Laugardagur, 15. mars 2008
Afætukerfi stjórnmálamanna og gjaldfelling kosninga
Góður leiðari hjá Reynir Trausta í Dv.is, hér er slóðin : http://www.dv.is/leidarinn/lesa/6342
Íslendingar eru með 63 Alþingismenn á Alþingi, og nú er verið að bæta við heimild fyrir einum til tveim aðstoðarmönnum á hvern þingmann, til viðbótar aðstoðarmönnum Ráðherrana, þetta verða því yfir 120 manns á launum auk kostnaðar, ef heimildin verður fullnýtt, og hvenær hefur það ekki verið gert.
Hér er slóðin á heimildina : http://www.althingi.is/altext/135/s/0766.html
En hér er yfirlit yfir starfskjör þeirra : http://www.althingi.is/vefur/starfskjor_yfirlit.html
Svo bætast greiðslur til stjórnmálaflokkanna, ofan á kostnaðarpakkann frá Fjármálaráðuneyti, auk greiðslna sem sveitarfélöginn voru skilduð til að greiða til sveitarstjórnapakka flokkana.
Með þessum aðgerðum er búið að opna fyrir ráðningu, á þeim sem detta út á milli þingkosninga í störf aðstoðarmanna, einnig að búa til starfskynningar stöður fyrir verðandi þingmenn, og aðra verðandi atvinnustjórnmálamenn í þjálfun.
Lýðræðið er ekkert nema gaspur, til nota á tyllidögum eftir gjaldfellingu Kosninga, það skiptir engu máli hvort fólk fellir menn af þingi eða ekki í kosningum, það eru nú komnar stöður aðstoðarmanna, til viðbótar við flest öll betur launuð opinber stjórnunarstörf, sem mönnum er úthlutað ef þeir ná ekki kosningu eða vilja hætta, eftir nokkurra ára flokkshollustu.
Manni er farið að ofbjóða sjálftaka þingmanna og stjórnmálaflokka á almannafé.
Afætukerfi stjórnmálamanna er farið að líkjast óhugnanlega mikið handriti af Amerískri Mafíumynd.
Kannski er innganga í Evrópusambandið og afsal sjálfstæðisins, eina leiðin til að frelsa þjóðina undan hennar eigin siðblindu stjórnmálamönnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.3.2008 kl. 11:41 | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 23:36
Sæll Þorsteinn, athugasemd þín er ágæt, en þú ferð með rangt mál með fjölda aðstoðarmanna þingmanna. Kannaðu þetta betur. En þetta með afætur stjórnkerfisins er ég þér sammála. Ekki veit ég hvað Sigríður Anna Þórðardóttir hefur unnið sér til framdráttar að vera skipuð sendiherra. Hún er á margföldum eftirlaunum. Maður er hættur að skilja gangverk stjórnkerfisins. Kannski er verið að launa henni fyrir það að hafa dregið sig til baka í formannskosningu á landsþingi Sjálfstæðisflokksins hér um árið, hver veit? Eitt er víst að þeir sem sitja á þingi landsins í dag eru ekki að hugsa um sauðsvartan almúgann, svo mikið er víst. Ég vona að ég eigi eftir að upplifa það að þeir sem sitja á Alþingi Íslendinga séu einstaklingar sem koma úr atvinnulífinu, fólk sem hefur barist út á hinum almenna markaði og veit hvað vinna er en ekki fólk sem alið hefur verið upp innan kerfisins mann fram af manni. Að hugsa sér að sjálfstæðismenn raði sér á jötuna er með ólíkindum þar sem stefna þessara sömu manna hefur verið Báknið burt. Þess í stað mergsjúga þeir kerfið og hafa komið sér og sínum fyrir í bómullarkörfu vel vörðum fyrir hinu harða lífi sem ríkir á markaðnum. Ef Frjálslyndi flokkurinn væri í ríkistjórn væri það hans fyrsta verk að draga saman í ríkiskerfinu og forgangsraða rétt í þágu þegnanna en ekki í þágu ríkisbubbanna því ríkisbubbarnir og stjórnvöld eiga að hugsa fyrst og fremst um okkur fólkið í landinu en ekki einungis um sína stöðu og afkomu.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 15.3.2008 kl. 23:43
Sæl Ásgerður
Mikið vildi ég að þetta væri misskilningur hjá mér Ásgerður, en ég setti slóðina á samþykktina inn, til að allir geti lesið hana á vef Alþingis, og svo kemur í ljós hvort ég skil þetta á annan hátt en aðrir.
Það vakti athygli mína að bæði Kristin H Gunnarsson og Grétar Mar Jónsson þingmenn Frjálslyndra, samþykktu málið.
En aðeins Jón Magnússon sagði nei
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.3.2008 kl. 08:54
Ekki veit ég hvað þínir samflokksmenn hafa sagt þér Ásgerður Jóna, en heimildin er opin til allra þingmanna, 1 til 2 per þingmann.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.3.2008 kl. 11:47
Ég hef lögum verið á þeirri skoðun að það sé réttlætanlegt að landsbyggðarþingmenn fái aðstoðarmenn, ekki síst eftir sameiningu kjördæmana. Kjördæmin eru gríðalega stór og erfið yfirferðar, sbr. Norðvesturkjördæmið og fleiri. Það er sama hversu ötullir þingmennirnir eru, þeir ná aldrei að sinna kjósendum sínum sem skyldi samhliða störfum á þinginu. Margur þingmaðurinn vill nefnilega sinna kjósendum og starfa í umboði þeirra.
Þessi heimild hefur staðið til allt frá sameiningu gömlu kjördæmana og hefur verið þverpólitísk samstaða um hana, að ég hélt. Hvað varðar Jón Magnússon þá fer hann alltaf eigin leiðir í öllum málum, sbr. innflytjendamálin. Hef löngum haldið því fram að hans málflutningur sé ekki alltaf FF til framdráttar. Oftar en ekki þurfa aðrir að ,,milda" málflutninginn. Hann er his vegar slunginn karlinn, innsti koppur í búri hjá Útvarpi Sögu og duglegur að koma sér að hjá flestum ef ekki öllum fjölmiðlum. Stjarna hans skýr skært á himnum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.3.2008 kl. 13:18
Gott að lesa þessa grein eftir Hallgrím Helgasson til hlikðsjónar þínum skrifum.
http://www.visir.is/article/20080315/SKODANIR04/103150175/-1/SKODANIR
Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.3.2008 kl. 13:27
Já, það er fróðlegt að velta fyrir sér þessum veltandi bolta sem er stjórnkerfið. Það virðist alveg sama hversu miklum peningum er veitt í það alltaf vantar meira. Og fleira fólk í vinnu á vegum hins opinbera. Það er skrýtin skepna atarna.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:09
Guðrún Jóna : Held að nútímatækni sé vannýtt til samskipta og þingmenn verði bara að velja sér trúnaðarmenn í kjördæminu, til að samskiptanetið sé virkt.
Enginn ástæða til að þjóðin greiði laun til atkvæðasmala einstakra þingmanna.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.3.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.