Samfélagssátt þarf um hvað dugar til

Það þarf að tryggja að lágmarkslaun félagsmanna ASÍ, sem eru notuð sem viðmið í bótakerfi ríkisins verði aldrei undir raun framfærslu og það er best tryggt með lögum um lágmarkslaun.

En það þarf líka að gera samfélagssátt um þak á yfirgengilega græðgina sem þrífst best þar sem siðlausir einstaklingar fara með annarra fé, við getum sett þak með lögum um  hámarkslaun og notað kostnað við menntun í stað neysluviðmiðs þannig að fólk fái laun til samræmis við kröfur um fjárfestingu í menntun.

Við þurfum að gera samfélagssátt um skiptingu þess auðs sem við fengum í arf og eða myndum sjálf, við getum ekki haldið áfram að kljúfa þjóðina niður með misskiptingu lífsgæða og sundrað henni enn frekar en orðið er.

Það er löngu tímabært að fara að sauma saman sárin sem skorin hafa verið í samhjálpina og samstöðuna undanfarin ár, örin munu samt standa enda áminning um hvernig græðgin og spillingin getur farið með þjóð.

Sátt um lágmark og hvað telst nóg, væri gott veganesti í slíkan leiðangur sem þjóðin verður sjálf að leggja í því ekki eru þeir sem sköpuðu vandan færir um að leysa hann eins og sést á áformum um frekari misskiptingu.

 


mbl.is Ræða þak á laun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband