Milljarðatugir í höndum hinna ábyrgðarlausu

Hver kemur til með að axla ábyrgð á þessu endurtekna tapi á ávöxtun lífeyrissjóðanna, er þetta ekki enn eitt dæmið um fáránleika laga um lífeyrissjóði með skylduaðild.

Alþingi þvingar almenning með lögum til að ráðstafa 12% af launum til ábyrgðarlausra aðila, sem hafa það hlutverk að ráðstafa annarra manna fé án ábyrgðar og fá vel greitt fyrir. 

Á Íslandi er skyldubundið samtryggingarkerfi. Samkvæmt því eiga allir launamenn og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur frá 16 til 70 ára aldurs að greiða iðgjald í lífeyrissjóð sem nemur að lágmarki 12% af heildarlaunum og sum stéttarfélög er komin upp í 15,5%.

Í hruninu rannsökuðu þessir aðilar sig sjálfir, gáfu út skýrslu og komust upp með að tapa ótrúlegum fjárhæðum án þess að nokkur væri látin bera ábyrgð eða greiða skaðabætur.

Mér vitandi leggja stjórnarmenn ekki fram starfsábyrgðartryggingu og ég veit engin dæmi þess að aðili í stjórn lífeyrissjóðs hafi verið látin bera ábyrgð né hverskonar ábyrgð þá væri um að ræða.

Minnir að einhver hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt en aldrei fyrir að hafa með störfum sýnum valdið ámælisverðu útlánatapi eða rýrt væntanlega ávöxtunar á fé sjóðsfélaga með slíku.

11,6 miljarða tap á Bakka


mbl.is Niðurfærsla upp á 11,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband