Föstudagur, 2. janúar 2015
Að tapa miljörðum
Hvers virði er starfsreynsla er upp er staðið ?
Viðvarandi æsku og skjaladýrkun undanfarinna áratuga virkar sem trúarbrögð frekar en skinsemi er horft er til þess hversu miklum verðmætum atvinnulífið kastar frá sér.
Regluleg laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012.
Ef við gefum okkur að við séum 20% af vinnutíma að þjálfast eða læra að fást við verkefni og nýja hluti, fara um 80.000 krónur á mánuði í þjálfunar og námskostnað starfsmanns.
Það eru því 964.800 krónur á ári, sem vinnuveitandinn er að fjárfesta í færni og starfsreynslu viðkomandi starfsmanns.
Starfsmaður sem fer á milli margra vinnustaða er stöðugt að takast á við nýjar aðstæður og fjárfesting í færni og starfsreynslu byggist upp, töluvert af þessari fjárfestingu skilar sér inn á vinnustaðinn eftir því sem starfsmaðurinn miðlar af sinni reynslu og þekkingu til samstarfsmanna en samsetning vinnuhópa skiptir miklu.
Ef við höldum okkur við mánaðarlega 80.000 krónu fjárfestingu í þekkingu og færni starfsmanns er atvinnulífið búið að fjárfesta fyrir 9.648.000 krónur í hverjum einstakling eftir 10 ára starf, og upphæðin er komin í 28.944.400 er viðkomandi fer yfir töfra aldurinn 50 ár og jafnvel 30.000.000 ef starfsmaður byrjaði ungur á vinnumarkaði.
Nú bregður svo við að er fjárfestingin fer yfir þennan 30.000.000 krónu múr við lífaldurinn 50 ár, þá virðast flestir vinnuveitendur hætta að átta sig á þeirri vermætasöfnun sem átt hefur sér stað. Atvinnulífið virðist að stærstum hluta trúa því að með því að henda þessari 30.000.000 króna fjárfestingu myndist hagnaður í nýrri þekkingu, unglegri ásýnd og frískari ímynd.
Sumir segja að þetta sé vegna tilmæla starfsmannastjóra og ráðningarráðgjafa sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri á vinnumarkaði, starfsmannaveltan hefur farið í 25% hjá sumum fyrirtækjum sem nýtt hafa sér þjónustu þessara aðila og kostnaðaraukinn fyrir fyrirtækin í færniþjálfun hlýtur að teljast sligandi.
Bankarnir okkar voru einkavæddir og og fengu unglegri ásýnd og frískari ímynd sem einkennist af reynsluleysi og oftrú á eigin getu.
Við munum öll hvernig sú vegferð endaði.
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Kjaramál, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.