Mánudagur, 25. janúar 2010
Verum ábyrg og virðum lög
Á lögum skal land byggja og þegar upp koma deilur eru það löginn sem eru notuð til að leysa þær, það er talað um heiðarlegt fólk með virðingu og það á líka við um ríki sem fara að lögum.
Íslendingar eiga að standa á rétti sýnum og krefjast þess að farið verði að lögum til að fá skýrlega fram hver lagaskyldan er og semja svo um greiðslur ef þær reynast óviðráðanlegar, það nær enginn þjóð að lagfæra skemmdan orðstír nema hún sýni ábyrga hegðan.
Það er fátt sem skemmir eins mikið okkar orðstír og óhæfir stjórnmálamenn sem ráðast í verkefni ofar þeirra getu og kunnáttu.
Á meðan Íslendingar sætta sig við að fólk sem kosið er til að annast lagagerð á Alþingi og var valið sem þverskurður þjóðarinnar til að öll sjónarmið fái gildi, byrji á því að loknum kosningum að raða sér og sýnum í störf stjórnsýslunar er ekki von á góðu.
Faglegar kröfur eiga að ráða vali í störf innan stjórnsýslunar og það er hlutverk hennar að leysa svona mál á faglegum grunni.
Það hlýtur að styrkja kröfuna um dómstólaleiðina þegar reyndir lögmenn Jón Steinar Gunnlaugsson og Sigurður Líndal hvetja líka til þess að hún verði farin.
Íslendingar eiga að standa á rétti sýnum og krefjast þess að farið verði að lögum til að fá skýrlega fram hver lagaskyldan er og semja svo um greiðslur ef þær reynast óviðráðanlegar, það nær enginn þjóð að lagfæra skemmdan orðstír nema hún sýni ábyrga hegðan.
Það er fátt sem skemmir eins mikið okkar orðstír og óhæfir stjórnmálamenn sem ráðast í verkefni ofar þeirra getu og kunnáttu.
Á meðan Íslendingar sætta sig við að fólk sem kosið er til að annast lagagerð á Alþingi og var valið sem þverskurður þjóðarinnar til að öll sjónarmið fái gildi, byrji á því að loknum kosningum að raða sér og sýnum í störf stjórnsýslunar er ekki von á góðu.
Faglegar kröfur eiga að ráða vali í störf innan stjórnsýslunar og það er hlutverk hennar að leysa svona mál á faglegum grunni.
Það hlýtur að styrkja kröfuna um dómstólaleiðina þegar reyndir lögmenn Jón Steinar Gunnlaugsson og Sigurður Líndal hvetja líka til þess að hún verði farin.
Vilja að lögð verði áhersla á að fara með Icesave fyrir dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Athugasemdir
það er rétt hjá þér við þurfum að fá dóm frá dómstólum til að vera kallaðir sekir en það er ekki álit sakamanna sem mér sýnist stjórnvöld vera að hygla sem og spilltum stjórnmálamönnum því ekkert getur réttlætt viðsnúning vg gagnvart þessum gjörningi því spillingin innan þeirra raða hlýtur að vera, vera mikil eða heimska svo yfirþyrmandi því þetta getur ekki verið hinu háa alþingi til framdráttar að svona fólk sé þar innan dyra burt frá því í hvaða flokki það sé.
Jón Sveinsson, 25.1.2010 kl. 10:27
Það er mitt álit að semja eigi við Breta og Hollendinga um að fara dómstólaleiðina til að fá hreinar línur í málið en jafnframt framfylgja greiðsluskyldunni í samræmi við okkar þrengsta skilning á lögunum, þannig sýnum við ábyrgð hins heiðarlega og festu hins löghlýðna aðila og svo ráða fagfólk til starfa sem getur barist á bæði laga og almannatengsla sviðinu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.1.2010 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.