Fimmtudagur, 14. mars 2013
Það er annað og miklu stærra umhverfisslys að gerast
Hef trú á að fjármagnshungrið mikla sé að ýta undir þessi viðbrögð enda eru menn fljótir að fara að tala um bætur frá Landsvirkjun. Man ekki betur en að sumir hverjir sem nú kveina yfir fyrirséðum afleiðingum hafi verið miklir virkjanasinnar í upphafi virkjunar
Það er annað og miklu stærra umhverfisslys að gerast sem er að eyðileggja Fljótsdalshéra og framtíð ferðaþjónustunnar á svæðinu, hingað til Íslands kemur fólk sem vill útsýni en ekki vera innikróað af trjágróðri eins og þeim sem hér á Héraði hefur verið ausið út sem atvinnuskapandi verkefni fyrir bændur án fyrirhyggju.
Trjágróðri þar sem skattborgarar greiða 97% af kostnaðinum, svo fyrir grisjun og að endingu virðist þurfa að niðurgreiða timbrið til að hagkvæmt sé að brenna það til að hita vatn.
Er þetta ekki alklikkaðasta meðferð á skattfé almennings sem til er.
Hjarðir Hreindýra virðast líka hafa flúið af Fljótdalsheiðinni því gott vegakerfi hefur opnað svæðið, er ekki frá því að miklar skammtíma tekjur af veiðimönnum hafi eins og skógræktinni blindað framtíðarsýn
Græðgin virðist vera á góðri leið með að leggja Héraðið niður sem náttúruparadís til frambúðar
Vilja fund með Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.