Allir tapa

 Allir tapa á ofurverðlagningu ef verðhrun verður á fasteignamarkaði, það veldur eignarýrnun hjá öllum eigendum fasteigna.

Allir tapa á ofurverðlagningu leiguhúsnæðis, það fælir íbúa til annarra sveitarfélaga og minnkar tekjur sveitarfélaga, sem verða að draga úr þjónustu eða leggja meira á þá sem eftir eru, og það skerðir afkomu fyrirtækjanna sem fækka fólki, skerða vöru og þjónustuframboð eða bara fara annað.

Þetta er allt saman tengt og hvort öðru háð, það tapa því allir á græðgi og ofurverðlagningu.


mbl.is Verst er að eiga ekkert „heim“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Ef fasteigna verð lækkar, þá lækkar VNV og þá lækka vextir seðlabanka. Þá batna lánakjör og húsnæðisverð stendur í stað eða hækkar.

Ef fólk hefur ekki vinnu með þau laun sem eru algeng á svæðinu sem það á heima á, verður erfitt að eiga þar heima. Ákveðinn hliðrun verður þá á fólki. Fólk tekur ákvörðun um staðsetningu útfrá launum og húsnæðiskostnaði og svo tilfinningarleggseðlis.

Þeir sem missa sitt fólk borga minnst og þar liggur hagræðingin, 66N flutti til útlanda, pilluframleiðsla lyfjafyrirtækjanna og allskonar rekstur er lítið á Íslandi allt af því að það er ekki hægt að fá fólk á undir 250þúsund á mánuði eða 4.000 dollara, smiður í Portúgal eða austur Evrópu er sáttur ef hann fengi 1.000, sama má segja um fólk sem vinnur við byggingu pilluframleiðslu eða vinnur við hana eða við að dreifa lyfjum frá henni.

 Ef íbúð hefur háa leigu kemur væntanlega sá sem hefur hæstar tekjur í hana, er það ekki meira útsvar og þjónusta, íbúðir standa ekki tómar, það væri vitlaus leigusali. 

Johnny Bravo, 9.3.2008 kl. 15:06

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það er farið að standa autt húsnæði vegna verðlagningar, það segir allt sem þarf

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.3.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband