Miðvikudagur, 3. desember 2014
Þú hefur valdið kæri þingmaður
Már finnst oft eins og þingmenn skilji illa að þeir sitja á löggjafasamkomu Íslands og þar setja menn lögin sem eru leikreglur samfélagsins, þar á eftir koma ráðuneytin með reglugerðavaldið í gegn um pólitískan ráðherra
Þingmenn eiga að taka upp málefni sem eru að valda upplausn og sundrungu í samfélaginu til að tryggja velferð og frið, en oft virðast þingmenn bara hissa á afleiðingum eigin verka og framkvæmd lagana sem þeir samþykktu jafnvel sjálfir.
Þessi siður að koma með haug af þingmálum síðustu dag þings og hrúga inn til afgreiðslu, er að valda almenningi miklu tjóni því illa hugsuð lög eru að fljóta með í gegnum þingið.
Það virðist enginn hópur löglærðra fara yfir einstaka frumvörp og skoða afleiðingar þeirra né er að sjá að öll frumvörp séu kostnaðargreind
Afleiðingunum tökum við sem erum ekki að gera annað en vinna fyrir salti í grautinn, við erum oftast auðveld bráð siðblindra aurasálna sem engjast endalaus af græðgi og hungri eftir annarra manna eigum og fé.
Gott er að Ásmundi blöskri og þá kannski er von til að lög verði endurskoðuð og eignarupptaka stöðvuð, tilvalið er að byrja á Íbúðalánasjóð sem hefur sett þúsundir einstaklinga á götuna og sundrað fjölskyldum undanfari ár.
Er það gott fyrir samfélagið að selja ofan af fjölskyldum og sundra þeim, en taka svo við þessu fólki brotnu og framtakslausu inn á félagsmálastofnanir sveitarfélagana.
Er betra að hafa fólk framtakslaust og brotið, heilsu og vonlaust án framtíðar en virkt og vaxandi.
Hvað lengi á það að vera forgangsmál í samfélaginu að tryggja velferð dauðra hluta eins og prentaðs pappírs, í stað þess að huga að því sem er lifandi og finnur til.
Við þurfum að losa okkur við af þingi þá stjórnmálamenn sem sjá samfélagið sem veiðilendur fyrir fégráðuga, og koma á þing þeim sem vilja tryggja gott og heilbrigt mannlíf.
Verðmætið er fólgið í hinum lifandi verum en ekki prentuðum dauðum pappír.
Misstu húsið vegna 50 þúsund króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Heimspeki, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Ég hef lengi haldið fram því að fólk - og þó einkum hamingjusamt fólk - séu mestu verðmæti hvers samfélags.
Þessi skilningur er afar fjarlægur þeim sem hér stjórna.
Árni Gunnarsson, 8.12.2014 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.