Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Vinnubrögð skæruliða
Alveg er þetta dæmigert fyrir vinnubrögð manna með slæma samvisku sem hafa vond verk til að verja.
Steingrímur sendir vin sinn Indriða til að vinna skemmdarverk á væntanlegum viðræðum um hagstæðari Icesave samningskjör, með því verður kannski bjargað orðstír sendisveina Steingríms þeim Svavari og Indriða en öllum meðulum verður beitt til að koma í veg fyrir að þjóðin felli Icesave samkomulagið og lögin.
Það er bara gott að draga svona skjöl upp á borðið til síðari tíma söguskoðunar en að draga upp gömul drög af samningum núna er ekkert nema vísvitandi skemmdarverk að hætti örvæntingafullra skæruliða.
Það er samt gott að þjóðin fái að sjá hver forgangsröðunin er, fyrst er það flokkurinn og fylgismennirnir, svo er það að ríghalda sér í ráðherrastólanna og tryggja að flokkarnir haldi föstum greiðslum úr ríkissjóð óskertum á meðan réttu fólki er raðað í stjórnir fyrirtækja og opinberarnefndir.
„Reyna að þvo hendur sínar af eigin verkum“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál, Fjármál | Facebook
Athugasemdir
Kom ekki grein Kristrúnar á undan þar sem ráðist var að núverandi ríkisstjórn og samninganefnd hennar. Mega menn þá ekki svara fyrir sig?
Auðun Gíslason, 11.2.2010 kl. 18:39
Að sjálfsögðu geta menn svarað fyrir sig en er ekki verið að hefja nýtt ferli við að semja, er sem sagt sjálfsagt að hjálpa gagnaðilanum með svona gramsi í gömlum vinnuskjölum vegna eigin hagsmuna.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.2.2010 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.