Fimmtudagur, 16. júlí 2020
Vond hugmynd
Sú fáránlega hugmynd að fá ferðamenn til að öskra út í Íslenskri náttúru og fæla þannig burt allt sem lifir hlýtur að hafa skriðið út úr rassgatinu á einhverjum.
Frekar vill ég náttúruhljóð og kyrrð en gargandi vanvita, þessi ferðaþjónusta er að verða mesti skaðvaldur Íslenskrar náttúru með umgengni sinni og misnotkun gæða.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 28. maí 2020
Þegar menn þræta fyrir
Þessi uppryfjun er sorgleg:
Laugardagur, 2. maí 2020
Rafræn öskur og fullyrðingar
Það virðist vera til staðar töluvert af fólki í samfélaginu sem stekkur á samsæriskenningar um að Kínverjar hafi framleitt veiruna sem veldur COVID 19, er ekki rétt að skoða rekjanlegar heimildir byggðar á rannsóknum fyrst.
Og þið hin svarið þessu fólki og fræðið svo þessar draugasögur kæfi ekki skinsemina með rafrænum öskrum og fullyrðingum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 8. nóvember 2019
Að svíkja sjálft lífið út úr fólki
Menntakerfið er hannað til að framleiða vinnuþræla fyrir vinnumarkað og markaðsvæðing kerfisins er að skila inn á vinnumarkaðinn þúsundum af ofurskuldsettum einstaklingum með menntun sem lítil þörf er fyrir og er að verða úrelt sökum 4 iðnbyltingarinnar.
Lífeyriskerfið er svikamilla til að ná aftur umtalsverðum hluta launa vinnandi fólks í sjóði sem atvinnurekendur stjórna og nota til að auðgast á en eftirlaunaþegar sitja eftir með skerðingar sem verða vegna fjárfestingataps sjóðanna, taps sem oftast minnir á skipulagða glæpastarfssemi því sjóðirnir fjárfesta í svartholu fyrirtækjum sem tæmd eru af eigin fé samhliða inngreiðslum úr lífeyrissjóðunum.
Atvinnurekendur með hjálp löggjafavaldsins halda fólki á vinnumarkaði uns launþegar eru búnir að slíta eigin líkama svo út að eftir er ekkert nema líf verkja og heilsuleysis því búið er að svíkja lífskraftinn út úr fólki fyrir lítið fé.
Afrakstrinum af lögbundnum lífeyrissjóðnum okkar hefur að mestu verið stolið og ríkisbáknið hirðir að mestu það sem eftir er með skerðingarreglum, laun erfiðisins sem bíða heilsulausra er fátækt og lífsleifar sem verkjaður bótaþegi frekar en sem eftirlaunaþegi sem nýtur sparnaðar.
Hin kapítalíska uppbygging samfélagsins er sannkallaður viðbjóður gegnsýrður af mannvonsku og græðgi, fólk er ýmist metið sem kostnaður eða auðlind og enginn kærleikur eða væntumþykja er látin þrífast enda flokkað sem útgjöld.
Hversu oft heyrir maður ekki sagt um einhvern að hann eigi ekkert, eins og eignasafnið sé það sem spegli manngildið og verðleika einstaklingsins. Sá sem safni auð sé stórmenni en sá sem gefi frá sér auð og kærleik eða styðji aðrar manneskjur sé kjáni og lítilmenni.
Þetta er bergmál samfélags sem búið er að græðgivæða niður að rót
![]() |
4 daga vinnuvika Microsoft jók framleiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20. október 2019
Raunverulegar aðgerðir gegn fátækt
Það er oft talað um fátækt á Íslandi en ekkert gert, hvað með að opna svona samfélagseldhús um allt land og tryggja þannig að allir hafi aðgengi að hollum og góðum mat.
Gera samfélagssáttmála um að hungur verði aldrei látið viðgangast, ég er alveg sáttur við að nota hluta af mínum sköttum í svona verkefni.
"If not us, who? If not now, when?"
"Ask not what your country can do for you, but what you can do for your country."
- John F. Kennedy
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2019 kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 20. október 2019
Byrjum á réttum enda
Hvernig væri nú að byrja á réttum enda og samræma flokkun á Íslandi, þannig að það verði eitt samræmt flokkunarkerfi notað af öllum sveitarfélögum.
Svo skulum við taka þetta á næsta stig með flokkun og raunverulegri endurvinnslu í stað útflutnings á vandanum.
![]() |
Tímabært að skylda flokkunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. október 2019
Rétttrúnaðarskýrsla frá kaldastríðstímanum
Mikið afskaplega var dapurt að renna í gegn um þessa Rétttrúnaðarskýrslu sem var sem minningargrein um pólitískar skoðanir hægri öfgamanna frá kaldastríðstímanum (sjá til dæmis bls 109 til og með bls 111).
Er ekki komin tími á að fá fagfólk til að gera svona úttektir í stað gamalla staðnaðra lögmanna sem titlast oft sem "sérfræðingar í varnarmálum" þó hvergi finnist skráð sú sérfræðimenntun sem menn þurfa af hafa til að bera slíka titla.
Áratuga seta í opinberum nefndum og ráðum gerir fólk ekki að sérfræðingum, frekar svona að þaulsetnum flokksmönnum á kostnað skattgreiðenda.
Við eigum mikið úrval af fagfólki með sérfræðimenntun sem hefur þann þroska og þá þekkingu sem þarf til að skrifa hlutlaus úttekt án þess að fara í pólitískt trúboð eins og launaðir pennar fyrir erlenda hagsmunaaðila.
Mæli með því að þessi skýrsla fari í tætarann og fagfólk verði fengið í verkefnið.
![]() |
Kappsmál að styrkja stoðirnar tvær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. september 2019
Að stöðva neikvæða arfleifð
10-things-toxic-parents-do-and-how-they-damage-their-children
Við sem höfum alið upp börn erum líklega öll sek um að hafa gert eitthvað af þessum og þurfum að vinna úr því.
Við erum sjálf speglar þeirra sem komu að okkar uppeldi eins og þeir einstaklingar spegluðu þá sem á undan fóru.
Okkar ábyrgð felst í því að greina það sem var rangt gert og leiðrétta það, sem og ýta undir það sem er rétt og gott fyrir börnin okkar að temja sér
Laugardagur, 7. september 2019
Kjarni samfélagsins
Þær eru ekki áberandi á forsíðum samfélagsmiðla og sjaldan í dagblöðum eða öðrum fjölmiðlum, samt eru þær driffjaðrir samfélagsins sem í þögn vinna afrek sem of sjaldan eru lofuð.
Þetta eru mæður, ömmur og frænkur sem mynda saman félagskap kvenfélaganna um allt Ísland, konurnar sem afla fjár til verkefna sem bæta líf okkar allra í frítíma sýnum að lokinni vinnu, uppeldi barna og heimilisrekstri sem gerir þær flesta að góðum framkvæmdastjórum.
Þeirra fjáröflun hefur í gegn um árin oftast byggst á veitingasölu sem löggjafinn hefur oft ráðist gegn með fylkingu hagsmunahópa sem vilja frekar ná þessum tekjum í eigin vasa frekar en leyfa kvenfélögum að afla og gefa til styrktar þeim sem þurfa.
Græðgin og ofstjórnin hefur hatrammt barið á samhjálp og náungakærleik í gegn um tíðina en þessar samfélagshetjur okkar gefast sem betur fer ekki upp fyrir þessum öflum
Mér finnst löngu tímabært að gera Dag kvenfélagskonunnar sem er 1. febrúar ár hvert að þakkagjörðahátíð
Fimmtudagur, 5. september 2019
Þegar á vináttuna reyndi
![]() |
Sárvantar úttekt á samskiptum Íslands og Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |