Hættið einhliða fréttaflutning og að ljúga

Þetta er ekki flókið vandamál sem fréttamiðlar standa frammifyrir, hættið að flytja einhliða áróður sem fréttir og gera þannig lygar stríðsaðila að ykkar fréttum.

RÚV er skínandi dæmi um "fréttamiðil" sem flytur okkur einhliða "FRÉTTIR" af stríðandi fylkingum ár eftir ár, Úkraína er endurtekning af stríði gegn Írak og Líbýu.

Rakalausar fullyrðingar og lygi frá stjórnvöldum árásaraðilans eru fluttar sem fréttir og almenningur er ekki eins tregur og fjölmiðlafólk virðist halda þannig að leit á netmiðlum sýnir og upplýsir fljótlega um blekkingarnar.

Einmitt að þeirri ástæðu er hafinn stríðsrekstur gegn netmiðlum og talað um falsfréttir af opinberum fulltrúum sannleika, þeir hafa illa stjórn á því sem sagt er á netmiðlum þó ritskoðun undir merkjum falsfrétta baráttu sé sífellt að eflast.

Hluti af þessari barátta er kölluð hatursorðræða og tekur sífellt á sig skýrari mynd ritskoðunar sem og er hið opinbera að dæla skattfé í fréttamiðla sem enginn vill kaupa því falsfréttum hins opinbera skal komið á framfæri þó það þurfi að kosta miklu til enda verið að fara með annars fé.

Falsfrettir


mbl.is Eru fjölmiðlar að fjalla um það sem skiptir máli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband