200 miljónir til að magna ófrið

Að veita 32 miljónum úr vasa þjóðarinnar til að sefa vonda samvisku er ekkert annað en krókódílatár, þegar verið er að veita 200 miljónum til hernaðaruppbyggingar í Úkraínu.

Sjá:Aukin framlög til NATO.

Menn veita smánar upphæð til að bæta fyrir þá neyð sem þeir hafa sjálfir að mestu skapað með stuðningi við stríðsrekstur NATO og ófriðarstefnu Bandaríkjamanna, en fjármagna svo á sama tíma eldsneytiskaup á næsta ófriðarbál í Úkraínu.

Menn er best að dæma af verkum frekar en fögrum orðum, og greinilegt að Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin  eru flokkar ófriðar og átaka. Það var Halldór Ásgrímsson sem eyðilagði friðarímynd Íslands með ófriði gegn Írak og svo bætti Össur Skarphéðinsson við í safnið en nú kemur Gunnar Bragi með Úkraínu.Almennir borgarar þjást

Merkilegt hvað menn sem sitja á öruggum stað fyrir aftan skrifborð á Íslandi eru viljugir til að efna til ófriðar, vitandi að þeim mun ekki blæða sjálfum né þurfa að hlusta á vein þjáðra eða grafa þá sem falla

Líklega er farsælast að leggja niður Íslensku friðargæsluna, Þróunarsamvinnustofnun Íslands og yfirgefa NATO, okkar peningum er betur varið með því að styrkja starfsemi á vegum Sameinuðu þjóðanna og koma á viðræðum deiluaðila frekar en kynda undir ófriði.


mbl.is Létt undir með tómum sjóðum SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband