Loksins von, "væntanleg"

Forusta ríkisstjórnarinnar talar of mikið um hvað þau ætla að gera seinna, það er löngu tímabært að sjá aðgerðir framkvæmdar og frumvörp lögð fram á þingi.
Væntingariðnaðurinn kom okkur fjárhagslega á hnén og það er engin þörf fyrir væntingaraðgerðir, það er búið að halda þessar söluræður um hvað fólk ætlar að gera seinna of oft.

Þær aðgerðir sem eru kynntar eru flest allar til bóta en er ekki komin tími á að hefja vaktavinnu og vinna 24 klukkustundir sjö daga vikunnar þar til bráðavakt til bjargar fjölskyldum landsins getur lokið störfum.

Dugleysið og seinagangurinn er yfirþyrmandi hjá stjórnvöldum sem virðast halda að einhverjir einstaklingar séu ómissandi í svona vinnu og það virðist sem allt sé unnið miðað við getu þeirra, í stað þess að virkja allan þann mannauð sem við höfum, flýta verkefnum og fá þannig marga til að leggja fram sýna þekkingu.

Það eru skemmd epli í ríkisstjórn sem eru að kæfa samfélagið með forsjárhyggju þess sem er orðin andlega getulaus, ef yngra fólkið rífur sig ekki undan þessu fargi fortíðar og tekur upp samráðsstjórnun að hætti nýrra tíma endar það sjálft sem hindrun á vegi viðreisnar og sem ankeri í uppbyggingu betra samfélags.


mbl.is Dregið úr vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stjórnsýslan er seinvirk og vinnur á hraða snigilsins. Þetta skipulag er ekki tilviljun heldur meðvituð aðferð til að deyfa samfélagið og koma þvi í skilning um stjórnsýslan sé svo flókin og vel varin fyrir mistökum að fólkið er búið að missa alla von um breytingar.

Stjórnvöld eru búin að lýsa yfir mjög eindregnum vilja til að leysa allan ágreining þjóðarinnar um stjórnun fiskveiða og einokun sægreifanna á nýtingu þeirrar auðlindar.

Ætli sú nefnd sem nú hefur þetta mál til meðferðar sé ekki sú átjánda í röðinni? 

Árni Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skil ekki hversvegna það er enginn virk verkstjórn á þessu, það þarf að rífa þetta kerfi inn í nútímann og keyra upp afköst.

Gott gæðaeftirlit og almennileg stjórnun gæti margfaldað málshraðann, samþætting hinna ýmsu stofnana sem og rafræn samskipti geta aukið afköst og gert vinnunna rekjanlega sem og aukið upplýsingastreymi til almennings.

Þetta stjórnsýslukerfi er trénað og staðnað.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.3.2010 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband