Farðu Jóhanna og allt þitt hyski

Óskir áramótaræðunnar eru sumar fallegar og vonandi rætast þær fyrir þjóðina, en svo verður samt ekki á meðan gömlu spilltu stjórnmálamennirnir og konurnar sitja á Alþingi.

Það var þetta fólk sem afnam þau lög sem sett voru eftir kreppuna miklu til að hindra svona hrun

Það er þetta fólk sem situr enn á valdastólum útbrunnið og hefur setið í áratugi án þess að koma í verk þeim lagabreytingum sem það hefur ítrekað lofað að framkvæma.

Það var þetta fólk sem var kosið til að setja lög og reglur um samskipti í samfélaginu en svaf og leyfði fjármagnseigendum að moka út ólöglegum lánum á meðan þingmenn voru uppteknir við að koma ofur eftirlaunafrumvarpi fyrir sjálfa sig í gegn um þingið án andstöðu fyrr en eftirá.

Það er þetta fólk sem hefur verið að taka ítrekað fram fyrir hendur framkvæmdavalds til að hygla sýnum kjósendum og kjördæmum, og flæmt þá starfsmenn úr starfi sem veitt hafa mótstöðu.

Það er þetta fólk sem hefur brotin niður ítrekað stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið til að koma sínum flokksmönnum í embætti óháð hæfileikum og getu til að sinna þessum störfum.

Það er þetta fólk sem hefur mokað miljörðum af peningum skattborgara í vasa flokkana til að geta fjármagnað og tryggt sér endurkosningu á kostnað almennings.

Það er þetta fólk sem hefur komið þúsundum flokksmanna og kvenna í launaðar nefndir sem sumar eru frekar til skrauts en gagns, og miljörðum hefur verið mokað úr vösum skattborgara í launa og rekstrarkostnað flokks nefndanna.

Þetta er bara lítið brot af afglöpunum og löngu kominn tími á að þetta fólk fari út af þingi ásamt þingmönnum sem voru kostaðir á þing af fyrirtækjum og hagsmunasamtökum út í bæ.

Farðu Jóhanna, þinn tími er liðinn.

Annars óska ég öllum landsmönnum gæfu, friðar og kærleiks á nýju ári.

Lifið heil


mbl.is Uppbygging og vöxtur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

sammála! þetta hefur bara staðið vörð um fílabeinsturnanna, reyst upp sömu banka-svindl-maskínu-ríkistimpla-systemið með sömu andlitunum, á sömu grunnunum en bara með nýjum kennitölum og ætla greinilega að láta okkur kyngja og gleypa sömu svindl- meðulin aftur og aftur.

Það er sjálfsagt að fyrirgefa öllum en nauðsynlegt að kunna og þora að segja NEI! 

Gleðilegt ár kæru vinir.

Jónas Jónasson, 31.12.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Getur verið að Hr. Jóhanna hafi verið að vísa til valdhafa nýlenduveldanna, þegar hún talaði um sátt við alþjóðasamfélagið ? Ég veit ekki betur en almenningur um allan heim hafi fagnað með Íslendingum, þegar Icesave-samningarnir voru felldir í þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010. Þessi marklausi forsætisráðherra er þjóðsvikari.

Ætli innihalds-lausara áramóta-ávarp hafi nokkurntíma verið flutt á þessu landi, en moðhausinn flutti ? Ég tek undir áramóta-óskir þínar Þorsteinn, um að Íslendingar þurfi ekki að hlusta á Hr. Jóhönnu flytja fleirri ávörp.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.12.2010 kl. 21:49

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gleðilegt nýtt og gæfuríkt ár.

góður pistill ;)

Óskar Þorkelsson, 31.12.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Oft er betra að þegja

- en segja!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2011 kl. 03:49

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þessi stjórn verður að hverfa af Alþingi

EA

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.1.2011 kl. 19:32

6 Smámynd: Elle_

Ekkert sniðugt að þegja meðan landið sekkur.  Jóhanna ætti að fara og þó löngu fyrr hefði verið. 

Elle_, 2.1.2011 kl. 00:12

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ha er landið að sökkva? Kannski sums staðar en víða er það að rísa eins í sunnan við Vatnajökul.

Hvað hefði stjórnarandstaðan gert? Hefði hún náð nokkuð betri árangri?

Ætli það.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2011 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband