Þriðjudagur, 1. október 2019
Rétttrúnaðarskýrsla frá kaldastríðstímanum
Mikið afskaplega var dapurt að renna í gegn um þessa Rétttrúnaðarskýrslu sem var sem minningargrein um pólitískar skoðanir hægri öfgamanna frá kaldastríðstímanum (sjá til dæmis bls 109 til og með bls 111).
Er ekki komin tími á að fá fagfólk til að gera svona úttektir í stað gamalla staðnaðra lögmanna sem titlast oft sem "sérfræðingar í varnarmálum" þó hvergi finnist skráð sú sérfræðimenntun sem menn þurfa af hafa til að bera slíka titla.
Áratuga seta í opinberum nefndum og ráðum gerir fólk ekki að sérfræðingum, frekar svona að þaulsetnum flokksmönnum á kostnað skattgreiðenda.
Við eigum mikið úrval af fagfólki með sérfræðimenntun sem hefur þann þroska og þá þekkingu sem þarf til að skrifa hlutlaus úttekt án þess að fara í pólitískt trúboð eins og launaðir pennar fyrir erlenda hagsmunaaðila.
Mæli með því að þessi skýrsla fari í tætarann og fagfólk verði fengið í verkefnið.
![]() |
Kappsmál að styrkja stoðirnar tvær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. september 2019
Að stöðva neikvæða arfleifð
10-things-toxic-parents-do-and-how-they-damage-their-children
Við sem höfum alið upp börn erum líklega öll sek um að hafa gert eitthvað af þessum og þurfum að vinna úr því.
Við erum sjálf speglar þeirra sem komu að okkar uppeldi eins og þeir einstaklingar spegluðu þá sem á undan fóru.
Okkar ábyrgð felst í því að greina það sem var rangt gert og leiðrétta það, sem og ýta undir það sem er rétt og gott fyrir börnin okkar að temja sér
Laugardagur, 7. september 2019
Kjarni samfélagsins
Þær eru ekki áberandi á forsíðum samfélagsmiðla og sjaldan í dagblöðum eða öðrum fjölmiðlum, samt eru þær driffjaðrir samfélagsins sem í þögn vinna afrek sem of sjaldan eru lofuð.
Þetta eru mæður, ömmur og frænkur sem mynda saman félagskap kvenfélaganna um allt Ísland, konurnar sem afla fjár til verkefna sem bæta líf okkar allra í frítíma sýnum að lokinni vinnu, uppeldi barna og heimilisrekstri sem gerir þær flesta að góðum framkvæmdastjórum.
Þeirra fjáröflun hefur í gegn um árin oftast byggst á veitingasölu sem löggjafinn hefur oft ráðist gegn með fylkingu hagsmunahópa sem vilja frekar ná þessum tekjum í eigin vasa frekar en leyfa kvenfélögum að afla og gefa til styrktar þeim sem þurfa.
Græðgin og ofstjórnin hefur hatrammt barið á samhjálp og náungakærleik í gegn um tíðina en þessar samfélagshetjur okkar gefast sem betur fer ekki upp fyrir þessum öflum
Mér finnst löngu tímabært að gera Dag kvenfélagskonunnar sem er 1. febrúar ár hvert að þakkagjörðahátíð
Fimmtudagur, 5. september 2019
Þegar á vináttuna reyndi
![]() |
Sárvantar úttekt á samskiptum Íslands og Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Sameining höfuðborgar
Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er mikið hagsmunamál okkar íbúana en ekkert endilega hvetjandi fyrir þá sem njóta góðra laun í núverandi fyrirkomulagi og flokkarnir njóta líka góðs af núverandi sóun fjármuna okkar skattgreiðenda.
Krafan um sparnað og hagræðingu verður að koma frá okkur sjálfum, ég læt hér fylgja með sem viðhengi smá yfirlit yfir það hvað margir miljarðar renna úr okkar vösum í þessa óseðjandi ófreskjur sem stjórnkerfin eru orðin og laun nokkurra starfsmanna.
Upplýsingarnar eru fengnar úr opinberum gögnum
Fyrir mér er það algjör bilun að vera ekki fyrir löngu búin að sameina sveitarfélöginn á höfuðborgarsvæðinu, hér eru nokkrar tölfræðilegar staðreyndir um það hvað margir tugir miljarða af okkar skattfé eru að brenna upp á hverju ári
Frá ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 13:32:
"Grunnlaun borgarfulltrúa: kr. 763.833.
Grunnlaun 1. varaborgarfulltrúa kr. 534.683.
Borgarfulltrúi fær greiddan starfskostnað kr. 55.164, til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins.
Borgarfulltrúi á rétt á 25% álagi á laun ef hann gegnir formennsku í fagráði/borgarstjórnarflokki eða ef hann situr í þremur eða fleiri fastanefndum.
Borgarfulltrúi sem situr í borgarráði á rétt á 25% álagi á laun, kjörinn varamaður á rétt á 6% álagi og formaður borgarráðs á rétt á 40% álagi.
Forseti borgarstjórnar á rétt á 25% álagi á laun.
Laun borgarfulltrúa með 6% álagi (varamaður í borgarráði) kr. 809.663.
Laun borgarfulltrúa með 25% álagi (s.s. vegna setu í þremur nefndum) kr. 954.791.
Laun borgarfulltrúa með 2*25% álagi (s.s. vegna setu í borgarráði og öðrum þremur nefndum) kr. 1.145.749.
Laun 1. varaborgarfulltrúa með 6% álagi (varamaður í borgarráði) kr. 580.513.
Laun 1. varaborgarfulltrúa með 25% álagi (s.s. vegna setu í þremur nefndum) kr. 725.641."
Fjármál | Breytt 15.9.2019 kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Fjarlægjum græðgihvatann
Ég legg til að við fjarlægjum græðgihvata auðsafnaranna og það sem flestum illdeilum hefur valdið innan fjölskyldna í gegn um aldirnar.
Auðurinn er hvort sem er tekin frá samfélaginu með því að nýta náttúruauðlindir í sameign þjóðarinnar og eða með því að nýta vinnuaflið sem í þjóðinni býr.
Færum erfðaréttin til þjóðarinnar þannig að ríkissjóður verði einkaerfingi allra ríkisborgara á Íslandi enda hvílir framfærsluskilda allra ríkisborgara á ríkissjóði.
Þriðjudagur, 5. mars 2019
"sérfræðingar" óttaiðnaðarins grafa undan samfélaginu
Ef það er eitthvað sem ógnar lýðræðinu á Íslandi þá eru það "sérfræðingar" óttaiðnaðarins sem endalaust dreifa vantrausti og skapa ótta við ímyndaða ógn.
Fjölmiðlar eru að sama skapi mjög oft uppspretta tilbúinna og stórlega ýktra ógna, sem oft hafa engar tölulegar staðreyndir að baki fullyrðingum sem eru settar fram til að selja blöð og áhorf.
Hver lætur þetta fólk axla ábyrgð á afleiðingum þessa skæruhernaðar gegn heilbrigðum mannlegum samskiptum, trausti og vellíðan fólks.
Ef við svörum með því að hætta að kaupa blöðin þá kemur stjórnmála elítan inn með fjármagn (skattana okkar) til að viðhalda því sem við ekki viljum.
Miðvikudagur, 5. desember 2018
Útrýmum fátækt á Íslandi
Það ætti að lögbinda kjör Öryrkja, eftirlaunaþega og láglaunafólks við lifandi neysluviðmið sem er uppfært mánaðarlega.
Þannig tel ég að megi útrýma fátækt á Íslandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. nóvember 2018
Það verður að stöðva landsskemmdir
Það ætti að skilda GPS sírita í alla 4x4 bíla og vinna þannig gegn landsskemdum og utanvegaakstri.
Hægt er að fá búnaðin frá 25$ á Ali
![]() |
Spólaði um í mosanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. október 2018
Ekki er félagskapurinn gæfulegur
Það er ekki hægt að breiða yfir þann hrylling sem fylgir stríðsrekstri og sumar "vina" þjóðir okkar lifa nánast á ófriði.
Jemen er dæmi um þær skelfingar sem fylgja stríði og þar er sagt að versta hungursneið á okkar lífstíð sé hafin.
Er þetta félagsskapurinn sem Íslensk þjóð vill tilheyra og styðja
![]() |
Hugnast ekki heræfingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)