Andleg vandamál innan Lögreglu

Samkvæmt fréttum í Vísir.is 13 og 17 mar. 2008. Var sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð að húsi í Reykjanesbæ, þar sem 36 ára gamall maður hafði lokað sig inn á klósetti með haglabyssu, og hugðist taka líf sitt.

Samkvæmt fréttinni er sérsveitin kölluð til í tilvikum sem þessum, og kom maðurinn sjálfviljugur fram án þess að hleypa af skoti og var yfirbugaður í kjölfarið með viðeigandi piparúða, handjárnaður og fluttur sem hættulegur sakamaður af vettvangi, sem sérsveitarmönnum tókst víst að tryggja.

20 ára gamall maður kom á staðinn og vildi komast heim til sýnn, Lögreglumenn keyrðu drenginn ofan í götuna, og brutu nef hans og kinn, losuðu tennur og brutu bein í olnboga.

Hefði nú verið gott að hafa hundana og rafbyssurnar, til að geta kvalið og pínt þessa ræfla aðeins meira.

Fólk sem er komið í þrot og hótar að taka líf sitt, er í raun að kalla eftir hjálp, þetta vita flest allir, ég hef sjálfur talað svona einstaklinga til án skotvopna og piparúða, þetta er hægt án ofbeldis.

Sérsveit Ríkislögreglustjóra virðist vera samsafn taugatrekktra manna, sem eingöngu vilja átök og tækifæri til að berja niður og brjóta einstaklinga.

Eitthvað verulega andlegt vandamál virðist vera til staðar innan lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu.

Á meðan andlegu ástandi, forystu og þjálfun sérsveitarinnar er svona áfátt, er allt tal um rafbyssur og hunda algert brjálæði, menn sem hafa ekki betri stjórn á sér og sýnum mönnum en þetta dæmi sýnir, hafa ekkert með vopn að gera né annan búnað.

Barátta við glæpalýð er ekki auðvelt verk og mikils krafist af þeim sem við það serkefni vinna, til að ná árangri verður Lögreglan að njóta stuðnings og hjálpar frá hinum almenna borgara, án stuðnings er baráttan fyrirfram töpuð.

Svona vinnubrögð eru bara til að breikka þá gjá sem til staðar er nú þegar á milli almennings og Lögreglu.

Það verður að taka á innri málum Lögreglunar, hækka laun og bæta þjálfun, en umfram allt að greina andlegt ástand manna betur, og hleypa ekki óhæfum einstaklingum í sérsveitina.

Til mikils er ætlast af sérsveit Ríkislögreglustjóra, og svona subbuskapur er ólíðandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Strákurinn sem þeir smelltu í malbikið var ekki sonur mannsins með haglabyssuna.
En það er aukaatriði... er sammála hverju orði

Heiða B. Heiðars, 18.3.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fréttin segir svo, en aðalatriðið er ofsafengið ofbeldið.

Þetta eru manneskjur en ekki óðir hundar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.3.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þetta er hrikalegt. Engin orð ná yfir það. Hef ekki lesið fréttina og skil ekki hvað vakti fyrir sérsveitarmönnum. Var þessi ungi maður að ógna einhverjum?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Hagbarður

Þetta er mikið rétt hjá þér. Mér finnst einhvernveginn að þetta sé allt í hálfgerðum Rambóstíl og engin skynsemi lengur til í þessu. Ég veit ekki hvort að heimurinn er orðinn eitthvað hættulegri eða hvort hætturnar leynast bara í höfðum þessara manna sem ráða sig til að hafa gætur á samborgurm sínum. Ég tek þó ofan fyrir þeim í sumu. Sumt er óvænt og örugglega oft erfitt á vettvangi að greina aðstæður og taka réttar ákvarðanir.

Sumt af aðgerðum þeirra finnst manni hálfskondið. Þegar ráðist er inn á sofandi fólk með vopnum vegna þess að flugeldur var sprengdur í næsta nágrenni. Hvernig kviknar á svona taugaboðum að einhver sé að reyna að drepa einhvern þó að einhver hvellur heyrist um miðja nótt? Og svo er það Landhelgisgæslan með sína sprengisérfræðinga sem fundu víst "dómsdagsbombuna" á sínum tíma suður í Írak að mati þáverandi utanríkisráðherra. Þessir menn gerðu sér ferð um árið á þyrlu landsmanna (sem kostar víst 200 þús. kall á tímann) til að aðstoða mann, sem konan hafði víst sent út í skúr til að taka til, en sá hafði víst fundið gamalt dínamít innan um gömul hrosshársreipi. Þetta var víst mikil frægðarferð og fólkinu öllu bjargað frá mikilli og aðsteðjandi hættu, þegar sprengisérfræðingarnir kveiktu í þessum túpum í túnfætinum með tilheyrandi öryggisfjarlægð sjónarvotta, borðum, hjálmum og því er tilheyrir svona verknaði.

Fyrir nokkrum árum var ég að taka til ásamt bræðrum mínum sem afi okkar heitinn hafði notað sem verkfærageymslu eftir að hann hætti að halda fé. Þar undir einhverjum rekka fundum við einar fimmtíu túpur af dínamíti. Eina sem okkur datt í hug, því að glyserinið var farið að leka úr túpunum, var að halda því í kassanum (trékassi) óhreyfðum og sturta þessu í sjóinn. En kannski fórum við ekki alveg eftir "prótókolinu".

Hagbarður, 19.3.2008 kl. 01:24

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Guðrún Jóna.

Það virðist sem andlegt ástand sumra Sérsveitarmanna sé slíkt, að þeir eru umhverfi sýnu beinlínis hættulegir, og því ábyrgðarleysi að vopna svona einstaklinga.

Minnir mann óneytalega á suma drengina í U.S.Marine corps, upp á til dæmis Keflavíkurflugvelli, þeir voru bæði sjálfum sér og umhverfi hættulegir vegna andlegs ástands, og gátu ekki starfað undir álagi, oftast vegna ungs aldurs og þroskaleysis.

Hagbarður.

Höfum fulla þörf á svona sveit, en þjálfun og vali liðsmanna er greinilega verulega áfátt, og þá sérstaklega greiningu á andlegu ástandi, um hvort viðkomandi er bara hrotti eða efni í sérsveitarmann.

Varðandi dynamti þá áttu alls ekki að færa efnið til, ef túpurnar eru sveittar, helltu asenton yfir þær til að gera nitroglycerin óvirkt og fluttu þær svo afsíðis, helst á stað þar sem hægt er að brenna efnið.

Best er náttúrulega að kalla Gæsluna til, en sýndarmennskan og sviðsetningin fyrir blaðamennina, er þeirra aðferð til að réttlæta störfin sýn og tilvist sveitarinnar, oftast samhliða fjárlagagerð.

Hef þá skoðun sjálfur að taka eigi hluta af Tollgæslu, Landhelgisgæslu og alla Sérsveit Ríkislögreglustjóra, inn í sérdeild sem er sjálfstæð en í samvinnu við þessa aðila og hefur það markmið að stöðva fíkniefnastrauminn og uppræta skipulagða glæpastarfssemi, veit að þetta minnir á her en þetta þarf að gera.

Því miður virðist Ríkislögreglustjóraembættið svo skemmt að innan að best sé að slíta frá þeim vopnað lið sem fyrst.

Sjálfur mundi ég auglýsa allar stöður upp á nýtt vegna skipulagsbreytinga ,og endurnýja liðið frá grunni, eftir að menn hafi staðist inntökupróf og faglegt mat á viðhorfum til samborgara sýna.

Sumt er svo skemmt innanfrá, að engin leið til lagfæringa virðist duga.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hagbarður

Til að gera Dynamit óvirkt, þarf að nota 10-30% af  Ethanol, Aceton eða Dinitrotoluene.

Þol nitroglycerins gagnvart hreyfingu er er ótrúlega lítið eftir aðskilnað, og getur sprungið við það eitt að hitna of hratt, til dæmis gæti sólargeisli ræst sprengingu á aðskildu efni.

Ekki reyna þetta sjálfur.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2008 kl. 08:40

7 Smámynd: Hagbarður

Sæll Þorsteinn

Takk fyrir upplýsingarnar. Legg þetta á minnið og hleyp líklega bara í burtu ef ég lendi í svipuðum aðstæðum. Kannski er "kjarkurinn" búinn eða það litla vit sem mér var gefið hefur vaxið eitthvað.

Mér finnst þetta vera góð hugmynd hjá þér með samþættingu Tollgæslu og Sérsveitar. "Stóru" vandamálin eru í dópinu. Ef einhverstaðar þarf "Greiningardeildir" og vopnaðar sveitir lögreglumanna að þá er það á þeim vettvangi.

Hagbarður, 19.3.2008 kl. 09:25

8 identicon

Þegar þú talar um "stóru vandamálin í dópinu" ertu þá ekki að meina afleiðingar fíkniefnastríðsins ?

stebbi (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 17:43

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er forskriftin sem svona sveitir vinna eftir. Þær eiga enga samleið með Íslenskum veruleika nema að áliti örfárra öfgamanna.

Þetta er afleiðing meðvitaðar þróunar. Meðvitaðrar segi ég, því þeir sem ráða yfir lögreglunni eru hægramegin við allt til hægri. (Það má víst ekki kalla þá sínu rétta nafni)

Þetta eru menn sem sjá heiminn bara í svart/hvítu. Vopn og valdbeiting eru töfraorðin, aðrar lausnir eru ekki til í þeirra hugarheimi.  

Það er hægt og sígandi verið að svelta lögregluna til að ná fram markmiðinu, sem er að vopna hana að hætti BNA sem er "fyrirmynd allra fyrirmynda". Hugmyndin um rafbyssur eru fyrsta skrefið í átt að "Dirty Harry 45".

Sama sveltiaðferð er notuð í heilbrigðiskerfinu, til að ná fram markmiðinu sem er "BNA fyrirmyndarkerfið eina".

Er þetta það sem við viljum? Ef ekki af hverju höfum við þá kosið yfir okkur þessa stefnu  síðustu 5 kosningar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2008 kl. 15:10

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta voru sannarlega undarleg vinnubrögð. Mér skilst að sýslumaðurinn hafi skýrt þetta með því að um afleysingamenn hafi verið að ræða. Persónulega finnst mér það ekki breyta neinu. Gleðilega páska.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband