Tala annað tungumál

Það er oft eins og reiknimeistararnir tali annað tungumál en fólk almennt gerir eða skilur.

Ég hef ávallt haldið að ef boðið væri í verkefni fast einingarverð, og útkoman væri  ákveðinn upphæð af kostnaðaráætlun, þá teldist allt það sem fer umfram þá tilboðstölu, verð umframkeyrsla á tilboði.

Þar getur verið um annað hvort magnaukningu að ræða vegna ófyrirséðra aðstæðna, eða viðbótarverk sem ekki voru inn í tilboðinu upphaflega.

Fyrir mér er öll magnaukning og viðbótarverk af þessum sökum, umframkeyrsla á kostnaðinum, og segir til um hvort kostnaðaráætlun hafi verið raunhæf og rétt í upphafi, eða hvort framkvæmdin hafi verið illa undirbúin, framkvæmdaraðilinn misst stjórn á framkvæmdinni, eftirlitið brugðist eða að fyrirséðum kostnaði hafi verið leynt, til að afla samþykkis fyrir framkvæmdinni í upphafi.

Svo væri gott að sjá framkvæmdarkostnaðinn sundurliðaðan eftir einstökum verkum, og verktökum, en ekki allan pakkann tekin saman.

Þegar heildarpakkinn er 133,3 milljarðar króna, sést fátt í raun, og svona heildar samtektir á tölum eru gagnslausar til annars en að kæfa umræðu og halda blaðamannafundi.


mbl.is Landsvirkjun segir kostnað 7% umfram áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Athyglisvert. Ég þekki ekki sjálf svona vinnubrögð hef sem verktaki bara sent inn reikning sem þá miðast við tímafjölda eða annað magn. En þetta er eins og með allar tölur það virðist endalaust hægt að leika sér með þær fram og aftur.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.7.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Að vísu verður að taka tillit til framkvæmdartíma og gengisbreitinga auk verbólgu við svona stórar framkvæmdir, en ef menn reikna líka upp kostnaðaráætlunina, ætti að liggja fyrir hvort verkið stóðst áætlanir.

Virðist ekki vera virkt kostnaðareftirlit hjá því opinbera, eftirlit sem getur gert meira en kvartað og gefið út yfirlit um skussana.

Eftirlitsaðili þyrfti að hafa vald til að vísa ábyrgðarmönnum úr starfi, eftir X margar yfirkeyrslur á kostnaðar eða fjárhagsáætlun.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.7.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband