Frábær niðurstaða sjálfstæðrar þjóðar

Takk herra forseti.
Við þjóðin hefur valdið og ábyrgðina, nú skulum við sýna ábyrgð og standa við okkar skuldbindingar en krefjast sanngjarna samninga sem gerðir séu af fagmönnum sem ekki langar svo mikið inn í ESB að þeir samþykki hvað sem er.
Til hamingju Ísland með þenna áfanga, því þjóðin er ofar þinginu og þingið á að vera ofar framkvæmdavaldinu.
Það er enn von á að lýðræðið sigri hagsmunaklíkurnar.
mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.1.2010 kl. 17:20

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ósammála. 

Hagsmunaklíkurnar sáu um Indefence undirskriftalistann og plötuðu þar fullt af fólki sem hélt það væri að ákveða hvort það vildi greiða eða greiða ekki.

Hagsmunaklíkurnar vildu fyrst og fremst koma höggi á ríkisstjórnina.  Þeir vilja endurheimta völdin.  Sorglegt hvað það mun kosta okkur mikla peninga.

Og forsetann ætla ég ekki einu sinni að ræða.  Fuss !

Anna Einarsdóttir, 5.1.2010 kl. 21:07

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er kominn á þá skoðun Anna að Samfylkingin sé svona svipað og Hvítsunnusöfnuður og þangað safnist rétttrúaðir til að fylgja frelsaranum.

Það er engin sannfæring hjá þingflokk Samfylkingarinnar sem hefur bara eina opinbera flokksskoðun, Einstaklingarnir í þingflokknum sóruð eið að stjórnarskránni en hlýða svo flokknum af þrælslund sem er þingmönnum ekki sæmandi og segir allt sem segja þarf um heiðarleika þeirra sem eiðin sóru.

Samfylkingin er reiðubúin til að selja þessa þjóð sem láglaunaþræla fyrir inngöngu draum í ESB.

Margir þingmenn okkar Íslendinga í öllum flokkum hafa persónulega þegið miljónir og sumir miljónatugi frá fyrirtækjum samkvæmt úttekt ríkisendurskoðunar, ofan á svo hundruð miljóna sem streyma úr ríkissjóð til reksturs flokkana.

Þetta fólk er rúið trausti og trúverðugleika, því verður þjóðin sjálfa að fá að ákveða örlög sýn til að friður haldist.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.1.2010 kl. 11:53

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það hefur einmitt borið á því að þingmenn VG og Samfylkingar kjósi samkvæmt sinni sannfæringu..... eitthvað sem aldrei gerist hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.  (eiginlega fyndið að hann skuli heita sjálfstæðisflokkur því það hefur enginn sjálfstæða skoðun þar).

Stjórnmálafræðingar hafa nefnt það sem "vandamál" að þingmenn voru ekki allir t.d. á bakvið Icesave frumvarpið.

Og ég skil ekki alveg hvað þú eyðir miklu púðri í að ræða Samfylkinguna við mig Þorsteinn...... ég kaus VG. 

Anna Einarsdóttir, 6.1.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband