GOTT MÁL

Virkilega gott fyrir Suðurnesjamenn að fá sterkt fyrirtæki inn á svæðið, kemur til með að styrkja rekstur fjölmargra minni þjónustufyrirtækja á svæðinu, og fjölga valkostum á atvinnumarkaði.

Gríðarleg uppbygging hefur orðið á svæðinu og fyrirséð að hún heldur áfram, munar töluverðu fyrir margan Suðurnesjamanninn að þurfa kannski ekki lengur að keyra til Reykjavíkur vegna vinnu.

Góðir daga suður með sjó, og birtir eflaust í huga margra.

Styttist líka í jákvæðar fréttir frá Húsvík.

 


mbl.is Reikna með Helguvíkurálveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Og telur þú það fara saman að segjast vera "áhugamaður um ósnortna náttúru" og að telja tvö álver jákvæðar fréttir?

 Áttu ekki við að þú sért "áhugamaður um virkjanaframkvæmdir" ?

Púkinn, 15.4.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Bull, er mikill aðdáandi ósnortinnar náttúru.

Vann við að gera Helguvíkurhöfn og sé ekki mikil náttúrspjöll eiga sér stað við Álverið þar, auk þess er búið að gera línustæði og slóða eftir Reykjanesskaganum endilöngum og að bæta annarri línu við hlið hinnar er nánast engin breyting.

Viðurkenni samt að Húsavík og lína þangað er kannski röskun en ætti að vera ásættanleg ef vel að verki staðið.

Held að menn ættu að snúa sér að RARIK og þeirra línum og hegðun um allt land, frekar en eltast við Landsvirkjun sem er bara með stubba miðað við RARIK.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.4.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Forráðamenn Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar tala um að núverandi lína sé of veik, það þurfi að tryggja betur öryggi á afhendingu raforku fyrir almenning sem fyrirtæki, það þýðir endurnýjun línu eða annarrar línu.

Það þarf líka að flytja áfram raforku frá Suðurnesjum, ekki bara að, margir virðast gleyma því að virkjun Suðurnesjamanna framleiðir líka inn á landsnetið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband