Laugardagur, 3. apríl 2010
Guð blessi Ísland
Það er öllum hollt að setja sig í fótspor annarra og reyna að öðlast þannig skilning á þeirra aðstæðum og viðbrögðum á ögurstundu.
Bandaríkjamenn tala oft um að til að öðlast skilning á aðstæðum annarra sé gott að ganga mílu í þeirra skóm.
Ég var að hugsa um þær aðstæður sem Geir Haarde stóð frammi fyrir sem forsætisráðherra, er Mammons væntinga heimurinn hrundi og menn áttuðu sig á að þykjustu peningarnir sem búnir voru til með bókhaldsbrellum voru að gufa upp.
Hann horfðist í augu við að hrunadans færi í hönd og hann sjálfur sem var orðin alvarlega veikur gæti ekki veitt forustu né væri neinn afgerandi leiðtogi innan flokksins til að taka við án þess að flokkurinn sundraðist, og því myndi næsti leiðtogi ekki vera með bein í nefinu heldur brjósk, mjúkur en ekki leiðandi né afgerandi eins og þarf á ögurstundum til að tala fólk upp og sameina til að takast á við vandan.
Ég held að á þeim tímapunkti sem hann ávarpaði þjóðina og sagði þessi fleygu ódauðlegu orð "Guð blessi Ísland" þá hafi hann séð fyrir sér viðtakandi stjórnvöld undir forustuleysi vinstri flokkana sem allt drepa niður og stoppa.
Skoði fólk þær lagasetningar sem búið er að samþykkja að undanförnu kemur skýrlega í ljós að ákveðið hefur verið að fórna almenningi á altari fjarmagnseiganda og ESB ofstækistrúar Samfylkingarinnar sem heldur að þeirra eigið getuleysi til að veita sjálfstæðri þjóð forustu sé ríkjandi og því eina leiðin að skríða sem huglaus hundur í skjól aðalsmanna Evrópu og þiggja þá mola sem munu hrynja af svignandi veisluborðum er náttúruauðæfi Íslands verða á borð borin ásamt niðurbrotnum átthagabundnum kynslóðum skuldaþræla sem eftirrétt.
Eftir að hafa fylgst með "afrekum" ríkistjórnar Jóhönnu og Steingríms tel ég mig núna skilja örvæntinguna sem leiddi til þessara orða.
Guð blessi Ísland.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjármál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
En Þorsteinn Valur... við höfum ekkert betra til að taka við Jóhönnu og Steingrími... mér finnst t.d. Steingrímur hafa staðið sig afar vel og virðist vera að vinna sín verk af dugnaði og heiðarleika...
Ekki megum við hleypa gömlu flokkunum aftur að, Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Get ekki hugsað þá hugsun til enda.
Brattur, 3.4.2010 kl. 12:47
Af tvennu illu sætti ég mig frekar við VG og Samfylkingu. Helst af öllu vildi ég þó sjá almenning rísa upp gegn fjórflokknum og fjármálaöflunum.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 3.4.2010 kl. 12:53
Brattur bróðir og Arinbjörn.
Þetta er einmitt kjarni vandans, hvorugum ykkar ágætu manna dettur í hug að það sé til fólk utan flokka sem hefur getu til að takast á við vandan, þetta er skiljanlegt þar sem flokksvélar fjármagnaðar af ríkissjóða hafa rekið áratugum saman áróður sem miðast við að telja fólki trú um að það sé getulaust.
En er ekki annar núverandi Dómsmálaráðherra lifandi dæmi um það hvað við eigum mikið af hæfileikaríku fólki til að stjórna af fagmennsku.
Það er þessi trú á að flokkar séu alvitrir og þeir einu sem ráði við þetta, sem setti okkur á hnén og svo ætlar fólk að trúa þeim sem sviku okkur til að leisa vandan.
Það voru alþingismenn flokkana sem settu ekki reglur, það voru alþingismenn flokkana sem seldu einkavinum bankana sem borguðu svo með lánsfé úr bönkunum.
Það voru alþingismenn flokkana sem réttu sínum aðalstyrktaraðilum réttin til að hirða fisk og sviptu þannig landsbyggðina lífsbjörginni.
Það eru alþingismenn flokkana sem eru enn á alþingi í boði styrktaraðila flokkana eins og hagsmunagæslumenn fyrir sína styrktaraðila.
Á meðan fólk kýs aftur og aftur þetta sama flokks fólk verða engar breytingar.
Hafið trú á sjálfum ykkur, það eru þið sem verðið látnir bera ábyrgðina og vinna fyrir skuldunum sem þetta fólk er að stofna til.
http://www.rikisendurskodun.is/hlutverk/eftirlit-med-fjarreidum-stjornmalasamtaka-og-frambjodenda/
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.4.2010 kl. 13:39
Eins og ljóð að lesa, svo satt er þetta allt.
Halla Rut , 3.4.2010 kl. 21:52
GH sagði "guð blessi ísland" því hann vissi að hann með sinni ömurlegu stjórnun og stjórnun hægrimanna hafði sett ísland á kaldan klaka..
Hins vegar er það sem tók við ekki mikið betra.. en samt betra, því vinstri stjórnin er í örvæntingu að reyna að bjarga því sem bjargað verður á þessum stutta tíma sem hún hefur verið við stjórn.
En, það má gera miklu betur og það á að horfa framhjá þessum boða og banna ferli sem oft einkennir vinstrimenn.. sem eru þá búnir að umpóla því sem hægri menn hafa gert ..
vandinn er fjórflokkurinn , ekki hægri og vinstri. Vandinn er rótgróinn innherjaspilling sem hefur gegnsýrt íslenskt þóðfélag öldum saman.
Það besta fyrir íslenska alþýðu og þar af leiðandi landið í heild er að ísland gerist 20sta fylkið í noregi. þá er alþingi ekkert annað en fylkisstjórn.. og er það samt aðeins of mikil völd miðað við aumingjaskapinn og ræfildóminn sem hefur komið frá þessari spillingarstofnun.
Óskar Þorkelsson, 4.4.2010 kl. 14:28
Jóhanna var ráðherra í ríkisstjórninni sem hóf ruglið að einkavæða bankana með lánum til kaupana frá öðrum ríkisbönkum og það var Samfylkingin sem var með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn er allt hrundi, ekki gleyma því.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.4.2010 kl. 15:38
gerir það sekt sjallana eitthvað minni Valli ? Samfó var með á síðustu metrunum og fá mesta umtalið, er það ekki týpískt íslenskt ;)
Óskar Þorkelsson, 5.4.2010 kl. 18:48
Nei Óskar, sekt þeirra er ekki minni en það á ekki að draga neinn í skjól því báðir vitum við að flokkskerfið er vandinn sem taka þarf á.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.4.2010 kl. 20:48
ef flokkskerfið er vandinn, ætum við þá ekki að hætta að mæra suma flokka og draga aðra fram sem seka ? eigum við þá ekki frekar að einbeita okkur að því að losna við þessa spillingadurga hvar í flokki sem þeir standa og leysa síðan upp flokkskerfið ?
Óskar Þorkelsson, 6.4.2010 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.