Á kostnað almennings

Það er merkilegt hvað fyrrum Stjórnmálamönnum gengur illa að fá vinnu utan opinberra starfa, sem í flestum tilfellum er úthlutað af flokksmönnum kerfisins.

Margir þessir einstaklingar er hinir hæfustu, en það á að auglýsa öll störf sem ekki er kosið í á Alþingi, og þeim á að fækka til muna sem kosið er til.

Hér er smávægileg samtekt eftir stutta athugun, það er eflaust mörgu starfinu og manninum sleppt, en það er frekar blaðamanna að taka saman svona lista, til að sýna sjálftökuna úr sjóðum almennings.

Og ekki mun fækka við jötuna eftir samþykkt Alþingis á  aðstoðarmönnum Þingmanna, þannig að þingmenn munu geta ráðið sér atkvæðasmala í Kjördæmin, og haldið þeim þingmönnum sem er hafnað í kosningum, áfram á launaskrá.

Það er því verið að gelda Lýðræðið og gjaldfella kosningarréttinn.

Hér er stuttur listi og bara sem sýnishorn.

Framsóknarflokkur

Jón Sigurðsson. Nefnd Utanríkisráðuneytis um mótun öryggismálastefnu

Jón Kristjánsson. Formaður Stjórnarskrárnefndar

Sæunn Stefánsdóttir. Stjórn Flugstoða Ohf

Halldór Ásgrímsson. framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

 

Frjálslyndi flokkurinn

Magnús Þór Hafsteinsson. Stjórn Grænlandssjóðs

Margrét K. Sverrisdóttir. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs

 

Sjálfstæðisflokkurinn.

Sólveig Pétursdóttir. Formaður nefndar um afmæli Jóns Sigurðssonar

Davíð Oddson. Seðlabankastjóri

Friðrik Sófusson. Forstjóri Landsvirkjunar

Drífa Hjartardóttir. Stjórn Byggðarstofnunar

Halldór Blöndal. Formaður Bankaráðs Seðlabankans

Guðmundur Hallvarðsson. Formaður Siglingaráðs

Sigríður A Þórðardóttir. Sendiherra

Tómas I Olrich. Sendiherra

Hjálmar Jónsson. Stjórn Þróunarsamvinnustofnun Íslands

 

Samfylkingin

Anna K Gunnarsdóttir. Stjórn Byggðastofnunar, Nefnd um eflingu Háskóla, Nefnd Utanríkisráðuneytis um  Landbúnaðarmál

Margrét Frímannsdóttir. Forstöðumaður Fangelsisins á Litla Hrauni, Stjórn Ríkisútvarpsins Ohf, Nefnd um málefni fatlaðra

Jón Gunnarsson. Stjórnarformaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Guðrún Ögmundsdóttir. Verkefnastjóri í Menntamálaráðuneyti, Formaður Flóttamannanefndar

Rannveig Guðmundsdóttir. Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Stjórn Norræna Menningarsjóðsins, Dómnefnd um Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

Mörður Árnason. Formaður Orkuráðs

Eiður Guðnason. Sendiherra

Svavar Gestson. Sendiherra

Guðmundur Á Stefánsson. Sendiherra

Sighvatur Björgvinsson. Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnun Íslands

 

Vinstri Grænir

Svanhildur Kaaber.Stjórn Ríkisútvarpsins Ohf

 

Vilji fólk skoða þetta nánar er bent á vef Alþingis, eða bara Google.com

En kostnaður þjóðarinnar skiptir hundruðum miljóna við Afætukerfi Stjórnmálaflokkana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband