Svínarí með Lífeyrissjóðina

Nú er verið að leggja af stað með Lífeyrissjóðina sem skotasilfur og kaupa rétt fyrirtæki af réttum eigendum á réttu verði til að afhenda réttum aðilum aftur seinna, það verða örugglega réttir aðilar með réttar skoðanir settir í stjórnir fyrirtækjanna og hæfi stjórnenda verður ekki fyrirstaða.

Annaðhvort verða launþegar að fara að mæta á fundi og gera breytingar eða stofna bara ný stéttarfélög og gefa þeim gömlu bara fingurinn.


mbl.is Hagar vafalítið skoðaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg sammála. Lífeyrissjóðirnir eru að fara útfyrir sitt starfssvið með því að vera að gambla með peningana okkar.

Kominn tími til að mótmæla þessu kröftuglega.

Lífeyrissjóðirnir eru ekki ætlaðir sem neinn björgunarsjóður fyrir hrunið efnahagskerfi.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.2.2010 kl. 23:03

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála Jón, mér fyndist það í lagi að lána til svo kallaðrar atvinnuuppbyggingar að því gefnu að ríkisábyrgð yrði á þessum útlánum og ávöxtun í samræmi við aðra jafn trygga valkosti í fjárfestingum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2010 kl. 23:13

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað ætlið þið að blogga lengi er ekki komin tími á aðgerðir þeir sem stjórna eru greinilega farnir að treysta á að við gerum ekkert í málunum annað en blogga. Ég er ekki anarkisti og þar af síður ofstækismaður með allt niður um mig en ég er búinn að fá mig full saddan af því ástandi sem hér ríkir aðgerðarleysi stjórnvalda og yfirgang þeirra sem stjórna sjóðum og banka.

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 03:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta verður svona á meðan atvinnurekendur hafa ítök í sjóðunum. Innkoma í stjórnir sjóðanna á sínum tíma var stórundarleg ráðstöfun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.2.2010 kl. 10:21

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sigurður ég fór í framboð á Suðurlandi í síðustu kosningum 2009 vegna þess að mér bárust ansi margar áskoranir og ég hef aldrei verið feimin við að fara fram ef óskað er.

Var verulega virkur í félagsmálum fram undir 2005 og taldist jafnvel ofvirkur um svipað leiti og við stofnuðum Bandalag Jafnaðarmanna.

Hafði hugsað mér að vera til friðs um stund en hef aldrei skorast undan þátttöku.

Skoraði á ansi marga bloggara hér á mbl.is fyrir síðustu kosningar um að taka þátt en þögn sló á hópinn.

Axel er ekki ráð að safna saman fólki í aðgerðahóp og mæta á fundi, svo má brýna deigt járn að það bíti.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.2.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband