Óseljanlegar vörur

Hversvegna í ósköpunum á að greiða þeim sem ekki geta framleitt seljanlega vöru laun úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.

Geti “listamaður“ ekki framleitt neitt sem einhver annar vill kaupa, hver flokkar eða vottar hana þá sem listamann.

Skólakerfið er lengi búið að framleiða svo kallaða listamenn og margir sýningasalir sýna ekki verk annarra en menntaðra listamanna, það er því hægt að framleiða staðlaða og mótaða starfstétt sem er orðin að iðnstétt sem skipulega vinnur í að loka á aðra en þá sem hafa fengið þennan titil í gegn um menntakerfið.

Útkoman er andlegt geldneyti sem ekki getur selt vöru því enginn vill þetta andlausa rusl, á meðan eru náttúrulega hæfileikaríkir listamenn  að koma í ljós á kaffihúsum landsbyggðarinnar og sveitamörkuðum sem og einstaka bæjarhátíðum sem enn hafa ekki lokað fyrir þátttöku þeirra á sýningum

Hinir ómenntuðu sýnendur eða eins og sumir kalla amatörar, eru oft kallaðir til því þeirra verk hafa hughrif og vekja athygli sem aftur skapar eftirspurn á vöruna.

Með því að koma í veg fyrir að aðrir en útvaldir geti sýnt það sem þeir hafa fram að færa hefur iðnstéttin listamenn verið í raun að kyrkja sköpun og list, ímyndarsköpun var til þess að tekið var upp samheitið skapandi greinar og það látið ná yfir bæði þær starfsstéttir sem afla tekna og  þeirra sem eru útgjaldaliðir fyrir ríkissjóð.

Þetta virðist stundum eingöngu hafa verið gert í þeim tilgangi að geta kastað fram fullyrðingum um tekjusköpun þessara aðila þó inn í samheitinu felist í raun kostnaðarsamar afætur af opinberu fé, hundruð miljóna streyma úr ríkisjóð til rithöfunda og listmálara sem ekki geta selt sínar vörur auk alls þess kostnaðar sem í menntakerfinu liggur og varið er til kaupa á þeirra verkum.

Það dettur engum í hug að setja iðnfyrirtæki sem ekki framleiða seljanlega vöru á framfæri hins opinbera og það sama á að eiga við um iðnaðarstéttina listamenn, á sama tíma og við skerðum í heilbrigðiskerfinu á ekki að ausa fé í gæluverkefni einstakra stjórnmálamanna. Listamaður sem framleiðir seljanlega vöru dafnar og mér finnst sjálfsagt að hjálpa þeim sem vilja skapa með lánsfyrirgreiðslu eins og hverjum öðrum iðnframleiðanda, slíkt fjármagn á að fara með sem lánsfé en ekki gjafafé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.

Vilji “listunnendur“ halda einhverjum uppi er vel hægt að stofna styrktarsjóð í næsta banka, það er komin tími á að stoppa þessa höfðingja í úthlutun á annarra manna fé.


mbl.is Meirihluti andvígur listamannalaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband