Stjórn og ábyrgðarleysi

Stjórnleysi í bland við ábyrgðarleysi hefur lengi fylgt Ríkisrekstrinum vegna getuleysis Ráðherrana, Forstöðumenn og æðstu stjórnendur eiga einfaldlega að fá 1 munnlega aðvörun um brottrekstur, og gefast kostur á að skýra málið, næst skriflega aðvörun og svo á bara að skipta þeim út í 3 sinn.

Þá held ég að það væri áhugavert að flytja æðstu stjórnendur og Forstöðumenn til á 5 ára fresti, þannig að þeir fái ný verkefni til að fást við.


mbl.is Virðingarleysi fyrir fjárlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Er þetta ekki svolítil einföldun með stjórnleysið og ábyrgðarleysið? Má vel vera að það sé líka en oft held ég að hvorki sé stjórnleysi né ábyrgðarleysi um að kenna þegar farið er fram úr peningaskömmtum stofnana á fjárlögum. Ég er ekki viss um að alltaf sé rétt gefið í þessum spilum og forstöðumönnum stofnana því gert illkleyft eða ómögulegt að fara eftir þeim. - Glögg dæmi um þetta hafa verið í heilbrigðiskerfinu og jafnvel í löggæslunni upp á síðkastið. - Sú reynsla sem ég hef af forstöðumönnum ríkisstofnana er önnur en þessi sem þú dregur upp. - Mér finnst þar samviskusamlega unnið og vel spilað úr því sem þeir hafa á hendi. Oftar en ekki eru gefnar rangar forsendur þegar áætlanir um kostnað eru gerðar.

Haraldur Bjarnason, 15.4.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef sjálfur komið að gerð fjárhagsáætlana og starfað sem stjórnandi hjá opinberum aðilum.

Það er ekki í valdi Forstöðumanna að skammta sér fé, þeir eru ráðnir til að fylgja Fjárhagsáætlun og ef hún virðist ekki ætla að halda, eiga þeir að óska eftir aukafjárveitingu en ekki að keyra reksturinn áfram.

Geti þeir ekki unnið sýn störf innan rammans sem þeim er settur, eiga þeir að finna sér annað starf sem þeir ráða við.

Fór aldrei fram úr Fjárhagsáætlun þau ár sem ég starfaði við þetta, og sé ekki hversvegna almennt eigi að láta Stjórnendur komast upp með þetta ábyrgðarleysi og óstjórn.

Það er löngu tímabært að láta menn bera ábyrgð, enda reiknuð inn í launin þeirra.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.4.2008 kl. 18:15

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ætli Viagra virki á almennt getuleysi.. eða bara hluta af því?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.4.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Veit ekki Helga, kannski ráð að gefa á línuna og sjá hvernig fer.

Ætti allavega eitthvað að lifna við.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.4.2008 kl. 18:29

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sennilega yrðu þeir jafn ónýtir og fyrr. Kæmu bara þreyttari í vinnuna.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.4.2008 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Löngu tímabært að fara eftir starfsmannalögunum og lögunum embættismannaveitingar sem kveða á um brottrekstur þegar forstjórar/framkvæmdarstjórar fara fram ú fjárlögum sem nemur allt að 5%.

Ekki nóg að hafa löggjöfina á prenti, það þarf að fylgja henni eftir og allir eiga að sitja við sama borð, pólitískir skjólstæðingar líka

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála Guðrún, sé heldur enga ástæðu til annars en endurskoða launakjör æðstu stjórnenda, ef þeir bera í raun enga ábyrgð á eigin vinnubrögðum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 09:37

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góðar hugmyndir.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband