skiljanleg viðbrögð, en sein

Finnst seint gripið fram í og kannski verið betra að þrepa þetta niður fyrr.

En ef ég væri að reka banka myndu sömu viðbrögð vera við of miklu framboði, bankarnir fjármagna nánast allar þessar framkvæmdir og hafa gert lengi, hafa bjargað sér með því að stofna sér félög um eignarhald fasteigna og halda þannig uppi háu og hækkandi fasteignaverði.

Verðfall á fasteignarmarkaði yrði þeim dýrt, og gerði fjölda fólks eignarlaust í yfirveðsettum eignum

Óhæfir pólitískir stjórnendur sveitarfélaga, sem hafa í skammsýni og græðgi farið fram hjá lögbundnu hámarksverði á lóðum, með því að fara útboðsleiðina og sprengja upp lóðarverðið, eru upphafið af óförunum.

Á eftir þessu brjálæðislega og óraunhæfa lóðarverði komu bankar hinna nýríku, og buðu nánast fulla fjármögnun á öllum pakkanum til áratuga á fínum vaxtarkjörum og skriðan fór af stað.

Núna eru afleiðingar skammsýnna aðgerða að koma fram og hinir grunlausu einstaklingar sem sáu tækifæri til að bæta líf sitt og sinna, sitja uppi með afleiðingar af ábyrgðarlausum og grunnhyggnum ákvörðunum pólitískra leiðtoga, sem þetta sama fólk kaus að vísu.

Pólitík er of mikilvæg til að láta atvinnupólitíkusa um hana og hafðu í huga í næstu kosningum að hæðst glimur í tómri tunnu.


mbl.is Bankarnir bremsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hætt við að næstu mánuðir verði mörgum erfiðir í húsnæðismálum. Bæði þeim sem koma til með að horfa upp á skuldir sínar síga upp fyrir eignir og eins þeir sem eru að hefja byggingu eða eru stutt komnir. Lóðaverð er náttúrulega út úr öllum kortum og hreint ótrúlegur sá fjöldi sem er reiðubúinn að greiða 15-25-30 milljónir fyrir nokkur hundruð fermetra lóð. Sennilega verða bankarnir orðnir stærstu leigusalar á markaðnum áður en langt um líður. Ef til vill var það ætlunin strax frá upphafi? Ég bara spyr.

Halldór Egill Guðnason, 30.1.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skil bankana vel að mörgu leiti þó þeir séu sekir um skammsýni og græðgi, gætu þurft að gubba gróðanum upp úr sér aftur en læra þá kannski að allt gott kemur hægt og hljótt, jafnt og þétt.

Að eignast viðskiptavin er langtíma samskipti, en ekki bara leifi til að taka fólk þurrt, aftur og aftur.

Finnst samt ábyrgðin hvíla mest hjá stjórnvöldum sem ekki stoppuðu sveitarfélöginn í lóðarútboðum.

Það á ekki að leifa pólitískt kjörnum fulltrúum að vera í rekstri með almannafé, né sleppa þeim út fyrir ramma lagana.

Alþyngi á að setja lög og reglur til að starfa eftir, og sveitarfélöginn eiga að framfylgja þessum reglum og leiðbeiningum, ábyrgðarleysi pólitískra fulltrúa er algert og hefur margoft sannað sig þegar axla á ábyrgð á klúðri.

Eigum að sjálfsögðu að láta kjörna fulltrúa setja stefnu og semja reglur, en láta reksturinn vera í höndum starfsmanna sem hægt er að gera ábyrga fyrir að fara út fyrir samþykktir sveitarfélaga og virða ekki tilgang laga.

Verðum að hætta að grafa í bili, enda komin ofan í fjárhagslega holu.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hef trú á því að bankamenn eigi ráð undir hverju rifi. Kannski sjá hag sinn á leigumarkaðinum eins og Halldór bendir á.

Voru það ekki stjórnmálamenn sem einkavæddu bankana og færðu mönnum gullið í hjólbörum?? Mig minnir það. Þó virtist það hafa lítil áhrif á kjósendur, hvernig sem á því stendur

Ástandið er grafalvarlegt og á eftir að versna. Hef alla trú á því að við séum að sigla hraðbyr inni í efnahagskreppu, því miður. Þá verður það lögmálið ,,Survival of the strongest" sem ,,bliver"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Líklega rétt Guðrún og Halldór, verðum flest orðin leiguliðar hjá bönkunum

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.1.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband