Hvenær fær þjóðin að kjósa

Ísland úr NATO og herinn burt er gömul krafa sem maður hló af á yngri árum en tekur nú undir með auknum þroska og skilningi á þjáningum fólks.

Ég vill þetta morðingjastóð sem lengst frá landinu en virði lýðræði ofar eigin skoðun, ég vill því að þjóðin fái að kjósa um veru okkar í NATO eða hvort við verjum okkur sjálf.

Hér gætum við byggt upp griðastað fyrir þá sem deila og tryggt frið sem öryggi vegna viðræðna deiluaðila, er ekki full þörf á tryggum hlutlausum stað í þessum heim ófriðar.

þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um veru okkar í NATO eða þátttöku í þeim félagsskap, er ekki komin tími á það.

það hefur að mestu verið geðþóttaákvörðun einstaka ráðherra hversu djúpt við sökkvum í þennan félagsskap og enginn heimild frá þjóðinni verið til staðar fyrir þeirri vegferð.

Ef þjóðin vill vera í þessu bandalagi þá skulum við hefja uppbyggingu aðstöðu, ef ekki þá burt.


mbl.is Metfjöldi herskipa hér við land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband