Það gleypa heiminn

Vandamál Austurlands er Alcoa, fyrirtæki sem fór upp í 25% starfsmannaveltu sem þýðir algera endurnýjun allra starfsmanna á 4 ára fresti.

Fyrirtækið sem sá um ráðningarmál álversins í upphafi skilaði í raun litlum árangri og nú hefur Fjarðabyggð tekið til við að ala upp Alcoa starfsmenn framtíðarinnar í gegn um menntakerfið.

Ör starfsmannavelta og of hátt fasteignaverð skapar ekki stöðugleika og fólk fer ekki að kaupa eignir fyrir tímabundna búsetu á svæðinu, gott fólk í lokuðu samfélagi, atvinna og falleg náttúra dugar ekki til lengdar. Fólk vill hafa valkosti í afþreyingu og þjónustu sem og líf utan veggja álversins.

Það eru vinir og ættingjar sem toga fólk inn á svæði og halda til lengdar en ekki vinnustaðir, álver Alcoa er orðið kjarni atvinnu á svæðinu og einn fundur innan þess fyrirtækis getur dugað til að leggja svæðið nánast í rúst.

Ég er ekki viss um að það sé mjög skynsamlegt fyrir einstaklinga að fjárfesta fyrir margar miljónir á svæðinu sökum tiltrúar á fyrirtækinu, eða fyrirtækjum sem byggja nánast alla sýna afkomu á Alcoa.

Vonandi læra Húsvíkingar af mistökum annarra og láta græðgina ekki taka yfir samfélagið, annars sitja þeir líka uppi með sama offjárfestinga pakkann sem Suðurnesjamenn og Austfirðingar.

Þetta er ekki spurning um magn, heldur hvernig farið er með.

 


mbl.is Alls 217 fasteignir til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband