Dapurlegt

Dapurlegt ef samskipti Löggæslu og almennings eru orðin þannig, að glæpasamtökin hafa stjórn á hlutunum og geta haft samskipti við unga fólkið, en Lögreglan er orðin óvinurinn.

Missi menn tengslin við almenning, tekur ár og áratugi að lagfæra það, að rjúfa tengslin, tekur ekki nema nokkrar vikur.

Breytist Lögreglan yfir í ríki í ríkinu, þá verður til klofið samfélag sem skiptist í sýndarveruleika löggæslunnar og hins opinbera annarsvegar, og stjórnkerfi götunar hinsvegar, þar sem glæpalýðurinn tekur yfir hlutverk löggæslunnar í formi eigin reglna, sem almenningur sættir sig við, því það verður álitið skárri kosturinn af tvennu illu.

Þetta er ekki geðsleg þróun, og ekkert til að apa eftir.

 


mbl.is Glæpasamtök stöðvuðu uppþot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er byrjað hér. Mennirnir sem réðust á fíkniefna lögregluna á laugaveginum voru í vinnu hjá manni sem hefur verið dæmdur fyrir fíkniefna sölu og grunaður um aðild að morði.

Helgi (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:36

2 identicon

Lögreglan má bara ekki gera neitt lengur án þess að það sé farið að tala um lögreguríki og lögreglu ofbeldi.   Unglingarnir vita það alveg að er þeir fara ekki að tilmælum glæpasamtakana þá verður ekki tekið á því með neinum ullarvetlingum.

Það væri réttast að lögreglan færi í verkfall í svona mánuð þannig að fólk fái nasaþefinn af því hvað er raunverulega í gangi í landinu, 

Fransman (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:00

3 identicon

Til gamans má geta þess að Black Cobra-gengið er eitt af innflytjenda/útlendinga-gengjunum sem stjórna fíkniefnamarkaðinum í landi frænda okkar dana.

Einu sinni stjórnuðu Hells Angels þessum markaði en eru í dag sem hópur fermingardrengja í samanburði við innflytjendagengin, já enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.  

magnus (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta verður apað eftir.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2008 kl. 14:13

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.3.2008 kl. 16:28

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fransman.

Lögreglan leysir ekki neitt með hrottaskap og hroka, hún bara einangrast meira frá því eina sem getur stöðvað þetta, almenning.

Án samvinnu við almenning ,er öll barátta við Handrukkara og annan glæpalýð töpuð, því verða samskiptin að batna og vinnubrögðin að batna.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.3.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband