Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Ertu manneskja eða mús
Hef hálfgerða skömm á fólki sem ferðast nafnlaust um á netinu og blogginu, skammast út í hitt og þetta og jafnvel eys auri yfir náungan í skjóli nafnleyndar.
Er kannski að henda grjóti úr glerhýsi sjálfur að einhverju leiti, en ákvað samt að bæta við höfundarlýsinguna frekari upplýsingum um mig sjálfan, þannig að ég væri sjálfur fyrir opnum tjöldum á sama hátt og ég vill að aðrir séu.
Best að koma fram eins og maður er, enda ekkert að fela og ekki með nægilega gott mynni til að ljúga einhverju.
Þarf hvort sem er ekkert að sanna eitt eða neitt fyrir neinum lengur.
Skiptir mig bara engu máli hvað öðrum en fjölskyldunni finnst.
Hef samt verið hugsi yfir þessari grimmd í sumu fólki gagnvart náunganum og því hvað fjölmiðlar ala oft á og kynda undir villidýrunum. Besta erlenda dæmið er söngkonan Britney Spears sem er elt af úlfa hjörð fjölmiðla eins og sært dýr, að því er virðist til að sjá hvort hún brotnar ekki alveg og tekur líf sitt.
Er þetta það sem við lesum og greiðum fjölmiðlum fyrir að gera okkur til skemmtunar, hver velur að birta þennan sora á síðum blaðana og öðrum fjölmiðlum.
Segir val blaðamannanna allt um þeirra eigin lágkúrulegu hvatir og hugsanir, erum við að láta siðblinda einstaklinga teyma okkur niður í forina eða erum við að greiða þeim fyrir það sem við viljum sjálf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
.. .heyrðu... það eru bara 2 dagar á milli afmælanna okkar... og við báðir í Meyjarmerkinu... karlagreyin!
... best að koma til dyranna eins og maður er klæddur eru orð að sönnu..., ég er alltaf að reyna það...
... en kannski er ég bara mús...
Brattur, 29.1.2008 kl. 23:50
Það er gott að vera meyja en held ekki að þú sért mús.
Þú veist að Anna á kött ekki satt, og ef þú værir mús hefði öðruvísi farið
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 00:01
Gaman að sjá hver maðurinn er..... en ég er búin að vita lengi að hann er góður, skynsamur og uppbyggilegur.
Brattur er engin mús. Hann er risavaxin persóna, enda dugir ekkert minna til að höndla tröllið.
Anna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 00:13
Kötturinn hleypti honum inn, segir það ekki allt um réttmæti einhverjar músa hugsana
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 00:17
Mikið er ég sammála þér. Kannski er þetta aldurinn :-) en ég þoli ekki hvað fjölmiðlar vilja dvelja lengi í vanlíðan annarra á einhvern brenglaðan hátt, svona eins og okkur hinum eigi að langa til að sökkva okkur ofan í ólán fólks af einskærri forvitni.......klikkun.
Íris Ásdísardóttir, 30.1.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.