Hugsum lengra en um morgundaginn

Vísum ASG úr landi og slítum viðræðum við ESB því framtíðin er fólgin í samskiptum við Kína en ekki í því að skríða sem barðir hundar við fótskör gömlu nýlenduveldanna í Evrópu.

Ef fólk bara les mannkynsöguna þá drýpur blóð úr hverri blaðsíðu sem fjallar um afrek gömlu nýlenduveldanna við að sigra frumstæðar og minni þjóðir með svínslegum aðferðum til að komast yfir auðlindir eða til að tryggja sér land.
Það hefur aldrei rofnað nætursvefn þessar þjóða vegna samviskubits yfir örlögum annarra, og enn er til dæmis Afríkuríkjum hindraður aðgangur að mörkuðum Evrópu sem heldur lífskjörum þar niðri.

Við eigum að endurvekja viðræður við Kína og stórefla samskipti og verslun við Afríku því ESB er að kafna í eigin regluverki og aðgengishindrunum, aldur íbúa Evrópu hækkar ört og fæðingatíðni lækkar ört á sama tíma og ríkin í ESB eru að drukkna í atvinnuleysi og eru að sökkva í skuldafen.

Gerum Ísland að viðskiptamiðstöð fyrir stórveldið Kína, hér er hægt að setja vörur saman, geyma eða flytja áfram til Evrópu og Bandaríkjanna sem og selja okkar framleiðslu til þeirra.

Það eru gríðarlegir möguleikar og framtíð fyrir óháð og sjálfstætt Ísland, ef við bara þorum að treysta okkur sjálfum fyrir framtíðinni í stað þess að skríða sem barðir rakkar inn í ESB grafreitinn.


mbl.is Kínverjar með augastað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað eigum við að eiga viðskpti við alla sem vilja eiga við okkur viðskipti á heilbrigðum forsendum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.3.2010 kl. 13:40

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Rétt Axel við eigum ekki að loka okkur inni í ESB fátæktar gildrunni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.3.2010 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband