Smá grín

 

1.

Maður liggur í rúminu hjá konu sinni, þegar allt í einu er bankað á útihurðina hjá þeim. Hann snýr sér við og lítur á klukkuna og sér að hún er hálf fjögur að morgni. "Ekki ætla ég að fara til dyra." hugsar hann með sér og snýr sér aftur við. Þá er bankað enn harðar á útihurðina.
"Ætlarðu ekki að fara til dyra?" spyr kona hans.
Jæja, hann dregst á lappir, fer niður stigann og opnar. Þar fyrir utan stendur maður. Ekki fór á milli mála, að maðurinn var vel fullur.
"Hæ," sagði sá drukkni, "geturðu komið og ýtt mér?". "Nei, þú ert of fullur, burt með þig, klukkan er hálf fjögur að nóttu og ég var sofandi." segir maðurinn og skellir hurðinni á hann.
Svo fór hann aftur upp í rúm. Kona hans spurði hvað hafði gerst og sagði síðan, "Heyrðu, þetta var nú ekki fallega gert. Manstu þegar bíllinn okkar bilaði og við þurftum að fá einhvern til þess að ýta okkur um miðja nótt til þess að ná í börnin til barnapíunnar? Hvað hefði gerst, hefði sá maður ekki ýtt okkur?".
"Já en þessi maður er blindfullur.", svaraði maðurinn.
"Skiptir ekki máli, við eigum að hjálpa honum." sagði konan.
Maðurinn fer þá aftur fram úr og niður stigann og opnar dyrnar. "Á ég að ýta þér núna?" kallaði hann út í myrkrið.
"Já, takk, endilega" kallaði maðurinn utan úr myrkrinu. "Hvar ertu?", kallaði hinn.
Og sá hífaði kallar: "Ég er hérna í rólunni úti í garði!"!!!

 

2.

Eiginmaðurinn hafði legið meira og minna í dái í nokkra mánuði fársjúkur en af og til komist til rænu. Eiginkonan var við sjúkrabeð mannsins upp á hvern einasta dag. Dag einn þegar eiginmaðurinn komst til meðvitundar um stund gaf hann konu sinni bendingu um að koma nær sér. Þegar hún hafði sest hjá honum hvíslaði hann að henni tárvotum augum: Veistu hvað? Nei, hvað er það væni minn?
Þú hefur gengið gegnum öll erfiðleikatímabil lífs míns með mér...
Þegar ég var rekinn varstu til staðar að styðja mig... Þegar atvinnureksturinn misheppnaðist varstu stoð mín og stytta... Þegar var skotið á mig varstu við hliðina á mér Þegar við töpuðum húsinu varstu á þínum stað og þegar heilsan fór að bila varstu enn við hlið mér.... Veistu hvað?
Nei hvað, kæri minn, sagði hún brosandi um leið og hún fann hjarta sitt fyllast hlýju.
"Ég held þú færir mér ógæfu..."

Góða helgi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Auðvitað þarf að ýta mönnum. 

Anna Einarsdóttir, 1.3.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Brandarinn fyrir ofan gargandi snilld brandarinn fyrir neðan... mig langaði að skjóta karlinn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góooooooooooður

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.3.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þrælgóðir, ekki síður þessi seinni......

Haraldur Bjarnason, 2.3.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband