Animal Farm samfélagið

Fyrir ekki svo löngu skaut Íslenska lögreglan mann til bana sem átti við geðræn vandamál að etja, ég veit ekki til þess að lögreglumaður hafi verið skotin til bana af íbúum þessa lands.

Er ekki réttara að auka fyrst kröfur um menntun og þjálfun lögreglumanna sem og um fagleg vinnubrögð frekar en að gera svona lagað.

Aldrei hef ég heyrt af rannsókn sem sýnir að öryggi lögreglumanna hafi aukist við vopnaburð né að alvarlegum glæpum hafi fækkað, hinsvegar hef ég heyrt af stigmögnun í framhaldi af svona aðgerðum.

Lengi hafa talsmenn lögreglufélags talað um virðingarleysi fyrir lögreglu og óskað eftir vopnum til verndar sér, það er misskilningur að virðing skapist við ógnun eða hótun um notkun svona vopna: http://youtu.be/1ZaIX6LccTg

Þetta eru einfaldlega skýr skilaboð til glæpamanna um að nú skuli þeir líka vopnast og vera tilbúnir til átaka, því ekki sé lengur um hefðbundnar stimpingar við handtöku að ræða.

Þetta mun valda breytingu á viðhorfi til lögreglu, hún er ekki lengur skjól að sækja til heldur ógn að varast sem mun skila sér í þögulli andúð og aukinni fjarlægð. 

Ótti þeirra sem hafa með blekkingum og græðgi söðlað undir sig auðlindir og fyrirtæki þjóðarinnar er skiljanlegur, og þeim finnst þeir eflaust öruggari með vopnaða vernd gegn borgurum þessa lands. 

Mikið afskaplega er Íslenskt samfélag að verða ömurlegt  og líkt Animal Farm samfélaginu sem Georg Orwell lýsir svo vel með þessari mynd: http://youtu.be/w0pys7boNro
 


mbl.is Hríðskotabyssurnar norsk gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er einmitt þetta viðmót sem ég óttast. "Vitiði að það eru meiri líkur að lifa af lögregluáras í bandaríkjunum ef þú skýtur fyrst á lögguna?

Gefst upp, gerir eitthvað rangt á meðan eða löggan panikkar útaf einhverju og þeir byrja að skjóta. Fólk hefur oft dáið þannig, vopnlaust.

En ef þú hinsvegar, skýtur fyrst, þá stekkur löggan í skjól og byrjar að semja (þeir eru mjög lífhræddir.)

Viljum við svoleiðis hérna?"

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.10.2014 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband