Opinberun spillingar og vanhæfis

Hér sér fólk muninn á því að ráða fagmanneskjur til starfa eða sitja uppi með jarðfræðing sem fjármálaráðherra eða dýralæknir, lífeðlisfræðing sem er sérmenntaður í fiskeldi sem utanríkisráðherra og svo framvegis.

Við erum að kjósa á fjögra ára fresti um fólk til setu á alþingi þar sem setja á lög en endum með vanhæfa opinbera starfsmenn í staðinn þegar þetta fólk hefur raðað sér í hin ýmsu embætti, hvernig fór með Icesave samninga þegar pólitískir vanhæfir flokksmenn fóru að hafa vit fyrir faglegri stjórnsýslu og komu heim með óskapnað sem þjóðin þurfti að krefjast þess að fá að fella með aðstoð forsetans.

Það er löngu tímabært að krefjast fagfólks til að stýra ráðuneytunum en kjósa okkur þverskurð af öllum stéttum samfélagsins til að sitja á alþingi og setja samfélaginu lög og reglur en ekki að raða sér eða sínu flokksfólki í embætti hjá opinberum fyrirtækjum og stjórnum fyrirtækja.

Það verður að taka fast á þessari samfléttun löggjafavalds og framkvæmdavalds til að geta komist út úr þeim spillingarvef sem hagsmunaöfl hafa spunnið um nánast allt samfélagið, án þess er engra breytinga að vænta.


mbl.is Flestir ánægðir með störf Rögnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Ég held að það þurfi nú að skoða embættismennina svolítið nánar.

Hamarinn, 5.4.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Stjórnsýsla sem býr við endalaus afskipti og svokallaðar hreinsanir að hálfu pólitískra ráðherra og flokksfólks, verður ávalt hálf lömuð og duglaus því allir sem reyna að fylgja faglegir stjórnsýslu, eru lagðir í einelti og flæmdir burt.

Svo eftir sitja já bræður og systur sem þora oftast ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Sjá viðbrögð og árangur fjármálaeftirlitsins eða annarra sem áttu að sinna eftirliti með fjármálakerfinu fyrir hrun.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.4.2010 kl. 21:49

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tek heils hugar undir þessi orð.

Hríðarkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 5.4.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband