Hvenær fær þjóðin að kjósa

Ísland úr NATO og herinn burt er gömul krafa sem maður hló af á yngri árum en tekur nú undir með auknum þroska og skilningi á þjáningum fólks.

Ég vill þetta morðingjastóð sem lengst frá landinu en virði lýðræði ofar eigin skoðun, ég vill því að þjóðin fái að kjósa um veru okkar í NATO eða hvort við verjum okkur sjálf.

Hér gætum við byggt upp griðastað fyrir þá sem deila og tryggt frið sem öryggi vegna viðræðna deiluaðila, er ekki full þörf á tryggum hlutlausum stað í þessum heim ófriðar.

þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um veru okkar í NATO eða þátttöku í þeim félagsskap, er ekki komin tími á það.

það hefur að mestu verið geðþóttaákvörðun einstaka ráðherra hversu djúpt við sökkvum í þennan félagsskap og enginn heimild frá þjóðinni verið til staðar fyrir þeirri vegferð.

Ef þjóðin vill vera í þessu bandalagi þá skulum við hefja uppbyggingu aðstöðu, ef ekki þá burt.


mbl.is Metfjöldi herskipa hér við land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þorsteinn þú verður að muna að ísland er á stað sem margar stórþjóðir myndu vila hafa aðstöðu á. Kína vildi koma og voru Grímsstaðir á Fjöllum þáttur í því. Grænland sem þeir ætluðu að hefja námuvinnslu á var partur af þessu plani en hingað áttu að koma 5000 menn í hvíld á mánuði. Hefði þetta skeð þá væru annaðhvort Rússar eða kanarnir komnir hingað líka. NATO er besti kosturinn. 

Valdimar Samúelsson, 21.10.2018 kl. 10:28

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ég kaupi ekki þennan ótta við Kína og sérstaklega í ljósi þess hvað miklu hefur verið logið upp á Rússa þegar rekjanlegar heimildir leiða í ljós að það er USA og NATO sem eru brennuvargar friðar í heiminum.

Blóð og ófriðar slóðin er aldrei lengi þurr eða köld

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 21.10.2018 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband