Með fyrirvara, en vekur von

Takið eftir að það stendur "geti" þannig að það verður að fara með málið fyrir dóm, er ekki rétt að stofna samtök sem ganga í að fá fá gott lögfræðiteymi til að annast málið og þá hellst utanlands.

,,Það er álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að sé heildarkostnaður við lántöku ekki tilgreindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins"

Frábært framtak að leggja fram þessa fyrirspurn, sumir bara tala en aðrir framkvæma. Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands á skilið lof fyrir þetta

mbl.is Lánin álitin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hvar er þá árangurinn sem HH hefur náð á þessum 4 árum og er verið að reka dómsmál innan eða utanlands ?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.2.2013 kl. 19:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og kemur fram í þessum tilvitnuðu heimildum á vefsíðu samtakanna, þá hófst undirbúningur málsóknar á grundvelli laga um neytendalán vorið 2012. Málið var þingfest þann 18. október síðastliðinn og verður tekið fyrir í næstu viku í héraðsdómi Reykjavíkur.

En hver er árangurinn? Við vitum auðvitað ekki árangurinn af þessu dómsmáli fyrr en dónur fellur. Við vitum þó að þær fréttir sem nú berast af áliti framkvæmdastjórnar ESB á verðtryggingu, og sem taka í sama streng og dómsmálið, eru einmitt afrakstur af starfi samtakanna undanfarin misseri, til dæmis kvörtun sem send var til ESA.

Stærsti einstaki árangurinn hingað til er þó að hafa fengið ólögmæti gengistryggingar viðurkennt fyrir dómi, auk þess að hafa náð að verjast afturvirkum breytingum á vöxtum slíkra lána. Þess má geta að lántakandinn í því máli var einmitt sami doktorinn í Evrópurétti og sem stendur nú að umræddum rannsóknum á lögmæti verðtryggingar.

Hvað varðar þann hluta spurningar þinnar sem snýr að því hvort dómsmál séu í gangi utanlands, þá get ég nefnt að ESA hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA dómstólinn vegna þess að ekki er búið að innleiða tilskipun 2008/48 um neytendalán. Það snýr hinsvegar eingöngu að innleiðingu en hefur ekkert með lánin sjálf að gera. Ekkert slíkt dómsmál er í gangi utanlands, enda er það fyrir íslenskum dómstólum sem leiða þarf þetta lykta, eins og er einmitt bent á í bréfinu sem um ræðir.

Ég vona að þetta svari vangaveltum þínum nógu skýrt.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2013 kl. 21:14

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er sem sagt verið að tala um að þetta taki þó nokkur ár í viðbót, en á meðan eru þúsundir heimila seld á nauðungarsölu og fjölskyldur klofnar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.2.2013 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband