Fimmtudagur, 4. febrúar 2021
Vonarstjarna Vesturlanda
Fimmtudagur, 4. febrúar 2021
Milljarðatugir í höndum hinna ábyrgðarlausu
Hver kemur til með að axla ábyrgð á þessu endurtekna tapi á ávöxtun lífeyrissjóðanna, er þetta ekki enn eitt dæmið um fáránleika laga um lífeyrissjóði með skylduaðild.
Alþingi þvingar almenning með lögum til að ráðstafa 12% af launum til ábyrgðarlausra aðila, sem hafa það hlutverk að ráðstafa annarra manna fé án ábyrgðar og fá vel greitt fyrir.
Á Íslandi er skyldubundið samtryggingarkerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur að lágmarki 12% af heildarlaunum og sum stéttarfélög er komin upp í 15,5%.
Í hruninu rannsökuðu þessir aðilar sig sjálfir, gáfu út skýrslu og komust upp með að tapa ótrúlegum fjárhæðum án þess að nokkur væri látin bera ábyrgð eða greiða skaðabætur.
Mér vitandi leggja stjórnarmenn ekki fram starfsábyrgðartryggingu og ég veit engin dæmi þess að aðili í stjórn lífeyrissjóðs hafi verið látin bera ábyrgð né hverskonar ábyrgð þá væri um að ræða.
Minnir að einhver hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt en aldrei fyrir að hafa með störfum sýnum valdið ámælisverðu útlánatapi eða rýrt væntanlega ávöxtunar á fé sjóðsfélaga með slíku.
![]() |
Niðurfærsla upp á 11,6 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. janúar 2021
Góð þjóðsaga
Samkvæmt 19. aldar þjóðsögu hittust sannleikurinn og lygin dag einn.
Lygin segir við sannleikann: "Það er frábær dagur í dag"! Sannleikurinn lítur upp á himininn og andvarpa, því að dagurinn var mjög fallegur.Þau eyða miklum tíma saman, og að lokum standa þau saman við laug.
Lygin segir við sannleikann: "Vatnið er mjög gott, við skulum baða okkur saman!" Sannleikurinn fullur grunsemda, prófar vatnið og uppgötvar að það er sannanlega mjög gott. Þau afklæðast og byrja að baða sig.
Skyndilega sprettur lygin upp úr vatni, klæðist fötum sannleikans og hleypur í burtu. Reiður Sannleikurinn kemur upp úr lauginni og leitar alls staðar til að finna lygina og fá fötin sýn aftur.
Heimurinn sem sér sannleikann nakinn, beinir augnaráði sýnu annað með fyrirlitningu og reiði.
Fátækur sannleikurinn snýr aftur til laugarinnar, hverfur að eilífu og felur þannig skömm sýna.
Lygin ferðast um allan heim, klædd sem sannleikurinn og uppfyllir þarfir samfélagsins, því að heimurinn, í öllum tilvikum, vill alls ekki hitta nakinn sannleikann.
Sunnudagur, 24. janúar 2021
Nýr lánaflokkur, raunhæft Covid bataferli
Ég vill helst ekki trúa því að endurtaka eigi leikinn frá hruninu 2008 og bera fólk út eins og er að gerast í USA sökum Covid afleiðinga.
Það er ekki flókið að búa til nýtt lána fyrirkomulag sem mætti kalla tekjulán, lán sem fylgja tekjum lántaka og breytast í samræmi við þær, lítið greitt er illa árar en töluvert er vel gengur.
Lánaflokkurinn gæti yfirtekið áhvílandi fasteignalán sem fyrir eru og gefið út ný með breyttum skilmálum, þannig tapast engin verðmæti fyrir lánveitandann og samfélagslegur hagnaður okkar yrði í raun gríðarlegur.
Kostnaður samfélagsins af nauðungasölum, gjaldþrotum og niðurbroti á fjölskyldum sem einstaklingum er stórkostlegur, því það tapast líka bæði geðræn og líkamleg heilsa fólks. Í staðin fyrir virka verðmætaskapandi einstaklinga fjölgar í hópi framtakslausra fórnalamba og heilsulausra, eitthvað sem kostar samfélagið gríðarlega vinnu og fjármuni að endurbyggja.
Það mætti fara svipaða leið vegna atvinnulífsins og stilla útgjöld að væntanlegum tekjum.
Það mætti hugsanlega nýta Íslandsbanka og breyta honum í samfélagsbanka sem tæki þetta hlutverk að sér, með aðkomu Lífeyrissjóða og Íbúðarlánasjóðs sem heitir víst núna H.M.S sem er sama skammstöfun og Breska heilsugæslan hefur.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. janúar 2021
Að búa til tækifæri
Atvinnuleysi er öllum bölvun og þegar illa gengur er besta vörnin sú að breyta óláni yfir í ný tækifæri.
Endurkoma ferðamanna mun eiga sér stað og nú er rétti tíminn til að undirbúa komu þeirra sem og skapa störf, við erum með þúsundir atvinnulausra einstaklinga sem vilja vinna og það á að nýta með lafæringum á ferðamannastöðum og bættum aðbúnaði.
Hægt er að nýta tímann fram á vor til að gera verkáætlanir og undirbúa framkvæmdir þannig að samhliða fjölgun bólusettra verði hægt að ræsa verkefni á svið uppbyggingar ferðamannastaða.
Fjárfesting í slíkri uppbyggingu mun skila sér margfalt til baka inn í Íslenskt samfélag.
![]() |
Auknar líkur á miklu atvinnuleysi í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. desember 2020
Sá yðar sem syndlaus er
Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum var skrifað að Kristur hefði mælt, Sigmundur Davíð og þeir Klausturbræður ættu að ræða saman merkingu þeirra orða áður en þeir gerast sjálfskipaðir talsmenn Þjóðkirkjunnar. Það þarf ekki mikla þekkingu né rökhugsun til að sjá í gegn um þetta aldagamla stjórnkerfi hugans sem kirkjan treður inn í huga varnarlausar barna til að tryggja sér fylgjendur. Við ættum frekar að stöðva þetta andlega þrælahald hugans og verja börnin fram yfir sjálfræðisaldur. Þá getur hver og einn tekið ákvörðun um val á trú eða trúleysi. Trump notaði trúna með árangursríkum hætti og líklega er Sigmundur með þann draum að reisa við hrútaveldið með því að berja kjósendur í höfuðið með biblíunni
![]() |
Kirkjan kjósi að standa varnarlaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. nóvember 2020
Útgönguleið
Ef við viljum horfa á heildarmyndina og finna sanngjarna leið út úr þessu með t.d því að fjölga þátttakendum á vinnumarkaði þá ætti stytting vinnuvikunnar að vera ofarlega á blaði.
Þá ætti að gefa fólki kost á að hætta á vinnumarkaði fyrr og beina þá greiðslum úr atvinnuleysissjóði inn í eftirlaunakerfið svo rými skapist fyrir yngra fólk á vinnumarkaði.
Þetta myndi ekki bara bæta lífsgæði heldur einnig draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins því mynna yrði um eldri einstaklinga með til dæmis skaddað stoðkerfi vegna of mikils álags.
Förum nú að setja lífsgæði og gleði ofar prentuðum pappír sem kallast peningaseðill og mun ekki fylgja okkur síðasta metrinn
![]() |
Atvinnuleysi eykst og atvinnuþátttaka minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 15. nóvember 2020
Að setja fólk á hausinn aftur
Sóttvarnalækni setur fram tillögur sem miðast við að vernda líf sem flestra og við erum sátt við það.
Ráðherra staðfestir oftast þessar tillögur með lagasetningu og eða reglugerð, stundum er aðgerðir svo harkalegar að rekstur stöðvast hjá því opinbera, fyrirtækjum og einyrkjum.
Til að koma á móts við þetta er verið að greiða úr ríkissjóð styrki og bætur til að rekstur fari ekki í gjaldþrot.
Þó að hjól atvinnulífsins hafi verið stöðvuð með tilskipunum frá ríkisstjórn og engar tekjur myndist þá hætta hjól innheimtuaðila ekki að snúast og fjöldi einyrkja of.l sem bannað hefur verið að afla tekna er neyddur til að éta upp allar eignir og jafnvel sækja um gjaldþrot.
Hvernig væri nú að setja lög sem skilda lánveitendur og aðra til að framlengja greiðslukröfum um jafn marga mánuði og vinna er ekki framkvæmanleg sökum krafna um sóttvarnir þannig að greiðslur færist aftur fyrir á lánum og þannig verði hægt að forða fjöldagjaldþrotum eins og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar lét framkvæma í fjármálkreppunni sem kostaði tug þúsunda Íslendinga heimili sýn og að mestu vegna krafna frá því opinbera sem var Húsnæðismálastjórn
Er enginn hjá því opinbera búinn að læra nokkurn skapaðan hlut
Föstudagur, 13. nóvember 2020
Draumastjórn
Stjórn sem sem setur jöfnuð, herlaust öryggi og velferð almennings í forgang.
Stjórn sem felur þjóðinni að semja nýja stjórnarskrá.
Stjórn sem tryggir eignarhald þjóðarinnar á öllum náttúruauðlindum sem og arðinn.
Stjórn sem lætur fólk í friði á meðan það heldur friðinn.
Stjórn sem stendur með þjóðinni í stað þess að kyngja öllu sem kemur að utan.
Laugardagur, 19. september 2020
Hinn bitri drullupollur
Stjórnmál á Íslandi eru voðalegur drullupollur þar sem bullukollar ausa frá sér rakalausum þvætting og fullyrða ásakanir sem enga skoðun standast, enda er þessu fólki nánast ógjörningur að vísa á rekjanlegar og eða staðfestar heimildir. Alveg magnað að einhver vilji almennt fórna eigin mannorði og fjölskyldu með þátttöku í stjórnmálastarfi því þessi nettröll eru sem sýrubað á allt og alla. Mikið svakalega er þetta fólk eitrað í samskiptum og lýður þessu fólki illa í eigin lífi. Hikar ekki við að saka bæði Alþingismenn sem Sveitarstjórnafólk um mútuþægni og almenna glæpastarfssemi án annar heimilda en eigin hugsana
segir-eythor-arnalds-hafa-thegid-mutur-fra-samherja/
![]() |
Fara fram á aukafund vegna ummæla Dóru Bjartar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)