðartúninu og nýja miðbæjarskipulagið er voða gott mál, en mun það brauðfæða okkur eða bara auka skuldir sveitarfélagsins, er forgangsröðuninni rétt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Skellur
Þrengir að atvinnumarkaðinum hratt og svona fréttir boða ekki gott.
Les fréttir af miklum uppgangi í Póllandi og atvinnu vona þar, kannski er komið að okkur að sækja vinnu til Póllands, og njóta sömu "gestrisni" þar og við höfum sýnt þeim hér.
![]() |
Byggingafyrirtæki segir upp 95 manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Skrítið vandamál
Hvers vegna er þetta vandamál á Egilsstöðum og nágrenni, en ekki í Hafnarfirði eða á Akranesi.
Það er ekki eins og þetta sé fyrsta álverið á landinu né það eina sem hefur rekstur.
Er ekki eitthvað að búnaðinum eða er kunnáttan ekki til staðar, þetta er vert að skoða.
Hlýtur að skapast skaðabótaábyrgð hjá þeim sem er að valda þessu tjóni ítrekað, og kröfuréttur hlýtur að vera til staðar hjá hérum, þegar nýleg raftæki eru að gefa sig langt á undan eðlilegum líftíma.
![]() |
Álverið sló út rafmagni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. mars 2008
Linkur á grín
Sunnudagur, 2. mars 2008
Meira grín
Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt að því að sá var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Sverrir gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði sjálfur eintóm kurteisisorð, spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. Ekkert gekk upp. Hann prófaði að skamma fuglinn sem svaraði honum fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og dónalegri við það. Sverrir vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í frystikistuna. Um stundarsakir heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði og öskraði og bölvaði -- en skyndilega datt allt í dunalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í langan tíma. Sverrir fór nú að óttast að hann hefði meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna. Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig upp á útrétta hönd Sverris og sagði: "Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki verið til eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig. Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðun minni.
Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig innilega fyrirgefningar." Sverrir varð orðlaus af undrun og var um það bil að fara að stama upp spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar páfagaukurinn hélt áfram: "Bara svona fyrir forvitni sakir, hvað gerði kjúklingurinn eiginlega?"
Hjúkkan gengur inn í eitt herbergið á deildinni og sér þar Gunna, einn sjúklinginn, þykjast vera að keyra bíl.
Hún spyr, "Gunni, hvað ertu að gera?
Gunni svarar, "ég er að keyra til Akureyrar!" Hjúkkan óskar honum góðrar ferðar og kveður.
Næsta dag gengur hjúkkan inn í herbergið hjá Gunna sem er í þann mund að hætta að keyra sinn ímyndaða bíl. Hjúkkan spyr, "Hvað ertu að gera núna?"
Gunni svarar, "ég er kominn á Akureyri og var að leggja bílnum."
"Frábært", svarar hjúkkan. Síðan yfirgefur hún herbergið hjá Gunna og gengur yfir ganginn inn í herbergið hjá Daníel næsta sjúklingi, og kemur að honum að runka sér á fullu.
Hissa og hneyksluð spyr hún, "Daníel hvað ertu EIGINLEGA AÐ GERA?!"
Daníel svarar, "ég er að ríða konunni hans Gunna, á meðan hann er á Akureyri!"
Á silfurbrúðkaupinu vaknaði eiginmaðurinn grátandi, eiginkonan vildi vita hvað væri að.
Hann svaraði: "Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur uppi á hlöðu loftinu og hótaði mér að ef að ég myndi ekki giftast þér þá myndi hann kæra mig og sjá til þess að ég myndi fá 25 ára dóm? Hugsaðu þér að í dag væri ég orðin frjáls maður."
Laugardagur, 1. mars 2008
Smá grín
1.
Maður liggur í rúminu hjá konu sinni, þegar allt í einu er bankað á útihurðina hjá þeim. Hann snýr sér við og lítur á klukkuna og sér að hún er hálf fjögur að morgni. "Ekki ætla ég að fara til dyra." hugsar hann með sér og snýr sér aftur við. Þá er bankað enn harðar á útihurðina.
"Ætlarðu ekki að fara til dyra?" spyr kona hans.
Jæja, hann dregst á lappir, fer niður stigann og opnar. Þar fyrir utan stendur maður. Ekki fór á milli mála, að maðurinn var vel fullur.
"Hæ," sagði sá drukkni, "geturðu komið og ýtt mér?". "Nei, þú ert of fullur, burt með þig, klukkan er hálf fjögur að nóttu og ég var sofandi." segir maðurinn og skellir hurðinni á hann.
Svo fór hann aftur upp í rúm. Kona hans spurði hvað hafði gerst og sagði síðan, "Heyrðu, þetta var nú ekki fallega gert. Manstu þegar bíllinn okkar bilaði og við þurftum að fá einhvern til þess að ýta okkur um miðja nótt til þess að ná í börnin til barnapíunnar? Hvað hefði gerst, hefði sá maður ekki ýtt okkur?".
"Já en þessi maður er blindfullur.", svaraði maðurinn.
"Skiptir ekki máli, við eigum að hjálpa honum." sagði konan.
Maðurinn fer þá aftur fram úr og niður stigann og opnar dyrnar. "Á ég að ýta þér núna?" kallaði hann út í myrkrið.
"Já, takk, endilega" kallaði maðurinn utan úr myrkrinu. "Hvar ertu?", kallaði hinn.
Og sá hífaði kallar: "Ég er hérna í rólunni úti í garði!"!!!
2.
Eiginmaðurinn hafði legið meira og minna í dái í nokkra mánuði fársjúkur en af og til komist til rænu. Eiginkonan var við sjúkrabeð mannsins upp á hvern einasta dag. Dag einn þegar eiginmaðurinn komst til meðvitundar um stund gaf hann konu sinni bendingu um að koma nær sér. Þegar hún hafði sest hjá honum hvíslaði hann að henni tárvotum augum: Veistu hvað? Nei, hvað er það væni minn?
Þú hefur gengið gegnum öll erfiðleikatímabil lífs míns með mér...
Þegar ég var rekinn varstu til staðar að styðja mig... Þegar atvinnureksturinn misheppnaðist varstu stoð mín og stytta... Þegar var skotið á mig varstu við hliðina á mér Þegar við töpuðum húsinu varstu á þínum stað og þegar heilsan fór að bila varstu enn við hlið mér.... Veistu hvað?
Nei hvað, kæri minn, sagði hún brosandi um leið og hún fann hjarta sitt fyllast hlýju.
"Ég held þú færir mér ógæfu..."
Góða helgi